Ásmundur fer hálfa leið gegn Ragnheiði Elínu

Ásmundur Friðriksson fer hálfa leið gegn Ragnheiði Elínu og Unni Brá og býður sig fram í 1. til 2. sæti Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Hann ætlar að halda áfram á sömu braut, sem hefur verið harðlega gagnrýnd í útlendingamálum.

Ásmundur Friðriksson
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son alþing­is­maður býður sig fram í fyrsta til annað sætið hjá Sjálf­stæð­is­flokknum í Suð­ur­kjör­dæmi í próf­kjör­inu sem fer fram 10. sept­em­ber næst­kom­andi. Hann til­kynnti þetta í dag. 

Fyrir eru Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, og Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir þing­maður í fyrsta og öðru sæti. Þær ætla báðar að sækj­ast eftir end­ur­kjöri og því fer Ásmundur hálf­part­inn gegn þeim báðum með því að gefa kost á sér í fyrsta og annað sæt­ið. 

Ásmundur greindi frá því fyrir nokkrum vikum að hann hefði fengið margar áskor­anir um að bjóða sig fram til for­ystu í kjör­dæm­inu, en einnig hafði verið skorað á Elliða Vign­is­son, bæj­ar­stjóra í Vest­manna­eyj­um, að gera það. Elliði gaf það út í síð­ustu viku að hann myndi ekki gefa kost á sér í próf­kjör­in­u. 

Auglýsing

„Ég lýsi því yfir að ég er til­bú­inn til að taka að mér for­ystu­hlut­verk á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar í haust ef ég fæ til þess stuðn­ing, en af hóg­værð sæk­ist ég eftir fyrst til öðru sæt­i,“ segir Ásmundur í yfir­lýs­ingu. Hann segir að hann hafi sýnt það að hann láti verkin tala og standi með sann­fær­ingu sinni „eins og fram hefur komið í mörgum mál­um. Ég mun halda áfram á þeirri braut sem ég hef markað mér og vinna með fólk­inu og atvinnu­líf­inu í Suð­ur­kjör­dæmi,“ segir hann jafn­framt.

Markað sér sér­stöðu í útlend­inga­málum

Meðal þeirra mála þar sem Ásmundur hefur fylgt sann­fær­ingu sinni, þvert á flokkslínu, eru útlend­inga­mál, en hann var einn tveggja þing­manna sem ekki greiddi atkvæði með nýjum útlend­inga­lögum þegar þau voru sam­þykkt í þverpóli­tískri sátt á Alþingi í byrjun sum­ar­s. 

Hann sagði breyt­ing­­arnar á lög­­unum miða að því að auð­velda fólki aðgang að land­inu. „Það er slakað á kröfum til fólks sem hingað kemur og þeim sem geta ekki fram­vísað papp­írum um að þau sýni fram á rétt­­mæt­i ­stað­hæf­inga sinna. Það er slakað á kröfum varð­andi mög­u­­leika ­yf­­ir­­valda til að ganga úr skugga um hvort ákveðnar stað­hæf­ing­ar eigi við rök að styðjast, eins og til dæmis varð­andi ald­­ur.“ Þá sé hvergi getið um öryggi lands­ins.

Hann sagði einnig þegar þessi mál voru rædd að mik­il­vægt væri að geta leyst úr málum „meints flótta­­fólks og hæl­­is­­leit­enda“ hratt og örugg­­lega. „Æski­­leg­t væri að það færi aldrei út af þeim stöðum sem það kem­ur til með flutn­ings­tæki til lands­ins, skipi eða flug­­­vél. Þá er einnig æski­­legt að yfir­­völd hefðu þann mann­afla og réðu yfir­ þeim úrræðum að geta vísað fólki sem sýnir ekki fram á full­nægj­andi heim­ildir til rétt­­mæti þess að fá að dvelj­­ast hér í landi út þegar í stað.“ 

Þá sagði Ásmundur að vel eigi að taka á móti þeim sem komi til Íslands í „rétt­­mætum erind­um“. Umsækj­endum um hæli standi til boða hús­næði, lág­­marks­fram­­færsla og nauð­­syn­­leg heil­brigð­is­­þjón­usta, þar á meðal vegna geð­ra­sk­ana. „Þetta er auð­vitað vel boðið og mun betri kjör en við Íslend­ingar búum ­sjálfir við. Hér er hús­næð­is­skort­­ur, við erum að sam­­þykkja hér lög í þing­inu um almennar íbúð­ir, að byggja 2.300 íbúð­ir ­fyrir þá sem minnst hafa á milli hand­anna. Eldri borg­­arar fá ekki inn á dval­­ar­heim­ilum og þeir sem þar búa búa við þau kjör að fá dag­pen­inga, rúmar 60 þús­und krónur á mán­uði og þurfa að ­borga lækn­is­­þjón­­ustu og heil­brigð­is­­þjón­­ustu. Varla eru það þau kjör sem við ætlum að bjóða þeim útlend­ingum sem hing­að vilja kom­a.“

Ásmundur hefur oft áður tjáð sig um útlend­inga­mál og oft þannig að það hafi verið gagn­rýnt. Um miðjan jan­úar spurði Ásmundur að því á Face­­book síðu sinni hvort bak­grunnur múslima á Íslandi hafi verið kann­að­­ur, og hvort ein­hverjir þeirra hafi farið í þjálf­un­­ar­­búðir hryðju­verka­­manna eða barist í löndum þar sem „óöld ríkir meðal múslima.“ Hann sagð­ist í kjöl­farið vera að vekja umræðu um þessi mál. „Ég velti því fyrir mér hvort við þurfum að hafa áhyggjur af því að hér leyn­ist slíkt fólk. Ég hef ekki hug­­mynd um það. Mér finnst að við eigum að taka umræð­una um það. Hvað við viljum gera og hvernig við viljum standa að þessu,“ sagði hann í við­tali við Vísi. 

Hann var í kjöl­farið gagn­rýndur mikið bæði innan flokks og utan. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None