Framsóknarflokkur boðar til funda vegna kosninga

Haustfundur miðstjórnar Framsóknar verður í byrjun september. Eygló Harðardóttir hefur ekki ákveðið hvort hún myndi fara gegn Sigmundi.

Eygló Harðardóttir, ritari Framsóknarflokksins, hefur ekki viljað tjá sig við Kjarnann eftir að hún sagðist hafa verið í „slagsmálum“ við Bjarna Benediktsson um fjárveitingar til velferðarmála.
Eygló Harðardóttir, ritari Framsóknarflokksins, hefur ekki viljað tjá sig við Kjarnann eftir að hún sagðist hafa verið í „slagsmálum“ við Bjarna Benediktsson um fjárveitingar til velferðarmála.
Auglýsing

Lands­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins hefur ákveðið að haust­fundur mið­stjórnar flokks­ins verði hald­inn í byrjun sept­em­ber. Á þeim fundi verður svo ákveðið hvort boðað verði til flokks­þings, þar sem ný for­ysta verður val­in. Eygló Harð­ar­dótt­ir, rit­ari Fram­sókn­ar­flokks­ins, til­kynnti þetta á Face­book síðu sinni í gær eftir að lands­stjórn kom saman og fund­aði um mál­ið. Hún sagði svo við RÚV í morgun að hún hefði ekki ákveðið hvort hún myndi bjóða sig fram gegn Sig­mundi Davíð Gunn­laus­syni for­manni.

Fund­ar­boð verður sent á mið­stjórn­ar­menn á næstu dögum en einnig hefur verið boðað til auka­kjör­dæm­is­þinga í norð­aust­ur-, norð­vest­ur-, og suð­ur­kjör­dæmi þann 20. ágúst og suð­vest­ur­kjör­dæmi 25. ágúst. Þar verða aðferðir við val á listum ákveðn­ar. Reykja­vík­ur­kjör­dæmin tvö halda tvö­falt ­kjör­dæm­is­þing þann 27. ágúst til að velja fimm efstu sæt­in. 

Flestir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa und­ir­strikað að ekki verði gengið til kosn­inga fyrr en „stór mál“ eru kláruð á þing­inu og engin dag­setn­ing verði ákveðin fyrir kosn­ingar fyrr en þing verður komið saman á ný. Silja Dögg Gunn­ars­dóttir þing­maður hefur sagt að hún telji það hafa verið fljót­færni hjá ráða­mönnum að lofa kosn­ingum í haust. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur ekki úti­lokað að hann ætli sér aftur í rík­is­stjórn fyrir kosn­ing­ar, en hann ætlar að gefa kost á sér áfram fyrir norð­aust­ur­kjör­dæmi. Þó eru skiptar skoð­anir innan flokks­ins hvort Sig­mundur eigi áfram erindi þangað sem for­maður og þá líka sem oddi­viti norð­aust­ur­kjör­dæmis. Hann segir út í hött að ákveða kjör­dag strax. 

Auglýsing

Eygló hefur ekki viljað tjá sig við Kjarn­ann eftir að hún sagði í við­tali við RÚV að hún hafði staðið í slags­málum við Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra um fjár­veit­ingar til vel­ferð­ar­mála.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None