Formaðurinn hefur ekki lesið gagnrýni Orkustofnunar

Formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar ætlar ekki að tjá sig um gagnrýni Orkustofnunar fyrr en allar umsagnir eru komnar fram. Hann segir líklega margar góðar ábendingar í skýrslu OS, en stofnunin fái ekki meiri athygli en aðrir.

rafmagnslínur í hvalfirði
Auglýsing

For­maður verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­un­ar, Stefán Gísla­son, hefur ekki lesið skýrslu Orku­stofn­unar (OS) þar sem aðferðir verk­efn­is­stjórn­ar­innar við þriðja áfanga vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun stjórn­valda er harð­lega gagn­rýnd. Stefán segir í sam­tali við Kjarn­ann að frestur til þess að skila inn athuga­semdum vegna skýrslu­draga um þriðja áfanga renni út í kvöld og gagn­rýni OS verði ekk­ert tekin fyrir sér­stak­lega. 

OS vill fleiri kosti í nýt­ingu

Í lok síð­asta mán­aðar sendi OS erindi ­ásamt fylg­i­skjali með gagn­rýni stofn­un­­ar­innar til verk­efn­is­­stjórn­­­ar. Það er meðal ann­ars mat OS að aðferðir verk­efn­is­­stjórnar séu á köflum ekki í sam­ræmi við lög, grein­ing­­ar­vinna sé ófull­nægj­andi og utan skyn­­sem­is­­marka, mat sé byggt á of þröngu sjón­­­ar­horni, skortur sé á sam­ræmi í ein­kunna­­gjöf og flokkun handa­hófs­­kennd og órök­studd. OS vill til að mynda setja mun fleiri virkj­ana­kosti í nýt­ing­ar­flokk heldur en verk­efn­is­stjórn­in.

Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar„Orku­stofnun fær ekk­ert meiri athygli en aðrir sem senda inn umsagn­ir,“ segir Stef­án. „Það mun senni­lega koma mikið af gagn­rýni í umsögnum og þær verða allar teknar fyrir sem heild. Það eru örugg­lega gagn­legar ábend­ingar í umsögn Orku­stofn­unar og þær verða teknar fyrir eins og aðrar athuga­semdir sem ber­ast.“ Stefán vill að öðru leiti ekki tjá sig um málið fyrr en umsókn­ar­frestur rennur út og allar umsagnir verði teknar sam­an. 

Auglýsing

Hlut­verk verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­unar er að veita ráð­herra ráð­gjöf um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða. Sam­kvæmt lögum um ramma­á­ætlun ber umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, í sam­ráði og sam­vinnu við ráð­herra þann sem fer með orku­mál, að leggja fram á Alþingi til­lögu um flokkun virkj­un­ar­kosta eigi sjaldnar en á fjög­urra ára fresti. Sex manns eru í verk­efn­is­stjórn­inni, tveir skip­aðir án til­nefn­ingar og fjórir skip­aðir af stjórn­völdum og sveit­ar­fé­lög­um. Verk­efn­is­stjórnin er skipuð til fjög­urra ára í senn. Núver­andi verk­efn­is­stjórn tók við árið 2013 og situr til 2017. 

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None