Orkustofnun gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar harðlega

Verkefnisstjórn rammaáætlunar er harðlega gagnrýnd af Orkustofnun í nýrri skýrslu. Stofnunin segir vinnu hópsins verulega ábótavant, lögum sé ekki fylgt nægilega vel, mat á virkjanakostum byggi á þröngu sjónarhorni, flokkun handahófskennd og órökstudd.

Búrfellsvirkjun Landsvirkjunar
Búrfellsvirkjun Landsvirkjunar
Auglýsing

Orku­stofnun (OS) gagn­rýnir aðferðir verk­efn­is­stjórnar um þriðja áfanga Ramma­á­ætl­unar harð­lega í nýrri skýrslu. Stofn­unin segir vinnu verk­efn­is­stjórnar ábóta­vant og vill sjá mun fleiri virkj­ana­kosti setta í nýt­ingu heldur en lagt er til í skýrslu­drögum um þriðja áfanga vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun stjórn­valda. Aðferðir verk­efn­is­stjórnar séu á köflum ekki í sam­ræmi við lög, grein­ing­ar­vinna sé ófull­nægj­andi og utan skyn­sem­is­marka, mat sé byggt á of þröngu sjón­ar­horni, skortur sé á sam­ræmi í ein­kunna­gjöf og flokkun handa­hófs­kennd og órök­studd. 

Setji ráðu­neyti og Alþingi í erf­iða stöðu

Í skýrslu OS segir að skýrslu­drög verk­efn­is­stjórnar séu ófull­nægj­andi og „setji ráðu­neyti og Alþingi í erf­iða stöðu við fram­hald verks­ins.“ Þá segir enn frem­ur: „Grein­ing­ar­vinna er ófull­nægj­andi, matið byggir á of þröngu sjón­ar­horni, skortur er á sam­ræmi í ein­kunna­gjöf milli áfanga og nið­ur­stöður flokk­unar eru ekki nægi­lega rök­studd­ar.“ Frétta­blaðið greinir frá skýrsl­unni í dag. 

Verk­efn­is­stjórn þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar skil­aði skýrslu­drögum í maí síð­ast­liðn­um. OS sendi erindi ásamt fylgi­skjali sem inni­heldur gagn­rýni stofn­un­ar­innar til verk­efn­is­stjórn­ar, þar sem verk­efn­is­stjórn bað um umsagnir vegna skýrslu­drag­anna. 

Auglýsing

Gætt óhóf­legrar var­færni í flokkun

OS kemst að þeirri nið­ur­stöðu að for­sendur flokk­unar virkj­ana­kosta í vernd, bið eða nýt­ingu, byggi á veikum grunni og lýsi þröngri sýn vernd­un­ar. Þá er það mat Orku­stofn­unar að vinna verk­efn­is­stjórnar upp­fylli ekki mark­mið laga um vernd- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun nema að litlu leyt­i. 

„Gætt er óhóf­lega mik­illar var­færni við flokkun virkj­un­ar­kosta í nýt­ing­ar­flokk, virkj­un­ar­kostir eru flokk­aðir í bið­flokk án þess að for­sendur um skort á gögnum séu til staðar og í mörgum til­vikum eru atriði sem eðli­lega væru tekin fyrir á stigi umhverf­is­mats fram­kvæmda til­greind sem ástæða fyrir því að virkj­anir flokk­ast ekki í nýt­ing­ar­flokk,“ segir í skýrslu OS. „For­sendur fyrir ein­kunna­gjöf þeirra tveggja fag­hópa sem flokkun verk­efn­is­stjórnar byggir á eru ekki fyrir hendi og marg­vís­lega grunn­vinnu vantar til þess að hægt sé að bæta úr ann­mörkum þess­ara draga að loka­skýrslu fyrir end­an­lega útgáfu skýrsl­unn­ar.“

Segja mik­il­væg atriði vanta

Þá gagn­rýnir OS verk­efn­is­stjórn­ina fyrir að til­taka ekki í skýrslu­drög­unum ákveðin atriði sem skipti máli í flokkun virkj­ana­kosta. Þar er nefnt efna­hags­legt mik­il­vægi orku­fram­leiðsl­unnar fyrir hag­kerf­ið, Raf­orku­spá 2015 til 2050, umfjöllun um sam­fé­lags og efna­hags­leg áhrif í eldri skýrslum og verk­efn­um, umhverf­is­mál, loft­lags­mál og end­ur­nýj­an­lega orka og kerf­is­á­hættu og þjóðar­ör­yggi raf­orku­vinnsl­unn­ar.   

OS fer einnig yfir þá virkj­ana­kosti sem verk­efn­is­stjórn flokkar niður í vernd, bið eða nýt­ing­u. 

„Það er for­vitni­legt að bera saman rök­semdir fyrir því að virkj­un­ar­kostum sé raðað í nýt­ingu, vernd eða bið. Við þá skoðun kemur í ljós að sam­bæri­leg rök geta orðið til þess að virkj­un­ar­kostir lendi í hverjum sem er af þessum flokk­um,“ segir í skýrslu OS. 

Vilja færa úr bið í nýt­ing­ar­flokk

OS nefnir þar kosti sem eigi að setja í nýt­ing­ar­flokk, sem er á skjön við það sem verk­efn­is­stjórn seg­ir: Skrokköldu­virkj­un, Holta­virkj­un, Urriða­foss­virkjun og Trölla­dyngja. Varð­andi Hvera­hlíð II, sem verk­efn­is­stjórn telur að setja eigi í nýt­ing­ar­flokk, til­tekur OS sér­stak­lega að þar hafi verk­efn­is­stjórnin kom­ist að skyn­sam­legri nið­ur­stöðu.    

Í skýrslu sinni seg­ist OS von­ast til að draga megi lær­dóm af þeim ábend­ingum sem komi frá stofn­un­inni svo „næsta áfanga vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­unar verði tekið á öllum þeim þáttum sem mark­mið lag­anna ná yfir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None