Afþakka 35 milljónir fyrir Bretlandsmarkað

Framleiðendur smáforritsins Study Cake hafa afþakkað 35 milljónir frá fjárfestum sem áttu meðal annars að koma vörunni á markað í Bretlandi. Þremenningarnir ætla aftur í skóla. Um 9.000 manns hafa sótt sér smáforritið, sem stuðlar að auknum lestri barna.

Um 9.000 manns hafa sótt sér smáforritið Study Cake, sem er hannað til að auka og bæta lestur ungs fólks.
Um 9.000 manns hafa sótt sér smáforritið Study Cake, sem er hannað til að auka og bæta lestur ungs fólks.
Auglýsing

Fram­leið­endur íslenska lestr­ar­kennslu­smá­forrits­ins Study Cake hafa ákveðið að afþakka alla fjár­mögnun sem þeim bauðst til að halda þróun for­rits­ins áfram og setj­ast aftur á skóla­bekk. Þre­menn­ing­arnir afþökk­uðu nýverið um 35 millj­óna króna fjár­mögnun sem átti meðal ann­ars að hjálpa til við að koma vör­unni á markað í Bret­landi. Í bréfi sem þeir birta á heima­síðu sinni segja for­svars­menn Study Cake að í stað þess að fara í útrás, muni appið von­andi nýt­ast íslenskum skólum og fjöl­skyld­um. For­ritið miðar að því að efla læsi barna, í ljósi þess vax­andi vanda­máls sem minnk­andi lestur er.  

Fjár­festar sýndu áhuga

Stofn­end­urnir þrír, Kjartan Þór­is­son, Hörður Guð­munds­son og Krist­ján Ingi Geirs­son, fengu sím­tal í júní í fyrra þar sem þeim var boðið að taka þátt í Startup Reykja­vík. Hlut­irnir gerð­ust hratt eftir það. 

„Var­an, sem fékk nafnið Study Cake, var kynnt í höf­uð­stöðvum Arion Banka í ágúst 2015, en síðan sett­umst við að í Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands til þess að und­ir­búa okkur fyrir jan­ú­ar­út­gáfu apps­ins og mögu­lega fjár­mögn­un,“ segir í bréf­inu. Nokkrum mán­uðum síð­ar, í jan­úar síð­ast­liðn­um, var Study Cake 1.0 kynnt til sög­unnar og á innan við mán­uði höfðu um 5.000 manns sótt sér það. Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra hélt erindi á opn­un­ar­hóf­in­u. 

Auglýsing

Í kjöl­farið fóru fjár­festar að sýna vör­unni áhuga og end­aði það með því að hópur fjár­festa ætl­aði sér að setja 35 millj­ónir króna inn í félagið yfir 18 mán­aða tíma­bil. Það átti meðal ann­ars að hjálpa til með að koma Study Cake á markað í Bret­land­i. 

„Það var mik­ill léttir að semja um fjár­fest­ing­una og sjá að öll vinnan virt­ist vera að skila sér,“ segja þeir í bréf­inu. „Það fylgir því hins vegar mikil ábyrgð að taka við fjár­munum ann­ara. Áður en haf­ist er handa við að taka við pen­ing­um, sem á að eyða í fram­leiðslu og kynn­ing­u — verða frum­kvöðlar að spyrja sig mik­il­vægra spurn­inga. Er vanda­málið sem verið er að leysa nægi­lega stórt? Er varan vítamín eða með­al? Eru stofn­endur til­búnir til þess að vinna í þessu næstu 5 til 10 árin, og þar af leið­and­i — í okkar til­felli — er loka­mark­miðið þess virði að fresta háskóla­námi um ókomna tíð?“

Fóru frekar í skóla

Þeir komust að þeirri nið­ur­stöðu að setj­ast á skóla­bekk á ný í stað þess að „fórna næstu 10 árum við fram­leiðsl­una.“ Fjár­fest­arnir voru þar með boð­aðir á fund og pen­ing­arnir afþakk­að­ir. 

„Þetta var ein erf­ið­asta ákvörðun sem við höfum tek­ið, en við teljum okkar hags­munum betur borgið í því að snúa aftur á skóla­bekk, afla okkur þekk­ingar og nýrra hug­mynda, til þess að geta tek­ist á við allskyns vanda­mál í fram­tíð­inn­i,“ segir í bréf­inu.

Rúm­lega 9.000 manns hafa sótt for­ritið í síma sína eða spjald­tölvur og hefur það fengið tölu­verða athygl­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None