Jón Von Tetzhner kaupir stóran hlut í Hringbraut

Jón Von Tetzchner
Auglýsing

Fjár­festir­inn Jón Von Tetzhner hefur keypt stóran hlut í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu Hring­braut, sem rekur sam­nefnda sjón­varps­stöð, útvarps­stöð og heldur úti vef­síðu. Hann verður annar stærsti eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins á eftir Guð­mundi Erni Jóhanns­syni, stjórn­ar­for­manni þess. Auk þeirra tveggja á Rakel Sveins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hring­braut­ar, hlut í fyr­ir­tæk­inu. Í til­kynn­ingu kemur fram að gera megi ráð fyrir að fleiri hlut­hafar verði kynntir til sög­unnar á næst­unni en með kaupum Jóns sé fyrsta þrepi fjár­mögn­unar lok­ið. 

Sam­kvæmt skrán­ingu á eign­ar­haldi Hring­brautar á heima­síðu fjöl­miðla­nefnd­ar, sem er frá því í nóv­em­ber í fyrra, var Guð­mundur Örn áður eig­andi alls hluta­fjár.

Jón segir að það hafi verið áhuga­vert að fylgj­ast með hvernig Hring­braut hafi á rúmu ári náð að verða stærsta sjón­varps­stöð lands­ins sem aðeins sýnir inn­lent efni. „Ég tel mik­il­vægt fyrir íslenskt sam­fé­lag að gróska sé til staðar í sam­fé­lags­um­ræðu og í dag er hægt að reka ljós­vaka­miðla á mun hag­kvæm­ari hátt en áður var. Í þessu geta falist mörg tæki­færi.”  Jón átti áður hlut í Spyr, fyr­ir­tækis sem Rakel Sveins­dóttir stýrði.

Auglýsing

Jón von Tetzhner er oft kenndur við Operu, norskt fyr­ir­tæki sem bjó til sam­efndan vef­varfa. Hann seldi sig út úr því fyr­ir­tæki fyrir nokkrum árum og á síð­ustu árum hefur hann fjár­fest í nokkrum íslenskum sprota­fyr­ir­tækjum á borð við Örnu, Hringdu, Dohop og Spyr.is og Innovation Hou­se. Auk þess stofn­aði Jón Vivaldi Technologies, sem þróar Vivaldi vafr­an. 

Jón var í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann í fyrra. Það má lesa hér.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None