Ragnheiður Elín: Hallærislegur borgarstjóri í pólitískum popúlisma

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.
Auglýsing

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, segir það „bein­línis hall­æris­legt af borg­ar­stjóra í póli­tískum popúl­isma að reyna að stilla okkur upp sem and­stæð­ing­um“ í umræð­unni um hvernig tekjur af komu ferða­manna til Íslands renna til sveit­ar­fé­laga. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, hlekkj­aði í frétt af við­tal við Ragn­heiði Elínu á Face­book-­síðu sinni í morgun þar sem hann gagn­rýndi „að­gerða- og áhuga­leysi“ ráð­herra ferða­mála í þessum efn­um.

Ragn­heiður Elín svar­aði Degi á sama vett­vangi — Face­book-­síðu sinni — og seg­ist eiga til með að svara „mjög önugum og ómál­efna­legum borg­ar­stjóra“ sem henni „skilst hafa verið að hnýta í [sig] á face­book síðu sinni fyrr í morg­un“.

Dagur krækti í frétt af við­tali við Ragn­heiði Elínu Árna­dótt­­ur, iðn­­að­­ar- og við­­skipta­ráð­herra, í þætt­inum Þjóð­braut á Hring­braut þar sem hún seg­ist ekki vilja fara frek­­ari tekju­­leiðir stjórn­­­valda til að styðja við ferða­­þjón­ust­una. Kjarn­inn fjall­aði um málið í hádeg­inu.

Auglýsing

Ragn­heiður Elín sagði í við­tal­inu að í sam­heng­inu væri millj­­arður „baun­ir“ við þær tekjur sem fást af ferða­­fólki. Dagur spyr í færslu sinni hvort þarna sé komin ástæðan fyrir „al­­geru aðgerða- og áhuga­­leysi ráð­herra við að koma til móts við þá eðli­­legu kröfu að gist­in­átta­­gjald renni til sveit­­ar­­fé­laga“.

Ragn­heiður Elín segir í svari sínu að það væri vitað að hún og borg­ar­stjór­inn væru ósam­mála um að gistin­átta­gjaldið væri sá gjald­stofn sem færa ætti yfir til sveit­ar­fé­lag­anna til þess að tryggja þeim hlut­deild í tekjum af ferða­mönn­um. „Það er vegna þess í fyrsta lagi að það myndi skila sér með mjög ójöfnum hætti til sveit­ar­fé­lag­anna um landið og hvergi í sam­hengi við þann kostnað sem sveit­ar­fé­lögin - sér­stak­lega þau fámenn­ustu úti á landi - hafa af þjón­ustu og inn­viða­upp­bygg­ingu vegna ferða­þjón­ust­unn­ar,“ skrifar Ragn­heiður Elín. „Í öðru lagi gefur gistin­átta­gjaldið ekk­ert sér­stak­lega vel af sér, ef svo mætti til orða kom­ast, sér­stak­lega þegar haft er í huga hversu mikið ómak er af inn­heimtu þess, fjölda inn­heimtu­að­ila, margar und­an­þágur og litlar heimt­ur. Þetta ræddi ég allt í við­tal­inu sem Dagur vísar til­.“ 

Hún segir þau hins vegar sam­mála um að finna þurfi leiðir til að auka hlut­deild sveit­ar­fé­lag­anna í tekjum af ferða­þjón­ust­unn og bendir á að þetta sé hluti af stefnu­mörkun rík­iss­ins. Það sé eitt af mark­miðum Veg­vísis í ferða­þjón­ustu og að vinna við þetta sé hafin á vett­vangi stjórn­stöðvar ferða­mála. „Þar er að auki verið að skoða hvaða tekjur sveit­ar­fé­lögin hafa nú þegar af ferða­þjón­ust­unn­i,“ skrifar hún og heldur áfram:

