Að minnsta kosti 104 úr röðum uppreisnarmanna eru sagðir látnir eftir átök í Ankara, höfuðborg Tyrklands í kvöld og í nótt. Valdaránstilraunin er sögð hafa verið brotin á bak aftur, en hópar innan tyrkneska hersins eru sagði hafa staðið á bak við hana.
Forsætisráðherra landsins, Binali Yildirim, sagðist í gærkvöldi hafa fyrirskipað að herþotur í notkun uppreisnarmanna verði skotnar niður. Þá sagði hann jafnframt að uppreisnarmennirnir hafi skotið á almenna borgara án þess að hika.
Rúmlega 120 manns voru handteknir í tengslum við valdaránstilraunina í gærkvöldi, að sögn fjölmiðla í Tyrklandi. Fjöldinn er nú kominn upp í meira en 1.500, eftir atburði næturinnar.
Starfsemi á Ataturk flugvelli hófst í nótt, en nokkurn tíma mun þó taka að koma öllu fastar skorður, enda flugvöllur með mikilvægari flugvöllum í Evrópu, þegar kemur að tengiflugi til Asíu og Mið-Austurlanda.