Ásmundur fer hálfa leið gegn Ragnheiði Elínu

Ásmundur Friðriksson fer hálfa leið gegn Ragnheiði Elínu og Unni Brá og býður sig fram í 1. til 2. sæti Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Hann ætlar að halda áfram á sömu braut, sem hefur verið harðlega gagnrýnd í útlendingamálum.

Ásmundur Friðriksson
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son alþing­is­maður býður sig fram í fyrsta til annað sætið hjá Sjálf­stæð­is­flokknum í Suð­ur­kjör­dæmi í próf­kjör­inu sem fer fram 10. sept­em­ber næst­kom­andi. Hann til­kynnti þetta í dag. 

Fyrir eru Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, og Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir þing­maður í fyrsta og öðru sæti. Þær ætla báðar að sækj­ast eftir end­ur­kjöri og því fer Ásmundur hálf­part­inn gegn þeim báðum með því að gefa kost á sér í fyrsta og annað sæt­ið. 

Ásmundur greindi frá því fyrir nokkrum vikum að hann hefði fengið margar áskor­anir um að bjóða sig fram til for­ystu í kjör­dæm­inu, en einnig hafði verið skorað á Elliða Vign­is­son, bæj­ar­stjóra í Vest­manna­eyj­um, að gera það. Elliði gaf það út í síð­ustu viku að hann myndi ekki gefa kost á sér í próf­kjör­in­u. 

Auglýsing

„Ég lýsi því yfir að ég er til­bú­inn til að taka að mér for­ystu­hlut­verk á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar í haust ef ég fæ til þess stuðn­ing, en af hóg­værð sæk­ist ég eftir fyrst til öðru sæt­i,“ segir Ásmundur í yfir­lýs­ingu. Hann segir að hann hafi sýnt það að hann láti verkin tala og standi með sann­fær­ingu sinni „eins og fram hefur komið í mörgum mál­um. Ég mun halda áfram á þeirri braut sem ég hef markað mér og vinna með fólk­inu og atvinnu­líf­inu í Suð­ur­kjör­dæmi,“ segir hann jafn­framt.

Markað sér sér­stöðu í útlend­inga­málum

Meðal þeirra mála þar sem Ásmundur hefur fylgt sann­fær­ingu sinni, þvert á flokkslínu, eru útlend­inga­mál, en hann var einn tveggja þing­manna sem ekki greiddi atkvæði með nýjum útlend­inga­lögum þegar þau voru sam­þykkt í þverpóli­tískri sátt á Alþingi í byrjun sum­ar­s. 

Hann sagði breyt­ing­­arnar á lög­­unum miða að því að auð­velda fólki aðgang að land­inu. „Það er slakað á kröfum til fólks sem hingað kemur og þeim sem geta ekki fram­vísað papp­írum um að þau sýni fram á rétt­­mæt­i ­stað­hæf­inga sinna. Það er slakað á kröfum varð­andi mög­u­­leika ­yf­­ir­­valda til að ganga úr skugga um hvort ákveðnar stað­hæf­ing­ar eigi við rök að styðjast, eins og til dæmis varð­andi ald­­ur.“ Þá sé hvergi getið um öryggi lands­ins.

Hann sagði einnig þegar þessi mál voru rædd að mik­il­vægt væri að geta leyst úr málum „meints flótta­­fólks og hæl­­is­­leit­enda“ hratt og örugg­­lega. „Æski­­leg­t væri að það færi aldrei út af þeim stöðum sem það kem­ur til með flutn­ings­tæki til lands­ins, skipi eða flug­­­vél. Þá er einnig æski­­legt að yfir­­völd hefðu þann mann­afla og réðu yfir­ þeim úrræðum að geta vísað fólki sem sýnir ekki fram á full­nægj­andi heim­ildir til rétt­­mæti þess að fá að dvelj­­ast hér í landi út þegar í stað.“ 

Þá sagði Ásmundur að vel eigi að taka á móti þeim sem komi til Íslands í „rétt­­mætum erind­um“. Umsækj­endum um hæli standi til boða hús­næði, lág­­marks­fram­­færsla og nauð­­syn­­leg heil­brigð­is­­þjón­usta, þar á meðal vegna geð­ra­sk­ana. „Þetta er auð­vitað vel boðið og mun betri kjör en við Íslend­ingar búum ­sjálfir við. Hér er hús­næð­is­skort­­ur, við erum að sam­­þykkja hér lög í þing­inu um almennar íbúð­ir, að byggja 2.300 íbúð­ir ­fyrir þá sem minnst hafa á milli hand­anna. Eldri borg­­arar fá ekki inn á dval­­ar­heim­ilum og þeir sem þar búa búa við þau kjör að fá dag­pen­inga, rúmar 60 þús­und krónur á mán­uði og þurfa að ­borga lækn­is­­þjón­­ustu og heil­brigð­is­­þjón­­ustu. Varla eru það þau kjör sem við ætlum að bjóða þeim útlend­ingum sem hing­að vilja kom­a.“

Ásmundur hefur oft áður tjáð sig um útlend­inga­mál og oft þannig að það hafi verið gagn­rýnt. Um miðjan jan­úar spurði Ásmundur að því á Face­­book síðu sinni hvort bak­grunnur múslima á Íslandi hafi verið kann­að­­ur, og hvort ein­hverjir þeirra hafi farið í þjálf­un­­ar­­búðir hryðju­verka­­manna eða barist í löndum þar sem „óöld ríkir meðal múslima.“ Hann sagð­ist í kjöl­farið vera að vekja umræðu um þessi mál. „Ég velti því fyrir mér hvort við þurfum að hafa áhyggjur af því að hér leyn­ist slíkt fólk. Ég hef ekki hug­­mynd um það. Mér finnst að við eigum að taka umræð­una um það. Hvað við viljum gera og hvernig við viljum standa að þessu,“ sagði hann í við­tali við Vísi. 

Hann var í kjöl­farið gagn­rýndur mikið bæði innan flokks og utan. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None