Ríkisstjórnin hefur aldrei sett haustkosningar á dagskrá

Komandi kosningar hafa aldrei verið settar formlega á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir að margt sé þó rætt í trúnaði þó að það fari ekki á formlega dagskrá. Fyrsti ríkisstjórnarfundur eftir sumarfrí var í morgun.

Ríkisstjórn Íslands kom saman í morgun í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Þar voru rædd mannréttindamál, málefni kirkjugarða og utanríkisráðherra fór yfir stöðuna í Tyrklandi.
Ríkisstjórn Íslands kom saman í morgun í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Þar voru rædd mannréttindamál, málefni kirkjugarða og utanríkisráðherra fór yfir stöðuna í Tyrklandi.
Auglýsing

Haust­kosn­ingar hafa aldrei komið á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar síðan Sig­urður Ingi Jóhanns­son tók við for­sæt­is­ráð­herra­emb­ætti í apr­íl. Rík­is­stjórnin hefur haldið 22 form­lega fundi síðan þá, en í til­kynn­ingum sem sendar hafa verið fjöl­miðlum eftir fund­ina hafa kosn­ingar aldrei verið á dag­skrá. Þá hefur form­lega til­laga um næstu kosn­ingar aldrei verið lögð fyrir rík­is­stjórn. 

Margt fari fram í trún­aði

Sig­urður Már Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, stað­festir í sam­tali við Kjarn­ann að haust­kosn­ingar hafi aldrei verið ræddar form­lega í rík­is­stjórn svo hann muni. Hann vill þó hafa þann fyr­ir­vara á að margt sé trún­að­ar­mál sem rætt sé í rík­is­stjórn og sum mál fari aldrei á form­lega dag­skrá.

„Bjarni og Sig­urður Ingi hafa báðir svarað mikið fyrir þetta,“ segir Sig­urður Már. „Þó að það fari ekki út sem form­leg dag­skrá gætu þeir hafa rætt þetta sín á milli undir ýmis­konar for­merkj­u­m.“ 

Auglýsing

Mann­rétt­indi, Tyrk­land og kirkju­garðar

Rík­is­stjórnin kom saman í morgun í fyrsta sinn eftir sum­ar­frí. Þau höfðu fundað form­lega síðan 5. júlí síð­ast­lið­inn. Á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar í morg­un, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, var úttekt Sam­ein­uðu þjóð­anna á mann­rétt­inda­málum og til­lögur á úrbótum í mál­efnum kirkju­garða. Þau mál komu frá Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra. Lilja Alfreðs­dóttir utan­rík­is­ráð­herra ræddi um stöð­una í Tyrk­landi eftir valda­ráns­til­lög­una. 

22 fundir án kosn­inga­um­ræðu

Á form­legri dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar þann 11. apr­íl, fyrsta fundi Sig­urðar Inga sem for­sæt­is­ráð­herra, ræddi Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra um upp­lýs­ingar um skatta­skjól og við­brögð stjórn­valda við þeim, Ólöf Nor­dal ræddi um frum­varp til laga um útlend­inga og utan­rík­is­ráð­herra dæddi um erlenda umfjöllun um Ísland tengdri Panama­skjöl­un­um. Síðan þá hefur rík­is­stjórnin fundað 21 sinn­i. 

Sam­kvæmt stjórn­ar­skránni verða 45 dagar að líða frá því að þing­rofs­heim­ild er sam­þykkt og og kosn­ingar fara fram. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None