Formaðurinn hefur ekki lesið gagnrýni Orkustofnunar

Formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar ætlar ekki að tjá sig um gagnrýni Orkustofnunar fyrr en allar umsagnir eru komnar fram. Hann segir líklega margar góðar ábendingar í skýrslu OS, en stofnunin fái ekki meiri athygli en aðrir.

rafmagnslínur í hvalfirði
Auglýsing

For­maður verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­un­ar, Stefán Gísla­son, hefur ekki lesið skýrslu Orku­stofn­unar (OS) þar sem aðferðir verk­efn­is­stjórn­ar­innar við þriðja áfanga vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun stjórn­valda er harð­lega gagn­rýnd. Stefán segir í sam­tali við Kjarn­ann að frestur til þess að skila inn athuga­semdum vegna skýrslu­draga um þriðja áfanga renni út í kvöld og gagn­rýni OS verði ekk­ert tekin fyrir sér­stak­lega. 

OS vill fleiri kosti í nýt­ingu

Í lok síð­asta mán­aðar sendi OS erindi ­ásamt fylg­i­skjali með gagn­rýni stofn­un­­ar­innar til verk­efn­is­­stjórn­­­ar. Það er meðal ann­ars mat OS að aðferðir verk­efn­is­­stjórnar séu á köflum ekki í sam­ræmi við lög, grein­ing­­ar­vinna sé ófull­nægj­andi og utan skyn­­sem­is­­marka, mat sé byggt á of þröngu sjón­­­ar­horni, skortur sé á sam­ræmi í ein­kunna­­gjöf og flokkun handa­hófs­­kennd og órök­studd. OS vill til að mynda setja mun fleiri virkj­ana­kosti í nýt­ing­ar­flokk heldur en verk­efn­is­stjórn­in.

Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar„Orku­stofnun fær ekk­ert meiri athygli en aðrir sem senda inn umsagn­ir,“ segir Stef­án. „Það mun senni­lega koma mikið af gagn­rýni í umsögnum og þær verða allar teknar fyrir sem heild. Það eru örugg­lega gagn­legar ábend­ingar í umsögn Orku­stofn­unar og þær verða teknar fyrir eins og aðrar athuga­semdir sem ber­ast.“ Stefán vill að öðru leiti ekki tjá sig um málið fyrr en umsókn­ar­frestur rennur út og allar umsagnir verði teknar sam­an. 

Auglýsing

Hlut­verk verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­unar er að veita ráð­herra ráð­gjöf um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða. Sam­kvæmt lögum um ramma­á­ætlun ber umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, í sam­ráði og sam­vinnu við ráð­herra þann sem fer með orku­mál, að leggja fram á Alþingi til­lögu um flokkun virkj­un­ar­kosta eigi sjaldnar en á fjög­urra ára fresti. Sex manns eru í verk­efn­is­stjórn­inni, tveir skip­aðir án til­nefn­ingar og fjórir skip­aðir af stjórn­völdum og sveit­ar­fé­lög­um. Verk­efn­is­stjórnin er skipuð til fjög­urra ára í senn. Núver­andi verk­efn­is­stjórn tók við árið 2013 og situr til 2017. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None