Framsóknarflokkur boðar til funda vegna kosninga

Haustfundur miðstjórnar Framsóknar verður í byrjun september. Eygló Harðardóttir hefur ekki ákveðið hvort hún myndi fara gegn Sigmundi.

Eygló Harðardóttir, ritari Framsóknarflokksins, hefur ekki viljað tjá sig við Kjarnann eftir að hún sagðist hafa verið í „slagsmálum“ við Bjarna Benediktsson um fjárveitingar til velferðarmála.
Eygló Harðardóttir, ritari Framsóknarflokksins, hefur ekki viljað tjá sig við Kjarnann eftir að hún sagðist hafa verið í „slagsmálum“ við Bjarna Benediktsson um fjárveitingar til velferðarmála.
Auglýsing

Lands­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins hefur ákveðið að haust­fundur mið­stjórnar flokks­ins verði hald­inn í byrjun sept­em­ber. Á þeim fundi verður svo ákveðið hvort boðað verði til flokks­þings, þar sem ný for­ysta verður val­in. Eygló Harð­ar­dótt­ir, rit­ari Fram­sókn­ar­flokks­ins, til­kynnti þetta á Face­book síðu sinni í gær eftir að lands­stjórn kom saman og fund­aði um mál­ið. Hún sagði svo við RÚV í morgun að hún hefði ekki ákveðið hvort hún myndi bjóða sig fram gegn Sig­mundi Davíð Gunn­laus­syni for­manni.

Fund­ar­boð verður sent á mið­stjórn­ar­menn á næstu dögum en einnig hefur verið boðað til auka­kjör­dæm­is­þinga í norð­aust­ur-, norð­vest­ur-, og suð­ur­kjör­dæmi þann 20. ágúst og suð­vest­ur­kjör­dæmi 25. ágúst. Þar verða aðferðir við val á listum ákveðn­ar. Reykja­vík­ur­kjör­dæmin tvö halda tvö­falt ­kjör­dæm­is­þing þann 27. ágúst til að velja fimm efstu sæt­in. 

Flestir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa und­ir­strikað að ekki verði gengið til kosn­inga fyrr en „stór mál“ eru kláruð á þing­inu og engin dag­setn­ing verði ákveðin fyrir kosn­ingar fyrr en þing verður komið saman á ný. Silja Dögg Gunn­ars­dóttir þing­maður hefur sagt að hún telji það hafa verið fljót­færni hjá ráða­mönnum að lofa kosn­ingum í haust. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur ekki úti­lokað að hann ætli sér aftur í rík­is­stjórn fyrir kosn­ing­ar, en hann ætlar að gefa kost á sér áfram fyrir norð­aust­ur­kjör­dæmi. Þó eru skiptar skoð­anir innan flokks­ins hvort Sig­mundur eigi áfram erindi þangað sem for­maður og þá líka sem oddi­viti norð­aust­ur­kjör­dæmis. Hann segir út í hött að ákveða kjör­dag strax. 

Auglýsing

Eygló hefur ekki viljað tjá sig við Kjarn­ann eftir að hún sagði í við­tali við RÚV að hún hafði staðið í slags­málum við Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra um fjár­veit­ingar til vel­ferð­ar­mála.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Kortu
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Kortu í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None