Kosið í október eða nóvember

Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að líklegast verði kosið til Alþingis um miðjan október eða í byrjun nóvember. Hann segir Sigmund Davíð hafa misst traust Sjálfstæðisflokksins og það verði skrautlegt þegar Birgitta Jónsdóttir verður forseti Alþingis.

Vilhjálmur Bjarnason segir að líklegast verði kosið til Alþingis í október. Hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust Sjálfstæðisflokksins og furðar sig á því að mál séu svo stór að þau þurfi fram á vor til að afgreiða.
Vilhjálmur Bjarnason segir að líklegast verði kosið til Alþingis í október. Hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust Sjálfstæðisflokksins og furðar sig á því að mál séu svo stór að þau þurfi fram á vor til að afgreiða.
Auglýsing

Það verður kosið til Alþingis upp úr miðjum októ­ber, kannski fyrstu vikur í nóv­em­ber. Þetta segir Vil­hjálmur Bjarna­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í Morg­un­út­varpi Rásar 2 í morgun sagði Vil­hjálmur að ekk­ert hefði verið rætt við sig af flokks­for­yst­unni um annað en að kjósa í haust. Sjálf­stæð­is­menn hafi til að mynda lagt upp með próf­kjör í öllum kjör­dæmum fyrir þann tíma. 

Sig­mundur missti traust Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Vil­hjálmur seg­ist vissu­lega ekki hafa rætt við alla Sjálf­stæð­is­menn og auð­vitað séu mis­jafnar skoð­anir meðal fólks um hvort kjósa eigi í haust eða ekki. En sam­kvæmt því sem lagt var upp með í apr­íl, þegar upp kom for­dæma­laus staða í íslenskum stjórn­málum og for­sæt­is­ráð­herra missti traust þjóðar og sam­starfs­flokks, var samið um kosn­ingar í haust. Til séu við­töl við bæði Sig­urð Inga Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, til að stað­festa það. 

Hissa á Fram­sókn

Um þau mál sem séu eftir segir Vil­hjálmur þau flest ein­ungis hefð­bundin þing­mál og óþarfi sé að klára þau ekki. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hefur und­an­farna daga talað fyrir því að halda ekki kosn­ingar í haust, þar sem svo mik­il­væg mál séu eftir á þing­inu sem þurfi að klára áður en kosið verð­ur. Það geti tekið tíma sinn. 

Auglýsing

Vil­hjálmur sagð­ist hissa á ýmsu sem hafi komið frá Fram­sókn­arf­mönnum í sam­starfi flokk­anna. 

„Ég hef aldrei séð þennan mála­lista Fram­sóknar og Sig­mundur Davíð hefur ekki fjallað um hann nema að þessu tak­mark­aða leit­i,“ sagði hann. 

Skraut­legt þegar Birgitta verður for­seti Alþingis

Spurður hvort hann geti hugsað sér sam­starf við Pírata, sem eru að mæl­ast stærstir í skoð­ana­könn­unum þessa dag­ana, segir Vil­hjálmur ekki viljað úti­loka sam­starf við neinn. Hann vísar þar í ummæli for­ystu­fólks Pírata, Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna í Kjarn­anum í gær þar sem sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn var úti­lok­að. Hann ræddi um Pírata og sagði flokk­ur­inn hafi ekki látið það mikið í ljós á síð­ustu þingum að þeir vildu kom­ast í rík­is­stjórn, meðal ann­ars með því að sitja mikið hjá í atkvæða­greiðslu mála. Um Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­flokks­for­mann Pírata, sagði Vil­hjálmur að lok­um:  

„Það verður gaman þegar hún verður for­seti Alþing­is. Það verður skraut­leg­t.“ Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None