Félögin fá 453 milljónir vegna árangurs Íslands á EM

Ótrúlegur árangur íslenska landsliðsins á EM í sumar skilaði KSÍ gríðarlegum tekjum. Sambandið hefur nú ákveðið hversu mikið hvert aðildarfélag fær í sinn hlut.
Ótrúlegur árangur íslenska landsliðsins á EM í sumar skilaði KSÍ gríðarlegum tekjum. Sambandið hefur nú ákveðið hversu mikið hvert aðildarfélag fær í sinn hlut.
Auglýsing

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) hefur greint frá því að aðild­ar­fé­lög þess fái 453 millj­ónir króna sem þau skipta á milli sín vegna árang­urs íslenska karla­lands­liðs­ins á EM í Frakk­landi í sum­ar, þar sem liðið komst í átta liða úrslit. Fjár­mun­irnir skipt­ast á milli félaga eftir árangri þeirra í deild­ar­keppni síð­ast­liðin þrjú ár. Hæstu greiðsl­una fá fimm úrvalds­deild­ar­fé­lög: Fylk­ir, Breiða­blik, Val­ur, Stjarnan og ÍBV. Þau fá 18,2 millj­ónir króna í sinn hlut hvert. Lægsta upp­hæð þeirra liða sem leika í dag í Pepsí-­deild karla fær Vík­ingur Ólafs­vík, eða 14,3 millj­ónir króna. 

Hægt er að sjá frek­ari skipt­ingu á greiðsl­unum og aðferð­ar­fræð­inni á bak­við þær hér. 

Lang­hæstu styrkir sem hafa farið til félaga

KSÍ greindi frá því á árs­þingi sam­bands­ins þann 13. febr­úar síð­ast­lið­inn hvernig styrkir og fram­lög þess til­ ­fé­lag­anna í ár áttu að skipt­­ast. Ljóst var að til­­kynn­ing­­ar­innar er beðið með tölu­verðri eft­ir­vænt­ingu, enda voru styrkir og fram­lög KSÍ til aðild­­ar­­fé­laga áætl­­aðir 413 millj­­ónir króna á árinu 2016. Það er lang­hæsta upp­­hæð sem KSÍ hefur nokkru sinni útdeilt til félag­anna, en til sam­an­­burðar fengu þau 147 millj­­ónir króna í fyrra.

Auglýsing

Ástæða aukn­ing­­ar­innar var sú að áætl­anir gerðu ráð fyrir að tekjur KSÍ myndu tvö­­fald­­ast í ár vegna þátt­­töku karla­lands­liðs­ins í knatt­­spyrnu EM í Frakk­landi. Velta sam­­bands­ins átti að fara úr 1.112 millj­­ónum króna í 2.263 millj­­ónir króna, aðal­­­lega vegna þess að styrkir frá knatt­­spyrn­u­­sam­­band­i ­Evr­­ópu (UEFA) færu úr 356 millj­­ónum króna í 1.506 millj­­ónir króna á milli ára. ­Sam­­kvæmt fjár­­hags­á­ætlun KSÍ sem birt var í febr­úar átti þessi gríð­­ar­­lega aukn­ing í veltu skila ­sam­­band­inu 600 millj­­ónum króna í hagnað á árinu 2016. Og aðild­­ar­­fé­lög ­sam­­bands­ins munu njóta þess.

Íslenska lands­liðið kom síðan öllum á óvart í sumar og komst mun lengra á EM en nokkur átti von á. Það varð til þess að tekj­urnar vegna þátt­töku liðs­ins urðu mun meiri en upp­haf­lega var áætl­að. Sam­kvæmt áætlun árs­ins var gert ráð fyrir að tekj­urnar vegna EM yrðu 1,1 millj­arður króna, en á end­anum voru þær nær 1,9 millj­örðum króna. Nú hefur sú aukn­ing á tekjum orðið til þess að sú upp­hæð sem rennur til aðild­ar­fé­laga verður 453 millj­ónir króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None