Forysta Pírata, VG og Samfylkingar útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk

Forystufólk Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar. Formaður VG og þingflokksformaður Pírata segja flokkinn hafa stimplað sig frá samstarfi með því að útiloka kerfisbreytingar.

Birgitta Jónsdóttir, Oddný Harðardóttir og Katrín Jakobsdóttir útiloka allar samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir næstu kosningar.
Birgitta Jónsdóttir, Oddný Harðardóttir og Katrín Jakobsdóttir útiloka allar samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir næstu kosningar.
Auglýsing

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, útiloka allar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar. Þær gagnrýna allar harðlega skrif Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að ekki eigi að kjósa í haust. Birgitta undirstrikar að hún geti þó ekki talað fyrir alla Pírata.

Stimplaði sig frá samstarfi

Birgitta segir Sjálfstæðisflokkinn hafa stimplað sig út úr möguleikum á samstarfi með Pírötum þegar hann hafnaði tillögum um kerfisbreytingar. 

„Mál eins og Stjórnarskráin, hvernig þingið fúnkerar, hvernig stjórnsýslan virkar og breytingar á henni, sem og undirstofnunum ráðuneyta,“ segir Birgitta í samtali við Kjarnann. Hún segir flokka eiga að ganga til kosninga þannig að menn viti hverjir vilji vinna saman.  

Auglýsing

Vilja vinna til vinstri

Katrín Jakobsdóttir tekur í sama streng og Birgitta. 

„Við höfum verið algjörlega afdráttarlaus með það allan tímann að við viljum vinna til vinstri. Þannig viljum við vinna og ég tel eðlilegt að ef stjórnarandstaðan fær til þess um umboð þá er eðlilegt að hún myndi ríkisstjórn byggða á málefnum,“ segir Katrín við Kjarnann. Hún nefnir þar efnahags- og atvinnulíf, jöfnuð, öflugt velferðarkerfi og sjálfbæra atvinnustefnu með hagsmuni náttúrunnar í forgangi. „Við liggjum lengst frá Sjálfstæðisflokknum í okkar stefnu,“ segir hún. 

„Hann stimplaði sig frá samstarfi við stjórnarandstöðuna þegar hann lýsti því yfir að hann muni berjast gegn öllum kerfisbreytingum.“ 

„Aldrei samstarf við Sjálfstæðisflokkinn“

Oddný Harðardóttir er afdráttarlaus. 

„Það verður aldrei samstarf við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir hún. „Það er of stutt síðan við vorum með þeim í ríkisstjórn og það fór ekki vel. Framsókn er auðvitað með félagslega taug en við mundum alltaf snúa okkur að stjórnarandstöðunni fyrst,“ segir Oddný. 

Nær Viðreisn en VG

Birgitta segir að Viðreisn sé flokkur sem Píratar gætu fundið samhljóm með. 

„Að mörgu leyti erum við nær þeim heldur en VG um margt - en það er ómögulegt að sjá hvernig þetta fer. Ég hef aldrei séð jafn mikla óvissu í kring um nokkrar kosningar, þegar það er svona stutt í kosningar, ef þær verða þá í haust,“ segir hún. „Þetta eru einhverjar mikilvægustu kosningar í sögu landsins.“ 

„Þá eru þeir bara svikarar“

Sigmundur Davíð boðaði endurkomu sína í stjórnmálin í gær og sagði þar að kosningar í haust væru glapræði. 

Oddný segir Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa staðið í tröppum þinghússins og lofað að stytta kjörtímabilið um eitt þing. 

„Í stefnuræðu sinni talaði forsætisráðherra um þrjú mál sem þurfi að klára: gjaldeyrishöftin, húsnæðismálin og gjaldtöku fyrir heilbrigðiskerfið. Það er frágengið,“ segir hún. „Það er ekkert hægt að bæta við. Þá eru þeir bara svikarar og eru að svíkja fólkið í landinu enn einu sinni.“

Táknmynd um það sem koma skal

Birgitta segir að það sé ekki hægt að breyta yfirlýsingum frá forsætisráðherra um kosningar í haust.  

„Ef þeir geta ekki staðið við þetta loforð, þá er það táknmynd um það hvað þeir eiga erfitt með að standa við yfirlýsingar eftir kosningar. Orð skulu standa. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta,“ segir hún. „Það er ótrúlegt að forseti Alþingis hafi ekki meira bein í nefinu en svo að hann sendi frá sér skýr skilaboð að ef fólk kemur ekki með mál í upphaf þings mundu þau ekki fara á dagskrá. Það mundi auka virðingu Alþingis.“

Aldrei hægt að gefa sér fjögur ár

Katrín segir enga ríkisstjórn geta gefið sér það að hún hafi nákvæmlega fjögur ár til að ljúka verkefnum. 

„Það hefði verið eðlilegt að kjósa síðasta vor,“ segir hún. „Það er skrýtið að fyrrverandi forsætisráðherra átti sig ekki á ástæðunni fyrir því að það var ákveðið að ganga til kosninga. Starfsáætlun Alþingis var breytt til að kjósa í haust og það eru allir aðrir að miða við þetta.“

Uppfært klukkan 11:30

Ekki náðist í Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, við vinnslu þessarar fréttar. Viðbrögð hans og Benedikts Jóhannessonar, forsvarsmanns Viðreisnar, má sjá hér

Ekki náðist í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, eða Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í morgun. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None