Ragnheiður Elín: Hallærislegur borgarstjóri í pólitískum popúlisma

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.
Auglýsing

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, segir það „bein­línis hall­æris­legt af borg­ar­stjóra í póli­tískum popúl­isma að reyna að stilla okkur upp sem and­stæð­ing­um“ í umræð­unni um hvernig tekjur af komu ferða­manna til Íslands renna til sveit­ar­fé­laga. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, hlekkj­aði í frétt af við­tal við Ragn­heiði Elínu á Face­book-­síðu sinni í morgun þar sem hann gagn­rýndi „að­gerða- og áhuga­leysi“ ráð­herra ferða­mála í þessum efn­um.

Ragn­heiður Elín svar­aði Degi á sama vett­vangi — Face­book-­síðu sinni — og seg­ist eiga til með að svara „mjög önugum og ómál­efna­legum borg­ar­stjóra“ sem henni „skilst hafa verið að hnýta í [sig] á face­book síðu sinni fyrr í morg­un“.

Dagur krækti í frétt af við­tali við Ragn­heiði Elínu Árna­dótt­­ur, iðn­­að­­ar- og við­­skipta­ráð­herra, í þætt­inum Þjóð­braut á Hring­braut þar sem hún seg­ist ekki vilja fara frek­­ari tekju­­leiðir stjórn­­­valda til að styðja við ferða­­þjón­ust­una. Kjarn­inn fjall­aði um málið í hádeg­inu.

Auglýsing

Ragn­heiður Elín sagði í við­tal­inu að í sam­heng­inu væri millj­­arður „baun­ir“ við þær tekjur sem fást af ferða­­fólki. Dagur spyr í færslu sinni hvort þarna sé komin ástæðan fyrir „al­­geru aðgerða- og áhuga­­leysi ráð­herra við að koma til móts við þá eðli­­legu kröfu að gist­in­átta­­gjald renni til sveit­­ar­­fé­laga“.

Ragn­heiður Elín segir í svari sínu að það væri vitað að hún og borg­ar­stjór­inn væru ósam­mála um að gistin­átta­gjaldið væri sá gjald­stofn sem færa ætti yfir til sveit­ar­fé­lag­anna til þess að tryggja þeim hlut­deild í tekjum af ferða­mönn­um. „Það er vegna þess í fyrsta lagi að það myndi skila sér með mjög ójöfnum hætti til sveit­ar­fé­lag­anna um landið og hvergi í sam­hengi við þann kostnað sem sveit­ar­fé­lögin - sér­stak­lega þau fámenn­ustu úti á landi - hafa af þjón­ustu og inn­viða­upp­bygg­ingu vegna ferða­þjón­ust­unn­ar,“ skrifar Ragn­heiður Elín. „Í öðru lagi gefur gistin­átta­gjaldið ekk­ert sér­stak­lega vel af sér, ef svo mætti til orða kom­ast, sér­stak­lega þegar haft er í huga hversu mikið ómak er af inn­heimtu þess, fjölda inn­heimtu­að­ila, margar und­an­þágur og litlar heimt­ur. Þetta ræddi ég allt í við­tal­inu sem Dagur vísar til­.“ 

Hún segir þau hins vegar sam­mála um að finna þurfi leiðir til að auka hlut­deild sveit­ar­fé­lag­anna í tekjum af ferða­þjón­ust­unn og bendir á að þetta sé hluti af stefnu­mörkun rík­iss­ins. Það sé eitt af mark­miðum Veg­vísis í ferða­þjón­ustu og að vinna við þetta sé hafin á vett­vangi stjórn­stöðvar ferða­mála. „Þar er að auki verið að skoða hvaða tekjur sveit­ar­fé­lögin hafa nú þegar af ferða­þjón­ust­unn­i,“ skrifar hún og heldur áfram:

