Félögin fá 453 milljónir vegna árangurs Íslands á EM

Ótrúlegur árangur íslenska landsliðsins á EM í sumar skilaði KSÍ gríðarlegum tekjum. Sambandið hefur nú ákveðið hversu mikið hvert aðildarfélag fær í sinn hlut.
Ótrúlegur árangur íslenska landsliðsins á EM í sumar skilaði KSÍ gríðarlegum tekjum. Sambandið hefur nú ákveðið hversu mikið hvert aðildarfélag fær í sinn hlut.
Auglýsing

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) hefur greint frá því að aðild­ar­fé­lög þess fái 453 millj­ónir króna sem þau skipta á milli sín vegna árang­urs íslenska karla­lands­liðs­ins á EM í Frakk­landi í sum­ar, þar sem liðið komst í átta liða úrslit. Fjár­mun­irnir skipt­ast á milli félaga eftir árangri þeirra í deild­ar­keppni síð­ast­liðin þrjú ár. Hæstu greiðsl­una fá fimm úrvalds­deild­ar­fé­lög: Fylk­ir, Breiða­blik, Val­ur, Stjarnan og ÍBV. Þau fá 18,2 millj­ónir króna í sinn hlut hvert. Lægsta upp­hæð þeirra liða sem leika í dag í Pepsí-­deild karla fær Vík­ingur Ólafs­vík, eða 14,3 millj­ónir króna. 

Hægt er að sjá frek­ari skipt­ingu á greiðsl­unum og aðferð­ar­fræð­inni á bak­við þær hér. 

Lang­hæstu styrkir sem hafa farið til félaga

KSÍ greindi frá því á árs­þingi sam­bands­ins þann 13. febr­úar síð­ast­lið­inn hvernig styrkir og fram­lög þess til­ ­fé­lag­anna í ár áttu að skipt­­ast. Ljóst var að til­­kynn­ing­­ar­innar er beðið með tölu­verðri eft­ir­vænt­ingu, enda voru styrkir og fram­lög KSÍ til aðild­­ar­­fé­laga áætl­­aðir 413 millj­­ónir króna á árinu 2016. Það er lang­hæsta upp­­hæð sem KSÍ hefur nokkru sinni útdeilt til félag­anna, en til sam­an­­burðar fengu þau 147 millj­­ónir króna í fyrra.

Auglýsing

Ástæða aukn­ing­­ar­innar var sú að áætl­anir gerðu ráð fyrir að tekjur KSÍ myndu tvö­­fald­­ast í ár vegna þátt­­töku karla­lands­liðs­ins í knatt­­spyrnu EM í Frakk­landi. Velta sam­­bands­ins átti að fara úr 1.112 millj­­ónum króna í 2.263 millj­­ónir króna, aðal­­­lega vegna þess að styrkir frá knatt­­spyrn­u­­sam­­band­i ­Evr­­ópu (UEFA) færu úr 356 millj­­ónum króna í 1.506 millj­­ónir króna á milli ára. ­Sam­­kvæmt fjár­­hags­á­ætlun KSÍ sem birt var í febr­úar átti þessi gríð­­ar­­lega aukn­ing í veltu skila ­sam­­band­inu 600 millj­­ónum króna í hagnað á árinu 2016. Og aðild­­ar­­fé­lög ­sam­­bands­ins munu njóta þess.

Íslenska lands­liðið kom síðan öllum á óvart í sumar og komst mun lengra á EM en nokkur átti von á. Það varð til þess að tekj­urnar vegna þátt­töku liðs­ins urðu mun meiri en upp­haf­lega var áætl­að. Sam­kvæmt áætlun árs­ins var gert ráð fyrir að tekj­urnar vegna EM yrðu 1,1 millj­arður króna, en á end­anum voru þær nær 1,9 millj­örðum króna. Nú hefur sú aukn­ing á tekjum orðið til þess að sú upp­hæð sem rennur til aðild­ar­fé­laga verður 453 millj­ónir króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None