Bjarni og Sigurður Ingi
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, leið­togar rík­is­stjórnar Íslands, hafa lagt það til að kosið verði til Alþingis 29. októ­ber næst­kom­andi. Þetta var lagt fyrir á fundi þeirra með for­svars­mönnum stjórn­ar­and­stöð­unnar í dag. Þeir tóku vel í til­lög­una. Frá þessu er greint á RÚV.

Þar segir einnig að Bjarni telji að hægt verði að klára helstu mál rík­is­stjórn­ar­innar fyrir þann tíma en þá þurfi að lengja það þing sem nú stendur yfir. Auk þess verði fjár­laga­frum­varp ekki lagt fram fyrr en eftir kosn­ing­ar. 

Ekki hefur verið ein­ing um það á meðal þing­manna stjórn­ar­flokk­anna hvort kjósa eigi í haust líkt og lofað var þegar rík­is­stjórn Sig­urðar Inga var mynduð í apríl, eftir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sagði af sér vegna Wintris-­máls­ins, eða hvort að rík­is­stjórnin ætti að sitja út kjör­tíma­bil­i. 

Auglýsing

Sig­mundur Davíð hefur sjálfur talað mjög fyrir því að ekki verði kosið í haust og fengið stuðn­ing á meðal sumra þing­manna flokks síns. Bjarni hefur hins vegar verið skýr í sinni afstöðu. Í lok júlí sagði hann við RÚV„Þegar við end­­ur­nýj­uðum sam­­starf flokk­anna urðu breyt­ingar í rík­­is­­stjórn­­inni og við boð­uðum á sama tíma að við ætl­­uðum að ljúka ákveðnum verk­efnum og ganga svo til kosn­­inga. Ég sé ekki neitt hafa breyst í þeim efnum og sé í sjálfu sér ekk­ert sem ætti að koma í veg fyrir að við kjósum seint í októ­ber, sem er dag­­setn­ing sem nefnd hefur verið oft í þessu sam­­band­i.“ 

Sig­urður Ingi hefur einnig talað skýrt um að kosn­ingar fari fram í haust.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None