„Við fyrstu sýn virð­ist manni þó að stærsta sveit­ar­fé­lagið í land­inu ætti að vera í lang­bestu stöð­unni - fast­eigna­gjöld af hót­elum sem rísa víða um borg­ina, útsvar af launum alls þess fjölda starfa sem orðið hafa til í ferða­þjón­ust­unni o.s.frv. - allt hlýtur þetta að telja og vera að minnsta kosti eitt­hvað upp í kostn­að­inn við þau "brýnu" verk­efni sem borgin er að ráð­ast í um þessar mund­ir, eins og þreng­ingu Grens­ás­veg­ar.“

Mikið hefur verið rætt um aðkomu rík­­is­ins að upp­­­bygg­inu inn­­viða í ferða­­þjón­ustu, hvort sem það teng­ist sal­ernum eða annarri aðstöðu fyrir ferða­­menn á vin­­sælum ferða­­manna­­stöð­­um. Ragn­heiður Elín segir virð­is­auka­skatts­­kerfið duga til að tryggja rík­­is­­sjóði tekjur af ferða­­þjón­­ustu. Tekjur af gist­in­átta­gjaldi eru 250 millj­­ónir króna á ári og renna þær beint í rík­­is­­sjóð en ekki til sveit­­ar­­fé­laga. Ef hund­rað króna gist­in­átta­­gjald yrði fjór­faldað yrðu tekj­­urnar millj­­arð­­ur. „Millj­­arður er líka baunir í sam­hengi við allar þær tekjur sem fást af ferða­­fólki,“ er haft eftir Ragn­heiði Elínu í frétt Hring­braut­­ar.

„Ráð­herra gerir illt verra og hælist um og segir að allar kistur séu fullar af gulli hjá rík­­inu. Það er í það minnsta ljóst að Ragn­heiður Elín ætlar að klára ráð­herra­­tíð sína án þess að gera neitt í þessu,“ skrifar Dag­ur í færslu sinni í morg­un. „Afrakstur heils kjör­­tíma­bils: Inn­­við­ina vantar víða, aðgerð­­ar­­leysið er algert og stuðn­­ingur við sveit­­ar­­fé­lög í þessum mik­il­vægu verk­efnum eng­inn.“

Ragn­heiður Elín leggur til að Dagur hlusti á við­talið sem hann vísar til og hvetur hann til að vinna með rík­inu þar sem unnið sé „þvert á stjórn­sýsl­una, með sveit­ar­fé­lögum og grein­inni sjálfri“.

Borg­­ar­ráð hefur skorað á Stjórn­­­stöð ferða­­mála að beita sér fyrir að hludeild af tekjum af virð­is­auka­skatti, gist­in­átta­gjaldi og öðrum sköttum af ferða­­fólki renni til sveit­­ar­­fé­laga. „Aug­­ljóst er að sveit­­ar­­fé­lög um allt land verða fyrir marg­vís­­legum auknum kostn­aði vegna umhirðu og aðstöð­u­­sköp­un­­ar, upp­­­bygg­ingar inn­­viða og slits á veg­um,“ segir í álykt­un­inni sem afgreidd var úr borg­­ar­­stjórn 5. apríl síð­­ast­lið­inn.

„Mál­­flutn­ingur ráð­herra dregur ein­vörð­ungu fram hversu ósann­­gjarnt er að sveit­­ar­­fé­lög beri fyrst og fremst kostnað en njóti í miklu minna mæli ábata af auk­inni ferða­­þjón­­ustu en rík­­ið,“ segir einnig í álykt­un­inni. Reykja­vík er fjöl­­sótt­­asti ferða­­manna­­staður lands­ins. Sveit­ar­fé­lög hafa eins og er aðeins óbeinar tekjur af straumi ferða­manna. Engin hlut­deild af virð­is­auka­skatti, gistin­átta­gjaldi eða öðrum tekju­stofnum sem fengnir eru af ferða­mönnum renna til sveit­ar­fé­laga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None