Afþakka 35 milljónir fyrir Bretlandsmarkað

Framleiðendur smáforritsins Study Cake hafa afþakkað 35 milljónir frá fjárfestum sem áttu meðal annars að koma vörunni á markað í Bretlandi. Þremenningarnir ætla aftur í skóla. Um 9.000 manns hafa sótt sér smáforritið, sem stuðlar að auknum lestri barna.

Um 9.000 manns hafa sótt sér smáforritið Study Cake, sem er hannað til að auka og bæta lestur ungs fólks.
Um 9.000 manns hafa sótt sér smáforritið Study Cake, sem er hannað til að auka og bæta lestur ungs fólks.
Auglýsing

Fram­leið­endur íslenska lestr­ar­kennslu­smá­forrits­ins Study Cake hafa ákveðið að afþakka alla fjár­mögnun sem þeim bauðst til að halda þróun for­rits­ins áfram og setj­ast aftur á skóla­bekk. Þre­menn­ing­arnir afþökk­uðu nýverið um 35 millj­óna króna fjár­mögnun sem átti meðal ann­ars að hjálpa til við að koma vör­unni á markað í Bret­landi. Í bréfi sem þeir birta á heima­síðu sinni segja for­svars­menn Study Cake að í stað þess að fara í útrás, muni appið von­andi nýt­ast íslenskum skólum og fjöl­skyld­um. For­ritið miðar að því að efla læsi barna, í ljósi þess vax­andi vanda­máls sem minnk­andi lestur er.  

Fjár­festar sýndu áhuga

Stofn­end­urnir þrír, Kjartan Þór­is­son, Hörður Guð­munds­son og Krist­ján Ingi Geirs­son, fengu sím­tal í júní í fyrra þar sem þeim var boðið að taka þátt í Startup Reykja­vík. Hlut­irnir gerð­ust hratt eftir það. 

„Var­an, sem fékk nafnið Study Cake, var kynnt í höf­uð­stöðvum Arion Banka í ágúst 2015, en síðan sett­umst við að í Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands til þess að und­ir­búa okkur fyrir jan­ú­ar­út­gáfu apps­ins og mögu­lega fjár­mögn­un,“ segir í bréf­inu. Nokkrum mán­uðum síð­ar, í jan­úar síð­ast­liðn­um, var Study Cake 1.0 kynnt til sög­unnar og á innan við mán­uði höfðu um 5.000 manns sótt sér það. Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra hélt erindi á opn­un­ar­hóf­in­u. 

Auglýsing

Í kjöl­farið fóru fjár­festar að sýna vör­unni áhuga og end­aði það með því að hópur fjár­festa ætl­aði sér að setja 35 millj­ónir króna inn í félagið yfir 18 mán­aða tíma­bil. Það átti meðal ann­ars að hjálpa til með að koma Study Cake á markað í Bret­land­i. 

„Það var mik­ill léttir að semja um fjár­fest­ing­una og sjá að öll vinnan virt­ist vera að skila sér,“ segja þeir í bréf­inu. „Það fylgir því hins vegar mikil ábyrgð að taka við fjár­munum ann­ara. Áður en haf­ist er handa við að taka við pen­ing­um, sem á að eyða í fram­leiðslu og kynn­ing­u — verða frum­kvöðlar að spyrja sig mik­il­vægra spurn­inga. Er vanda­málið sem verið er að leysa nægi­lega stórt? Er varan vítamín eða með­al? Eru stofn­endur til­búnir til þess að vinna í þessu næstu 5 til 10 árin, og þar af leið­and­i — í okkar til­felli — er loka­mark­miðið þess virði að fresta háskóla­námi um ókomna tíð?“

Fóru frekar í skóla

Þeir komust að þeirri nið­ur­stöðu að setj­ast á skóla­bekk á ný í stað þess að „fórna næstu 10 árum við fram­leiðsl­una.“ Fjár­fest­arnir voru þar með boð­aðir á fund og pen­ing­arnir afþakk­að­ir. 

„Þetta var ein erf­ið­asta ákvörðun sem við höfum tek­ið, en við teljum okkar hags­munum betur borgið í því að snúa aftur á skóla­bekk, afla okkur þekk­ingar og nýrra hug­mynda, til þess að geta tek­ist á við allskyns vanda­mál í fram­tíð­inn­i,“ segir í bréf­inu.

Rúm­lega 9.000 manns hafa sótt for­ritið í síma sína eða spjald­tölvur og hefur það fengið tölu­verða athygl­i. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None