Samtals eru 104 úr röðum uppreisnarmanna, sagðir hafa látist í valdaránstilrauninni í Tyrklandi í gærkvöldi og nótt. Þá eru 90 aðrir sagðir hafa látist, bæði almennir borgarar og lögreglumenn.
Sautján lögreglumenn úr röðum sérsveitarinnar létust í þyrluárás á bækistöðvar hennar, skömmu eftir að aðgerðir uppreisnarmanna hófust.
Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC hafa 1.563 verið handteknir, og 1.154 særðust í átökum í nótt.
Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur sagt í opinberu ávarpi að stjórnvöld og almenningur á götum úti, hafi tekist að brjóta valdaránstilraunina á bak aftur með því að taka höndum saman. Þeir sem hafi staðið á bak við hana hafi gerst sekir um „landráð og svik“ og að þetti muni ekki gleymast.
Fréttin verður uppfærð.