Bernie Sanders lýsir formlega yfir stuðningi við Hillary Clinton

Bernie Sanders ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að Hillary Clinton verði næsti forseti Bandaríkjanna. Hann fékk í gegn breytingar á stefnu Demókrataflokksins um helgina.

Hillary og Bernie á fundinum í New Hampshire í dag.
Hillary og Bernie á fundinum í New Hampshire í dag.
Auglýsing

Bernie Sand­ers, sem sótt­ist eftir því að verða for­seta­efni Demókra­ta­flokks­ins, hefur lýst form­lega yfir stuðn­ingi við Hill­ary Clint­on, mótherja sinn um útnefn­ingu flokks­ins. Löngu er orðið ljóst að Clinton myndi hljóta til­nefn­ingu flokks­ins, og Sand­ers hefur við­ur­kennt það, en hann hefur ekki lýst form­lega yfir stuðn­ingi við hana fyrr en nú. 

Sand­ers og Clinton komu fram saman á kosn­inga­fundi í New Hamps­hire í dag. Sand­ers vann for­kosn­ing­arnar í New Hamps­hire með miklum yfir­burðum í febr­úar og nýtur mik­ils stuðn­ings þar. 

„Ég er kom­inn hingað til þess að gera það eins ljóst og mögu­legt er hvers vegna ég er að lýsa yfir stuðn­ingi við Hill­ary Clinton og hvers vegna hún verður að verða næsti for­seti okk­ar,“ sagði Sand­ers á fund­in­um. „Ég er stoltur af okkar kosn­inga­bar­áttu hér í New Hamps­hire og um landið allt. Bar­átta okkar skil­aði sigri í for­kosn­ingum og á kjör­fundum í 22 ríkj­u­m.“ Þegar allt komi til alls á lands­fundi demókrata muni koma í ljós að Sand­ers hafi fengið um 1,900 kjör­menn. „Miklu meira en næstum því allir héldu að við gætum unn­ið.“ 

Auglýsing

Það væri hins vegar ekki nóg, Clinton færi inn á lands­fund­inn með fleiri kjör­menn og miklu fleiri ofur­kjör­menn. Hún hefði því sigrað hann og hann óskaði henni til ham­ingju með það. „Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja að hún verði næsti for­set­i.“ 

Um helg­ina fóru fram við­ræður á milli þeirra um breyt­ingar á stefnu Demókra­ta­flokks­ins, sem urðu til þess að Sand­ers ákvað að styðja Clint­on. Með við­ræð­unum fékk Sand­ers fram breyt­ingar á stefn­unni í lofts­lags­mál­um, lág­marks­launum og maríjúana, meðal ann­ar­s. 

Sand­ers og Clinton háðu mjög harða kosn­inga­bar­áttu og hefur ekki bein­línis verið vel til vina. Engu að síður sagði Sand­ers fyrir nokkru síðan að hann myndi kjósa Clinton í kosn­ing­unum í nóv­em­ber. „Ég held að það rétta í stöð­unni sé að gera allt sem í mínu valdi stendur til að fella Don­ald Trump.“ Það verði hræð­i­­legt ef Trump verði kjör­inn for­­seti. „Við þurfum ekki for­­seta sem elur á for­­dóm­um, gerir lítið úr Mexík­­óum og kon­um, og trúir ekki á lofts­lags­breyt­ing­­arn­­ar, jafn­­vel þó allir vís­inda­­menn bendi á að hér sé um alheims­­vanda­­mál,“ sagði Sand­­ers.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None