Andri Freyr Viðarsson, sem stýrt hefur útvarpsþættinum Virkir morgnar á Rás 2 árum saman, hefur ráðið sig sem yfirmann innlendrar dagskrárgerðar hjá framleiðslufyrirtækinu Republik Film Productions. Frá þessu er greint á Facebook-síðu fyrirtækisins. Þar segir að Andri Freyr muni þróa þróa hugmyndir og heimildarmyndir sem eru bæði á grunnstigum og nú þegar komnar í framleiðslu. „Þetta er mikill fengur fyrir Republik sem hefur í lengi haft áhuga á þessari tegund framleiðslu. Velkominn og djöfull hlökkum við til að vinna þér,“ segir enn fremur í færslunni.
Andri Freyr hefur starfað við fjölmiðla um margra ára skeið. Hann var meðal annars í aðalhlutverki í sjónvarpsþáttunum Andri á flandri sem sýndir hafa verið á RÚV.