Már segir vexti alls ekki of háa á Íslandi

losun-gjaldeyrishafta_17980606774_o.jpg
Auglýsing

Vextir á Íslandi eru alls ekki of háir miðað við hag­vaxt­ar- og verð­bólgu­horf­ur. Þetta segir Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri við Morg­un­blaðið í dag. Hann segir engan snýa við pen­inga­stefn­unni sem unnið er eftir í blindni eftir „eitt­hvert mat á jafn­vægis­vöxt­u­m.“ Út frá hag­vaxt­ar­getu upp á 2,5 til 2,7 pró­sent fáist jafn­vægisvextir sem séu á bil­inu 5 til 5,3 pró­sent. „Stýri­vextir Seðla­bank­ans eru 5,75 pró­sent og þannig yfir jafn­vægis­vaxta­töl­unni, sem er bara eðli­legt, þegar komin er spenna í kerfið og verð­bólgu­vænt­ing­arnar eru enn þá, því mið­ur, fyrir ofan mark­mið, þótt verð­bólgan sé enn fyrir neðan mark­mið Seðla­bank­ans.“ 

Már end­ur­tók því að mestu þá skoðun sem hann setti fram á fyrsta fundi Þjóð­hags­ráðs, sem hald­inn var í byrjun júní, þar sem hann sagði að engum væri greiði gerður með því að vextir á Íslandi yrðu lækk­­aðir án þess að inn­­­stæða væri fyrir því. Hægt væri að lækka vexti hér­­­lendis ef verð­­bólg­u­vænt­ingar væru í takti við verð­­bólg­u­­mark­mið, en svo er ekki sem stend­­ur. Því þurfi að sýna þol­in­­mæð­i. 

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði við sama blað í gær að hann og sam­starfs­menn hans fyndu það hjá Seðla­bank­anum að þeir væru „algjör­lega blindir í trú sinni á áhrifa­mátt vaxta­tæk­is­ins, en þeir hafa á umliðnum árum þurft að við­ur­kenna, að það eru tak­mörk fyrir því hversu miklu hærra vaxta­stigið á Íslandi getur ver­ið, borið saman við nágranna­lönd­in, áður en vaxta­hækk­anir eru farnar að hafa mjög óæski­leg áhrif.“

Auglýsing

Vaxta­muna­við­skipti hafa stöðvast

Már ræðir einnig nýtt stjórn­tæki Seðla­bank­ans, reglu um bind­ingu reiðu­fjár vegna nýs inn­streymis erlends gjald­eyr­is, sem tók gildi snemma í síð­asta mán­uði. Til­gangur hennar var að draga úr álit­leika svo­kall­aðra vaxta­muna­við­skipta. Í þeim felst að spá­kaup­menn ná sér í fjár­magn á lág­vaxt­ar­svæð­um, sem eru t.d. flest Evr­ópu­lönd, og fjár­festa í skulda­bréfum á hávaxta­svæð­um, t.d. Íslandi. Vaxta­mun­ur­inn á því sem þeir þurfa að greiða fyrir að taka lánið í lág­vaxt­ar­land­inu og það sem þeir fá greitt í vexti af skulda­bréf­unum á Íslandi, myndar síðan umtals­verðan hagn­að. 

Á fundi þjóð­hags­ráðs í byrjun júní sagði Már að vaxta­mun­­ur­inn á milli Íslands og ann­­arra landa væri að „skapa hættu á fjár­­­magnsinn­­streymi á grund­velli svo­­kall­aðra vaxta­mun­­ar­við­­skipta, en slíkt inn­­­streymi hefði truflað miðlum pen­inga­­stefn­unnar í gegnum vexti á seinni helm­ingi síð­­asta árs“. Már bætti þó við að nýtt fjár­­­streym­is­tæki, sem Seðla­­bank­inn kynnti til leiks í byrjun jún­í­mán­að­­ar, ætti að geta haft „áhrif á sam­­setn­ingu fjár­­­magns­flæðis til og frá land­inu og þannig væri betur hægt að beita vöxt­unum til að dempa eft­ir­­spurn ef á þyrfti að halda“.

Og í við­tal­inu við Morg­un­blaðið í morgun segir Már að nýja tækið „svín­virki“. Það sé stað­reynd að inn­streymi erlends gjald­eyris inn á skulda­bréfa­mark­að­inn hafi algjör­lega stöðvast eftir að Seðla­bank­inn hóf að beita regl­unni og vaxta­muna­við­skiptin þar með líka. Því hafi bitið í pen­inga­stefn­unni auk­ist.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None