Ráðuneytið neitar að afhenda skýrslu um Bessastaði

Rakaskemmdir og mygla fundust í íbúðarhúsi forsetans á Bessastöðum. Forsætisráðuneytið neitar að afhenda skýrslu um ástand íbúðarhússins, meðal annars á grundvelli öryggissjónarmiða

bessastaðir.jpg
Auglýsing

For­sæt­is­ráðu­neytið neitar að afhenda Kjarn­anum skýrslu um ástand húsa á Bessa­stöð­um, bústað for­seta Íslands. Ráðu­neytið ber því við að ekki sé hægt að opin­bera myndir og inn­rétt­ing­ar, sem koma fram í skýrsl­unni, meðal ann­ars vegna örygg­is­sjón­ar­miða. Þá segir enn fremur í svar­inu frá ráðu­neyt­inu, að sést hafi ummerki um myglu­vöxt á afmörk­uðum svæðum og raka­skemmdir séu sjá­an­leg­ar. 

Örygg­is­sjón­ar­mið og einka­hags­munir

Stefán Thors.Þetta kemur fram í svari Stef­áns Thors, húsa­meist­ara rík­is­ins, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um skýrslu sem unnin var um ástand húsa á Bessa­stöð­um. „For­sæt­is­ráðu­neytið telur sig ekki geta orðið við beiðni fjöl­miðla um að afhenda skýrsl­una vegna  ör­ygg­is­sjón­ar­miða, sbr. 1. tölul. 10. gr. upp­lýs­inga­laga nr. 140/2012, og einka­hags­muna, sbr. 9. gr. upp­lýs­inga­laga. Í skýrsl­unni eru teikn­ingar af hús­inu og ljós­myndir sem sýna hönnun og inn­rétt­ingar sem ekki er talið for­svar­an­legt að afhenda vegna örygg­is­sjón­ar­miða. Þá er hér um að ræða íbúð­ar­hús­næði for­seta Íslands og skýrslan unnin á meðan fyrr­ver­andi for­seta­hjón [Ólafur Ragnar Gríms­son og Dor­rit Moussai­eff] bjuggu í því.  Upp­lýs­ingar í skýrsl­unni kunna þar af leið­andi að falla að ein­hverju marki undir 9. gr. upp­lýs­inga­laga,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins. 

For­seta­hjónin Guðni Th. Jóhann­es­son og Eliza Jean Reid gátu ekki flutt inn í íbúð­ar­hús for­set­ans þar sem sinna þurfti við­haldi fyrst. Í svari Stef­áns kemur fram að skemmdir á hús­inu hafi meðal ann­ars verið vegna raka og myglu. „Við úttekt mátti sjá vís­bend­ingar um að þétt­ingar utan með gluggum væru farnar að gefa sig og  um­merki um raka á par­k­eti má lík­lega rekja til leka frá glugg­um. Í ljós kom einnig að raka­vörn á efri hæð er að hluta til óþétt auk þess sem loftun þaks­ins er sums­staðar  tak­mörkuð þar sem ein­angrun leggst alveg upp að borða­klæðn­ingu.  Sjá mátti ummerki um myglu­vöxt á borða­klæðn­ingu á afmörk­uðum svæð­u­m,“ segir í svari Stef­áns.

Auglýsing

Meta loft­gæði

Enn fremur kemur fram að mark­miðið með úttekt á hús­inu hafi verið að meta loft­gæði í helstu íveru­rým­um, og þá hvort raki og mygla væru að valda óheil­brigðu loft. „Mark­mið þeirrar úttektar á raka sem gerð var á hús­inu var að meta loft­gæði í helstu íveru­rýmum m.t.t. heil­brigðrar inni­vistar og kanna hvort raka­vanda­mál væru til stað­ar. Íbúð­ar­hús for­seta Íslands á Bessa­stöðum var tekið í notkun árið 1996 og því ýmis­legt sem þarf að yfir­fara en almennt er það mat iðn­að­ar­manna sem vinna að lag­fær­ingum að ástand húss­ins sé mjög gott. Það breytir auð­vitað ekki því að það er ýmis­legt sem þarf að gera. Á grund­velli skýrslu sér­fræð­inga er að hægt  að afmarka þá staði sem þarf að lag­færa sér­stak­lega og verður m.a. gert  við glugga.  Það liggja ekki fyrir end­an­legar nið­ur­stöður ástand eða nauð­syn­legar aðgerðir en þó stað­fest að ekki hefur fund­ist fúi,“ segir í svari Stef­áns.

Koma til móts við nýja tíma

Stefán segir enn­fremur að unnið sé að end­ur­bótum og breyt­ingum á hús­inu á Bessa­stöðum til að koma til móts við þarfir nýju for­seta­fjöl­skyld­unnar sem nú flytur í hús­ið, en Guðni og Eliza eiga fjögur börn saman á leik­skóla- og barna­skóla­aldri. „Það er lögð áhersla á að vinna  end­ur­bætur á hús­inu og koma í veg fyrir raka og myglu eins vel og kostur er en ljóst að það muni taka nokkrar vik­ur,“ segir í svari Stef­áns.

Árshækkun fasteignaverðs nú 1,3 prósent
Verulega hefur dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði að undanförnu.
Kjarninn 21. maí 2019
Viðar: Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum
Framkvæmdastjóri Eflingar vill að Harpan aflýsi viðburði sem á að fara fram 23. maí þar sem þekktur hægri öfgamaður á að koma fram.
Kjarninn 21. maí 2019
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir
Að borða fíl
Kjarninn 21. maí 2019
Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga
Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.
Kjarninn 21. maí 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé
Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.
Kjarninn 21. maí 2019
Píratar ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofu Alþingis
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segist telja að eftirlitsstofnanir séu mögulega viljandi undirfjármagnaðar. Það sé erfitt að vera að slást í því að auka gagnsæi og traust, en láta svo slá á puttana á sér þegar bent sé á að rannsaka þurfi meint misferli.
Kjarninn 21. maí 2019
Kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 21. maí 2019
Hæstiréttur vísar frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs
Hæstiréttur féllst í morgun á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í einum anga af Baugs-málinu svokallaða.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None