Mjólkursamsalan svipt forræði yfir viðskiptum með hrámjólk

neysluvorur_15532614161_o.jpg
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur brýnt að að mæla fyrir um aðskilnað á þeirri starf­semi Mjólk­ur­sam­söl­unnar sem felst í því að afla og selja hrá­mjólk og ann­arrar starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Í ljósi með­al­hófs telur Sam­keppn­is­eft­ir­litið þó ekki þörf á því að setja fram nákvæm fyr­ir­mæli um með hvaða hætti skuli fram­kvæma og útfæra þennan aðskiln­að, en fer fram á að óháður eft­ir­lits­að­ili verði skip­aður til að fylgj­ast með því að útfærsla Mjólk­ur­sam­söl­unnar nái þeim mark­miðum að jafn­ræð­is, hlut­lægni og gagn­sæis sé gætt gagn­vart öllum við­skipta­vin­um. 

Þessi eft­ir­lits­að­ili verður til­nefndur af Mjólk­ur­sam­söl­unni en Sam­keppn­is­eft­ir­litið þarf að sam­þykkja hann og form­lega skipa. Því hefur Mjólk­ur­sam­salan í raun verið svipt for­ræði yfir við­skiptum sínum með hrá­mjólk. Þetta kemur fram í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna mis­notk­unar Mjólk­ur­sam­söl­unnar á mark­aðs­ráð­andi stöðu sinni, sem birt var í gær. Mjólk­ur­sam­salan þarf að greiða 480 millj­óna króna stjórn­valds­sekt vegna brota sinna.

Þarf að aðskilja starf­semi sína

Mjólk­ur­sam­salan tekur við allri hrá­mjólk sem fram­leidd er á Íslandi. Brot fyr­ir­tæk­is­ins fólust í því að selja eigin fram­leiðslu­deild og Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga (KS), sem á hlut í Mjólk­ur­sam­söl­unni, hrá­mjólk undir kostn­að­ar­verði, en öðrum sam­keppn­is­að­ilum sem þurftu að versla slíka af fyr­ir­tæk­inu hana á mun hærra verði.

Auglýsing

Í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins sem birt var í gær segir að aðskilnað á  milli þeirrar starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins sem felst í því að afla og selja hrá­mjólk og ann­arrar starf­semi félags­ins. „Er það gert til þess að stuðla ann­ars vegar að því að öll við­skipti, milli þeirrar ein­ingar MS sem ann­ast mun sölu á hrá­mjólk til þess hluta MS sem ann­ast fram­leiðslu og sölu á mjólk­ur­vörum, eigi sér stað á arms­lengdar grund­velli og hins vegar að umrædd hrá­mjólku­r­ein­ing MS gæti jafn­ræð­is, hlut­lægni og gagn­sæis gagn­vart öllum við­skipta­vinum (þ.m.t. gagn­vart fram­leiðslu­hluta MS).”

Með vísan til ofan­greinds telur Sam­keppn­is­eft­ir­litið nauð­syn­legt að grípa til aðgerða sam­kvæmt 16. grein sam­keppn­islaga, en hún veitir eft­ir­lit­inu víð­tækar heim­ildir til inn­gripa hjá þeim sem talið er að hafi brotið lög­in. Til að gæta með­al­hófs þá telur Sam­keppn­is­eft­ir­litið þó ekki þörf á því að setja fram nákvæm fyr­ir­mæli um með hvaða hætti skuli fram­kvæma og útfæra þennan aðskiln­að. Aðeins er mælt fyrir um það að aðskiln­að­ur­inn dugi til þess að unnt sé að fylgj­ast af skil­virkum og trú­verð­ugum hætti með því að fyr­ir­mæl­un­um, sem fjalla meðal ann­ars um jafn­ræði í ákvörð­un­um, sé í raun fylgt eft­ir. „Sam­kvæmt þessu hefur MS umtals­vert svig­rúm til þess að ákveða með hvaða hætti þessum aðskiln­aði verður best fyrir komið innan fyr­ir­tæk­is­ins. Rétt er að taka fram að í þessu felst m.a. engin krafa um að umrædd heild­sölu­starf­semi verði komið fyrir í sér­stökum lög­að­ila. Ef hins vegar óháður eft­ir­lits­að­ili, sem mælt er fyrir um í ákvörð­un­ar­orði, telur að útfærsla MS á umræddum aðskiln­aði nái ekki mark­miði þess­arar ákvörð­unar skal hann vekja athygli á því og mun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins bregð­ast við slíkri ábend­ing­u.“

Óháður aðili metur jafn­ræðið

Í ákvörð­un­ar­orðum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins segir því að Mjólk­ur­sam­salan skuli fela óháðum aðila að leggja árlega mat á það hvort ­fé­lagið gæti jafn­ræðis í við­skiptum með hrá­mjólk í sam­ræmi við fyr­ir­mæli ákvörð­un­ar­inn­ar. Þar segir enn frem­ur: „Mjólk­ur­sam­salan ehf. skal innan tveggja mán­aða frá dag­setn­ingu þess­ar­ar á­kvörð­unar til­kynna Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu um til­nefn­ingu umrædds óháðs aðila. ­Nið­ur­stöður hins óháða aðila skulu vera rök­studdar og í skrif­legu formi og að­gengi­legar Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu ef það kallar eftir þeim. Telji hinn óháði aðili að aðskiln­að­ur­inn[...]sé ekki í sam­ræmi við ­fyr­ir­mæli þeirrar greinar skal hann hið fyrsta vekja athygl­i ­Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á því.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
Kjarninn 27. janúar 2021
Hækka veðhlutfall og lækka vexti
Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.
Kjarninn 27. janúar 2021
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None