Ráðuneytið neitar að afhenda skýrslu um Bessastaði

Rakaskemmdir og mygla fundust í íbúðarhúsi forsetans á Bessastöðum. Forsætisráðuneytið neitar að afhenda skýrslu um ástand íbúðarhússins, meðal annars á grundvelli öryggissjónarmiða

bessastaðir.jpg
Auglýsing

For­sæt­is­ráðu­neytið neitar að afhenda Kjarn­anum skýrslu um ástand húsa á Bessa­stöð­um, bústað for­seta Íslands. Ráðu­neytið ber því við að ekki sé hægt að opin­bera myndir og inn­rétt­ing­ar, sem koma fram í skýrsl­unni, meðal ann­ars vegna örygg­is­sjón­ar­miða. Þá segir enn fremur í svar­inu frá ráðu­neyt­inu, að sést hafi ummerki um myglu­vöxt á afmörk­uðum svæðum og raka­skemmdir séu sjá­an­leg­ar. 

Örygg­is­sjón­ar­mið og einka­hags­munir

Stefán Thors.Þetta kemur fram í svari Stef­áns Thors, húsa­meist­ara rík­is­ins, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um skýrslu sem unnin var um ástand húsa á Bessa­stöð­um. „For­sæt­is­ráðu­neytið telur sig ekki geta orðið við beiðni fjöl­miðla um að afhenda skýrsl­una vegna  ör­ygg­is­sjón­ar­miða, sbr. 1. tölul. 10. gr. upp­lýs­inga­laga nr. 140/2012, og einka­hags­muna, sbr. 9. gr. upp­lýs­inga­laga. Í skýrsl­unni eru teikn­ingar af hús­inu og ljós­myndir sem sýna hönnun og inn­rétt­ingar sem ekki er talið for­svar­an­legt að afhenda vegna örygg­is­sjón­ar­miða. Þá er hér um að ræða íbúð­ar­hús­næði for­seta Íslands og skýrslan unnin á meðan fyrr­ver­andi for­seta­hjón [Ólafur Ragnar Gríms­son og Dor­rit Moussai­eff] bjuggu í því.  Upp­lýs­ingar í skýrsl­unni kunna þar af leið­andi að falla að ein­hverju marki undir 9. gr. upp­lýs­inga­laga,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins. 

For­seta­hjónin Guðni Th. Jóhann­es­son og Eliza Jean Reid gátu ekki flutt inn í íbúð­ar­hús for­set­ans þar sem sinna þurfti við­haldi fyrst. Í svari Stef­áns kemur fram að skemmdir á hús­inu hafi meðal ann­ars verið vegna raka og myglu. „Við úttekt mátti sjá vís­bend­ingar um að þétt­ingar utan með gluggum væru farnar að gefa sig og  um­merki um raka á par­k­eti má lík­lega rekja til leka frá glugg­um. Í ljós kom einnig að raka­vörn á efri hæð er að hluta til óþétt auk þess sem loftun þaks­ins er sums­staðar  tak­mörkuð þar sem ein­angrun leggst alveg upp að borða­klæðn­ingu.  Sjá mátti ummerki um myglu­vöxt á borða­klæðn­ingu á afmörk­uðum svæð­u­m,“ segir í svari Stef­áns.

Auglýsing

Meta loft­gæði

Enn fremur kemur fram að mark­miðið með úttekt á hús­inu hafi verið að meta loft­gæði í helstu íveru­rým­um, og þá hvort raki og mygla væru að valda óheil­brigðu loft. „Mark­mið þeirrar úttektar á raka sem gerð var á hús­inu var að meta loft­gæði í helstu íveru­rýmum m.t.t. heil­brigðrar inni­vistar og kanna hvort raka­vanda­mál væru til stað­ar. Íbúð­ar­hús for­seta Íslands á Bessa­stöðum var tekið í notkun árið 1996 og því ýmis­legt sem þarf að yfir­fara en almennt er það mat iðn­að­ar­manna sem vinna að lag­fær­ingum að ástand húss­ins sé mjög gott. Það breytir auð­vitað ekki því að það er ýmis­legt sem þarf að gera. Á grund­velli skýrslu sér­fræð­inga er að hægt  að afmarka þá staði sem þarf að lag­færa sér­stak­lega og verður m.a. gert  við glugga.  Það liggja ekki fyrir end­an­legar nið­ur­stöður ástand eða nauð­syn­legar aðgerðir en þó stað­fest að ekki hefur fund­ist fúi,“ segir í svari Stef­áns.

Koma til móts við nýja tíma

Stefán segir enn­fremur að unnið sé að end­ur­bótum og breyt­ingum á hús­inu á Bessa­stöðum til að koma til móts við þarfir nýju for­seta­fjöl­skyld­unnar sem nú flytur í hús­ið, en Guðni og Eliza eiga fjögur börn saman á leik­skóla- og barna­skóla­aldri. „Það er lögð áhersla á að vinna  end­ur­bætur á hús­inu og koma í veg fyrir raka og myglu eins vel og kostur er en ljóst að það muni taka nokkrar vik­ur,“ segir í svari Stef­áns.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None