Ríkisstjórnin hefur aldrei sett haustkosningar á dagskrá

Komandi kosningar hafa aldrei verið settar formlega á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir að margt sé þó rætt í trúnaði þó að það fari ekki á formlega dagskrá. Fyrsti ríkisstjórnarfundur eftir sumarfrí var í morgun.

Ríkisstjórn Íslands kom saman í morgun í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Þar voru rædd mannréttindamál, málefni kirkjugarða og utanríkisráðherra fór yfir stöðuna í Tyrklandi.
Ríkisstjórn Íslands kom saman í morgun í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Þar voru rædd mannréttindamál, málefni kirkjugarða og utanríkisráðherra fór yfir stöðuna í Tyrklandi.
Auglýsing

Haust­kosn­ingar hafa aldrei komið á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar síðan Sig­urður Ingi Jóhanns­son tók við for­sæt­is­ráð­herra­emb­ætti í apr­íl. Rík­is­stjórnin hefur haldið 22 form­lega fundi síðan þá, en í til­kynn­ingum sem sendar hafa verið fjöl­miðlum eftir fund­ina hafa kosn­ingar aldrei verið á dag­skrá. Þá hefur form­lega til­laga um næstu kosn­ingar aldrei verið lögð fyrir rík­is­stjórn. 

Margt fari fram í trún­aði

Sig­urður Már Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, stað­festir í sam­tali við Kjarn­ann að haust­kosn­ingar hafi aldrei verið ræddar form­lega í rík­is­stjórn svo hann muni. Hann vill þó hafa þann fyr­ir­vara á að margt sé trún­að­ar­mál sem rætt sé í rík­is­stjórn og sum mál fari aldrei á form­lega dag­skrá.

„Bjarni og Sig­urður Ingi hafa báðir svarað mikið fyrir þetta,“ segir Sig­urður Már. „Þó að það fari ekki út sem form­leg dag­skrá gætu þeir hafa rætt þetta sín á milli undir ýmis­konar for­merkj­u­m.“ 

Auglýsing

Mann­rétt­indi, Tyrk­land og kirkju­garðar

Rík­is­stjórnin kom saman í morgun í fyrsta sinn eftir sum­ar­frí. Þau höfðu fundað form­lega síðan 5. júlí síð­ast­lið­inn. Á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar í morg­un, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, var úttekt Sam­ein­uðu þjóð­anna á mann­rétt­inda­málum og til­lögur á úrbótum í mál­efnum kirkju­garða. Þau mál komu frá Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra. Lilja Alfreðs­dóttir utan­rík­is­ráð­herra ræddi um stöð­una í Tyrk­landi eftir valda­ráns­til­lög­una. 

22 fundir án kosn­inga­um­ræðu

Á form­legri dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar þann 11. apr­íl, fyrsta fundi Sig­urðar Inga sem for­sæt­is­ráð­herra, ræddi Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra um upp­lýs­ingar um skatta­skjól og við­brögð stjórn­valda við þeim, Ólöf Nor­dal ræddi um frum­varp til laga um útlend­inga og utan­rík­is­ráð­herra dæddi um erlenda umfjöllun um Ísland tengdri Panama­skjöl­un­um. Síðan þá hefur rík­is­stjórnin fundað 21 sinn­i. 

Sam­kvæmt stjórn­ar­skránni verða 45 dagar að líða frá því að þing­rofs­heim­ild er sam­þykkt og og kosn­ingar fara fram. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None