Eina konan sem stýrir skráðu félagi hérlendis hættir

Forstjóraskipti í VÍS voru ákveðin í gær. Sigrún Ragna Ólafsdóttir verður ekki með frekari viðveru á skrifstofum félagsins en mun vera því til halds og trausts á meðan að nýr forstjóri kemur sér inn í starfið. Engin kona stýrir nú skráðu félagi á Íslandi.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir hringir bjöllunni frægu þegar VÍS var skráð á hlutabréfamarkað.
Sigrún Ragna Ólafsdóttir hringir bjöllunni frægu þegar VÍS var skráð á hlutabréfamarkað.
Auglýsing

Stjórn Vátrygg­inga­fé­lags Íslands (VÍS) hefur samið við Sig­rúnu Rögnu Ólafs­dótt­ur, for­stjóra félags­ins, um að láta af störf­um. Þess í stað hefur Jakob Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Promens, verið ráð­inn í starf­ið. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands sem send var út í nótt. Sig­rún Ragna var eina konan sem stýrði skráðu félagi á Íslandi. Nú er því eng­inn kona í slíku starfi, en alls eru 16 félög skráð á aðal­markað Kaup­hallar Íslands. 

Her­dís Fjel­sted, stjórn­ar­for­maður VÍS, segir ákvörð­un­ina um for­stjóra­skiptin hafi verið tekna í gær. Þá hafi verið samið við Sig­rúnu Rögnu um að hætta og Jakob ráð­inn í kjöl­far­ið. Her­dís segir að engin ein ástæða sé fyrir for­stjóra­skipt­un­um. „Við töldum rétt að nýr aðili myndi koma að þessu. Það er ekk­ert eitt. Sig­rún var búin að vera hjá VÍS í mörg ár á miklum umbrota­tímum og hafði gert fullt af góðum hlut­u­m.”

Sig­rún Ragna mun ekki vera með frek­ari við­veru á skrif­stofu VÍS en mun vera félag­inu til halds og trausts á meðan að nýr for­stjóri kemur sér inn í starf­ið. Aðspurð um hvort vænta megi stefnu­breyt­ingar með til­komu nýs for­stjóra segir Her­dís að nýjar áherslur fylgi alltaf nýjum for­stjór­um. 

Auglýsing

VÍS birti í síð­ustu viku upp­gjör sitt fyrir fyrstu sex mán­uði árs­ins. Þar kom fram að hagn­aður af rekstri félags­ins hafi verið 238 millj­ónir króna á fyrri hluta árs sam­an­borið við 1.419 millj­ónir króna árið áður. Helsta ástæða þess að hagn­að­ur­inn dróst svona mikið saman er að tekjur af fjár­fest­inga­starf­semi fóru úr 2.065 millj­ónum króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2015 í 636 millj­ónir króna á sama tíma­bili í ár.

Mik­ill ólgu­sjór út af ætl­uðum arð­greiðslum

VÍS gekk í gegnum mik­inn ólgu­sjó snemma á þessu ári ásamt öðrum skráðum trygg­inga­fé­lögum í kjöl­far þess að til­kynnt var um háar arð­greiðslur til eig­enda þeirra. Til­­lögur stjórna þriggja stærstu trygg­inga­­fé­laga lands­ins, VÍS, Trygg­ing­­ar­mið­­stöð (TM) og Sjó­vá, hljóð­uðu upp á að greiða eig­endum sínum sam­an­lagt 9,6 millj­­arða króna í arð og kaupa af þeim hluta­bréf upp á 3,5 millj­­arða króna. Þessar til­lögur mæld­ust mjög illa fyr­ir, bæði hjá almenn­ingi og stjórn­mála­mönn­um. Sér­­stak­­lega þar sem hagn­aður tveggja þeirra, VÍS og Sjó­vár, á árinu 2015 var mun lægri en fyr­ir­huguð arð­greiðsla. VÍS hagn­að­ist um 2,1 millj­­arð króna í fyrra en ætl­aði að greiða hlut­höfum sínum út fimm millj­­arða króna í arð. Sjóvá hagn­að­ist um 657 millj­­ónir króna en ætlað að greiða út 3,1 millj­­arð króna í arð. TM hagn­að­ist hins vegar um 2,5 millj­­arða króna og ætl­aði að greiða hlut­höfum sínum út 1,5 millj­­arð króna.

Bæði Sjóvá og VÍS ákváðu síðar að lækka arð­greiðsl­una. Sjóvá lækk­aði sína úr 3,1 millj­arði króna niður í 657 millj­ónir króna. Stjórn VÍS ákvað að lækka sína arð­greiðslu úr fimm millj­örðum króna í 2.067 millj­­ónir króna. Þetta er gert þrátt fyrir að stjórnin teldi að arð­greiðslu­til­kynn­ingar hennar hafi verið vel innan þess ramman sem mark­mið um fjár­­­magns­­skipan félags­­ins gerir ráð fyr­­ir.

Í til­­kynn­ing­u sem send var út í kjöl­farið sagði að við­­skipta­vinir og starfs­­menn VÍS skipti félagið miklu. Stjórnin getur ekki horft fram hjá þeirri stað­­reynd að fylgi hún núver­andi arð­greiðslu­­stefnu, þá geti það skaðað orð­­spor fyr­ir­tæk­is­ins. Í því ljósi hefur stjórn ákveðið að leggja til að greiðsla sé miðuð við hagnað síð­­asta árs. Stjórn VÍS telur mik­il­vægt að fram fari umræða innan félags­­ins, meðal hlut­hafa og út í sam­­fé­lag­inu um lang­­tíma­­stefnu varð­andi ráð­­stöfun fjár­­muna sem ekki nýt­­ast rekstri skráðra félaga á mark­að­i.“

Of margar konur í fram­boði til stjórnar

Á aðal­fundi VÍS sem fram fór í mars kom upp sér­kenni­leg staða sem varð til þess að fresta þurfti fund­in­um. Af þeim fimm sem buðu sig fram til stjórn­ar­setu í félag­inu voru fjórar konur og einn karl, sem gerði það ómög­u­­legt að mynda stjórn sem upp­­­fyllti kröfur laga um kynja­kvóta, sem gerir ráð fyrir að minnsta kosti 40 pró­­sent stjórnar séu af hvoru kyni. Því þurfti að halda fram­halds­að­al­fund þar sem kosin var ný stjórn. Í henni sitja tvær konur og þrír karl­ar.

Fréttin var upp­færð klukkan 10:02.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None