Lionel Messi fær 21 mánaðar dóm fyrir skattsvik

messi.jpg
Auglýsing

Lionel Messi, besti fót­­bolta­­maður heims­ins og lyk­il­­mað­­ur­ Barcelona og argentíska lands­liðs­ins, fékk í dag 21 mán­aðar fang­els­is­dóm fyrir skatt­svik. Sam­kvæmt spænskum lögum eru allir dómar sem fela í sér minna en tveggja ára fang­els­is­vist skil­orðs­bundnir og því er ekki búist við því að Messi þurfi að sitja inni.

Í mál­inu voru Messi og faði hans sak­aðir um skatt­­svik upp á rúm­­lega fjórar millj­­ónir evra, eða sem nemur um 560 millj­­ónum króna. Hinn 29 ára gamli Messi hélt fram sak­leysi sínu við efn­is­með­ferð máls­ins. Sam­tals, með vöxt­um, nemur fjár­­hæðin 4,7 millj­­ónum evra, um 660 millj­ónum króna.

Kjarn­inn greindi frá vitna­leiðslum í mál­inu í byrjun júní.  Þar sagði Messi: „Ég vissi ekk­ert um þetta, ég hugs­aði bara um fót­­bolt­ann.“ ­Jor­ge, faðir hans, sagði svip­aða sög­u. Nema hvað hann játti því að sjá um fjár­­hags­­leg mál­efni fyrir son sinn. Hann hefði hins vegar með engum hætti kom­ið að þeim fjár­­­mála­­gjörn­ingum sem málið snýst um, sem eru skattaund­an­­skot í gegn­um Belís og Úrug­væ, með hjálpa aflands­­fé­laga.

Auglýsing

Pen­ing­­arnir sem ekki voru gefnir upp til skatts vor­u greiðslur vegna styrkt­­ar- og aug­lýs­inga­­samn­ingar (image rights) Lionel Messi, á ár­unum 2007 til 2009. Sam­tals námu þær 10,1 millj­­ónum evra, um 1,4 millj­­örð­u­m króna. Þetta voru meðal ann­­ars greiðslur frá Pepsi, Procto & Gamble og A­d­i­d­i­as.

Árshækkun fasteignaverðs nú 1,3 prósent
Verulega hefur dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði að undanförnu.
Kjarninn 21. maí 2019
Viðar: Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum
Framkvæmdastjóri Eflingar vill að Harpan aflýsi viðburði sem á að fara fram 23. maí þar sem þekktur hægri öfgamaður á að koma fram.
Kjarninn 21. maí 2019
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir
Að borða fíl
Kjarninn 21. maí 2019
Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga
Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.
Kjarninn 21. maí 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé
Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.
Kjarninn 21. maí 2019
Píratar ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofu Alþingis
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segist telja að eftirlitsstofnanir séu mögulega viljandi undirfjármagnaðar. Það sé erfitt að vera að slást í því að auka gagnsæi og traust, en láta svo slá á puttana á sér þegar bent sé á að rannsaka þurfi meint misferli.
Kjarninn 21. maí 2019
Kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 21. maí 2019
Hæstiréttur vísar frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs
Hæstiréttur féllst í morgun á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í einum anga af Baugs-málinu svokallaða.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None