Afþakka 35 milljónir fyrir Bretlandsmarkað

Framleiðendur smáforritsins Study Cake hafa afþakkað 35 milljónir frá fjárfestum sem áttu meðal annars að koma vörunni á markað í Bretlandi. Þremenningarnir ætla aftur í skóla. Um 9.000 manns hafa sótt sér smáforritið, sem stuðlar að auknum lestri barna.

Um 9.000 manns hafa sótt sér smáforritið Study Cake, sem er hannað til að auka og bæta lestur ungs fólks.
Um 9.000 manns hafa sótt sér smáforritið Study Cake, sem er hannað til að auka og bæta lestur ungs fólks.
Auglýsing

Fram­leið­endur íslenska lestr­ar­kennslu­smá­forrits­ins Study Cake hafa ákveðið að afþakka alla fjár­mögnun sem þeim bauðst til að halda þróun for­rits­ins áfram og setj­ast aftur á skóla­bekk. Þre­menn­ing­arnir afþökk­uðu nýverið um 35 millj­óna króna fjár­mögnun sem átti meðal ann­ars að hjálpa til við að koma vör­unni á markað í Bret­landi. Í bréfi sem þeir birta á heima­síðu sinni segja for­svars­menn Study Cake að í stað þess að fara í útrás, muni appið von­andi nýt­ast íslenskum skólum og fjöl­skyld­um. For­ritið miðar að því að efla læsi barna, í ljósi þess vax­andi vanda­máls sem minnk­andi lestur er.  

Fjár­festar sýndu áhuga

Stofn­end­urnir þrír, Kjartan Þór­is­son, Hörður Guð­munds­son og Krist­ján Ingi Geirs­son, fengu sím­tal í júní í fyrra þar sem þeim var boðið að taka þátt í Startup Reykja­vík. Hlut­irnir gerð­ust hratt eftir það. 

„Var­an, sem fékk nafnið Study Cake, var kynnt í höf­uð­stöðvum Arion Banka í ágúst 2015, en síðan sett­umst við að í Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands til þess að und­ir­búa okkur fyrir jan­ú­ar­út­gáfu apps­ins og mögu­lega fjár­mögn­un,“ segir í bréf­inu. Nokkrum mán­uðum síð­ar, í jan­úar síð­ast­liðn­um, var Study Cake 1.0 kynnt til sög­unnar og á innan við mán­uði höfðu um 5.000 manns sótt sér það. Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra hélt erindi á opn­un­ar­hóf­in­u. 

Auglýsing

Í kjöl­farið fóru fjár­festar að sýna vör­unni áhuga og end­aði það með því að hópur fjár­festa ætl­aði sér að setja 35 millj­ónir króna inn í félagið yfir 18 mán­aða tíma­bil. Það átti meðal ann­ars að hjálpa til með að koma Study Cake á markað í Bret­land­i. 

„Það var mik­ill léttir að semja um fjár­fest­ing­una og sjá að öll vinnan virt­ist vera að skila sér,“ segja þeir í bréf­inu. „Það fylgir því hins vegar mikil ábyrgð að taka við fjár­munum ann­ara. Áður en haf­ist er handa við að taka við pen­ing­um, sem á að eyða í fram­leiðslu og kynn­ing­u — verða frum­kvöðlar að spyrja sig mik­il­vægra spurn­inga. Er vanda­málið sem verið er að leysa nægi­lega stórt? Er varan vítamín eða með­al? Eru stofn­endur til­búnir til þess að vinna í þessu næstu 5 til 10 árin, og þar af leið­and­i — í okkar til­felli — er loka­mark­miðið þess virði að fresta háskóla­námi um ókomna tíð?“

Fóru frekar í skóla

Þeir komust að þeirri nið­ur­stöðu að setj­ast á skóla­bekk á ný í stað þess að „fórna næstu 10 árum við fram­leiðsl­una.“ Fjár­fest­arnir voru þar með boð­aðir á fund og pen­ing­arnir afþakk­að­ir. 

„Þetta var ein erf­ið­asta ákvörðun sem við höfum tek­ið, en við teljum okkar hags­munum betur borgið í því að snúa aftur á skóla­bekk, afla okkur þekk­ingar og nýrra hug­mynda, til þess að geta tek­ist á við allskyns vanda­mál í fram­tíð­inn­i,“ segir í bréf­inu.

Rúm­lega 9.000 manns hafa sótt for­ritið í síma sína eða spjald­tölvur og hefur það fengið tölu­verða athygl­i. 

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None