Mjólkursamsalan svipt forræði yfir viðskiptum með hrámjólk

neysluvorur_15532614161_o.jpg
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur brýnt að að mæla fyrir um aðskilnað á þeirri starf­semi Mjólk­ur­sam­söl­unnar sem felst í því að afla og selja hrá­mjólk og ann­arrar starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Í ljósi með­al­hófs telur Sam­keppn­is­eft­ir­litið þó ekki þörf á því að setja fram nákvæm fyr­ir­mæli um með hvaða hætti skuli fram­kvæma og útfæra þennan aðskiln­að, en fer fram á að óháður eft­ir­lits­að­ili verði skip­aður til að fylgj­ast með því að útfærsla Mjólk­ur­sam­söl­unnar nái þeim mark­miðum að jafn­ræð­is, hlut­lægni og gagn­sæis sé gætt gagn­vart öllum við­skipta­vin­um. 

Þessi eft­ir­lits­að­ili verður til­nefndur af Mjólk­ur­sam­söl­unni en Sam­keppn­is­eft­ir­litið þarf að sam­þykkja hann og form­lega skipa. Því hefur Mjólk­ur­sam­salan í raun verið svipt for­ræði yfir við­skiptum sínum með hrá­mjólk. Þetta kemur fram í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna mis­notk­unar Mjólk­ur­sam­söl­unnar á mark­aðs­ráð­andi stöðu sinni, sem birt var í gær. Mjólk­ur­sam­salan þarf að greiða 480 millj­óna króna stjórn­valds­sekt vegna brota sinna.

Þarf að aðskilja starf­semi sína

Mjólk­ur­sam­salan tekur við allri hrá­mjólk sem fram­leidd er á Íslandi. Brot fyr­ir­tæk­is­ins fólust í því að selja eigin fram­leiðslu­deild og Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga (KS), sem á hlut í Mjólk­ur­sam­söl­unni, hrá­mjólk undir kostn­að­ar­verði, en öðrum sam­keppn­is­að­ilum sem þurftu að versla slíka af fyr­ir­tæk­inu hana á mun hærra verði.

Auglýsing

Í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins sem birt var í gær segir að aðskilnað á  milli þeirrar starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins sem felst í því að afla og selja hrá­mjólk og ann­arrar starf­semi félags­ins. „Er það gert til þess að stuðla ann­ars vegar að því að öll við­skipti, milli þeirrar ein­ingar MS sem ann­ast mun sölu á hrá­mjólk til þess hluta MS sem ann­ast fram­leiðslu og sölu á mjólk­ur­vörum, eigi sér stað á arms­lengdar grund­velli og hins vegar að umrædd hrá­mjólku­r­ein­ing MS gæti jafn­ræð­is, hlut­lægni og gagn­sæis gagn­vart öllum við­skipta­vinum (þ.m.t. gagn­vart fram­leiðslu­hluta MS).”

Með vísan til ofan­greinds telur Sam­keppn­is­eft­ir­litið nauð­syn­legt að grípa til aðgerða sam­kvæmt 16. grein sam­keppn­islaga, en hún veitir eft­ir­lit­inu víð­tækar heim­ildir til inn­gripa hjá þeim sem talið er að hafi brotið lög­in. Til að gæta með­al­hófs þá telur Sam­keppn­is­eft­ir­litið þó ekki þörf á því að setja fram nákvæm fyr­ir­mæli um með hvaða hætti skuli fram­kvæma og útfæra þennan aðskiln­að. Aðeins er mælt fyrir um það að aðskiln­að­ur­inn dugi til þess að unnt sé að fylgj­ast af skil­virkum og trú­verð­ugum hætti með því að fyr­ir­mæl­un­um, sem fjalla meðal ann­ars um jafn­ræði í ákvörð­un­um, sé í raun fylgt eft­ir. „Sam­kvæmt þessu hefur MS umtals­vert svig­rúm til þess að ákveða með hvaða hætti þessum aðskiln­aði verður best fyrir komið innan fyr­ir­tæk­is­ins. Rétt er að taka fram að í þessu felst m.a. engin krafa um að umrædd heild­sölu­starf­semi verði komið fyrir í sér­stökum lög­að­ila. Ef hins vegar óháður eft­ir­lits­að­ili, sem mælt er fyrir um í ákvörð­un­ar­orði, telur að útfærsla MS á umræddum aðskiln­aði nái ekki mark­miði þess­arar ákvörð­unar skal hann vekja athygli á því og mun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins bregð­ast við slíkri ábend­ing­u.“

Óháður aðili metur jafn­ræðið

Í ákvörð­un­ar­orðum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins segir því að Mjólk­ur­sam­salan skuli fela óháðum aðila að leggja árlega mat á það hvort ­fé­lagið gæti jafn­ræðis í við­skiptum með hrá­mjólk í sam­ræmi við fyr­ir­mæli ákvörð­un­ar­inn­ar. Þar segir enn frem­ur: „Mjólk­ur­sam­salan ehf. skal innan tveggja mán­aða frá dag­setn­ingu þess­ar­ar á­kvörð­unar til­kynna Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu um til­nefn­ingu umrædds óháðs aðila. ­Nið­ur­stöður hins óháða aðila skulu vera rök­studdar og í skrif­legu formi og að­gengi­legar Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu ef það kallar eftir þeim. Telji hinn óháði aðili að aðskiln­að­ur­inn[...]sé ekki í sam­ræmi við ­fyr­ir­mæli þeirrar greinar skal hann hið fyrsta vekja athygl­i ­Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á því.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None