„Við fyrstu sýn virð­ist manni þó að stærsta sveit­ar­fé­lagið í land­inu ætti að vera í lang­bestu stöð­unni - fast­eigna­gjöld af hót­elum sem rísa víða um borg­ina, útsvar af launum alls þess fjölda starfa sem orðið hafa til í ferða­þjón­ust­unni o.s.frv. - allt hlýtur þetta að telja og vera að minnsta kosti eitt­hvað upp í kostn­að­inn við þau "brýnu" verk­efni sem borgin er að ráð­ast í um þessar mund­ir, eins og þreng­ingu Grens­ás­veg­ar.“

Mikið hefur verið rætt um aðkomu rík­­is­ins að upp­­­bygg­inu inn­­viða í ferða­­þjón­ustu, hvort sem það teng­ist sal­ernum eða annarri aðstöðu fyrir ferða­­menn á vin­­sælum ferða­­manna­­stöð­­um. Ragn­heiður Elín segir virð­is­auka­skatts­­kerfið duga til að tryggja rík­­is­­sjóði tekjur af ferða­­þjón­­ustu. Tekjur af gist­in­átta­gjaldi eru 250 millj­­ónir króna á ári og renna þær beint í rík­­is­­sjóð en ekki til sveit­­ar­­fé­laga. Ef hund­rað króna gist­in­átta­­gjald yrði fjór­faldað yrðu tekj­­urnar millj­­arð­­ur. „Millj­­arður er líka baunir í sam­hengi við allar þær tekjur sem fást af ferða­­fólki,“ er haft eftir Ragn­heiði Elínu í frétt Hring­braut­­ar.

„Ráð­herra gerir illt verra og hælist um og segir að allar kistur séu fullar af gulli hjá rík­­inu. Það er í það minnsta ljóst að Ragn­heiður Elín ætlar að klára ráð­herra­­tíð sína án þess að gera neitt í þessu,“ skrifar Dag­ur í færslu sinni í morg­un. „Afrakstur heils kjör­­tíma­bils: Inn­­við­ina vantar víða, aðgerð­­ar­­leysið er algert og stuðn­­ingur við sveit­­ar­­fé­lög í þessum mik­il­vægu verk­efnum eng­inn.“

Ragn­heiður Elín leggur til að Dagur hlusti á við­talið sem hann vísar til og hvetur hann til að vinna með rík­inu þar sem unnið sé „þvert á stjórn­sýsl­una, með sveit­ar­fé­lögum og grein­inni sjálfri“.

Borg­­ar­ráð hefur skorað á Stjórn­­­stöð ferða­­mála að beita sér fyrir að hludeild af tekjum af virð­is­auka­skatti, gist­in­átta­gjaldi og öðrum sköttum af ferða­­fólki renni til sveit­­ar­­fé­laga. „Aug­­ljóst er að sveit­­ar­­fé­lög um allt land verða fyrir marg­vís­­legum auknum kostn­aði vegna umhirðu og aðstöð­u­­sköp­un­­ar, upp­­­bygg­ingar inn­­viða og slits á veg­um,“ segir í álykt­un­inni sem afgreidd var úr borg­­ar­­stjórn 5. apríl síð­­ast­lið­inn.

„Mál­­flutn­ingur ráð­herra dregur ein­vörð­ungu fram hversu ósann­­gjarnt er að sveit­­ar­­fé­lög beri fyrst og fremst kostnað en njóti í miklu minna mæli ábata af auk­inni ferða­­þjón­­ustu en rík­­ið,“ segir einnig í álykt­un­inni. Reykja­vík er fjöl­­sótt­­asti ferða­­manna­­staður lands­ins. Sveit­ar­fé­lög hafa eins og er aðeins óbeinar tekjur af straumi ferða­manna. Engin hlut­deild af virð­is­auka­skatti, gistin­átta­gjaldi eða öðrum tekju­stofnum sem fengnir eru af ferða­mönnum renna til sveit­ar­fé­laga.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None