Kosið í október eða nóvember

Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að líklegast verði kosið til Alþingis um miðjan október eða í byrjun nóvember. Hann segir Sigmund Davíð hafa misst traust Sjálfstæðisflokksins og það verði skrautlegt þegar Birgitta Jónsdóttir verður forseti Alþingis.

Vilhjálmur Bjarnason segir að líklegast verði kosið til Alþingis í október. Hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust Sjálfstæðisflokksins og furðar sig á því að mál séu svo stór að þau þurfi fram á vor til að afgreiða.
Vilhjálmur Bjarnason segir að líklegast verði kosið til Alþingis í október. Hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust Sjálfstæðisflokksins og furðar sig á því að mál séu svo stór að þau þurfi fram á vor til að afgreiða.
Auglýsing

Það verður kosið til Alþingis upp úr miðjum októ­ber, kannski fyrstu vikur í nóv­em­ber. Þetta segir Vil­hjálmur Bjarna­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í Morg­un­út­varpi Rásar 2 í morgun sagði Vil­hjálmur að ekk­ert hefði verið rætt við sig af flokks­for­yst­unni um annað en að kjósa í haust. Sjálf­stæð­is­menn hafi til að mynda lagt upp með próf­kjör í öllum kjör­dæmum fyrir þann tíma. 

Sig­mundur missti traust Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Vil­hjálmur seg­ist vissu­lega ekki hafa rætt við alla Sjálf­stæð­is­menn og auð­vitað séu mis­jafnar skoð­anir meðal fólks um hvort kjósa eigi í haust eða ekki. En sam­kvæmt því sem lagt var upp með í apr­íl, þegar upp kom for­dæma­laus staða í íslenskum stjórn­málum og for­sæt­is­ráð­herra missti traust þjóðar og sam­starfs­flokks, var samið um kosn­ingar í haust. Til séu við­töl við bæði Sig­urð Inga Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, til að stað­festa það. 

Hissa á Fram­sókn

Um þau mál sem séu eftir segir Vil­hjálmur þau flest ein­ungis hefð­bundin þing­mál og óþarfi sé að klára þau ekki. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hefur und­an­farna daga talað fyrir því að halda ekki kosn­ingar í haust, þar sem svo mik­il­væg mál séu eftir á þing­inu sem þurfi að klára áður en kosið verð­ur. Það geti tekið tíma sinn. 

Auglýsing

Vil­hjálmur sagð­ist hissa á ýmsu sem hafi komið frá Fram­sókn­arf­mönnum í sam­starfi flokk­anna. 

„Ég hef aldrei séð þennan mála­lista Fram­sóknar og Sig­mundur Davíð hefur ekki fjallað um hann nema að þessu tak­mark­aða leit­i,“ sagði hann. 

Skraut­legt þegar Birgitta verður for­seti Alþingis

Spurður hvort hann geti hugsað sér sam­starf við Pírata, sem eru að mæl­ast stærstir í skoð­ana­könn­unum þessa dag­ana, segir Vil­hjálmur ekki viljað úti­loka sam­starf við neinn. Hann vísar þar í ummæli for­ystu­fólks Pírata, Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna í Kjarn­anum í gær þar sem sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn var úti­lok­að. Hann ræddi um Pírata og sagði flokk­ur­inn hafi ekki látið það mikið í ljós á síð­ustu þingum að þeir vildu kom­ast í rík­is­stjórn, meðal ann­ars með því að sitja mikið hjá í atkvæða­greiðslu mála. Um Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­flokks­for­mann Pírata, sagði Vil­hjálmur að lok­um:  

„Það verður gaman þegar hún verður for­seti Alþing­is. Það verður skraut­leg­t.“ Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None