Samherji hagnaðist um 13,9 milljarða í fyrra

Afkoma Samherja hefur verið afar góð undanfarin ár. Heildartekjur í fyrra námu 84 milljörðum króna.

Samherji
Auglýsing

Hagn­aður Sam­herja rekstr­ar­árið 2015 var 13,9 millj­arðar króna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem birt hefur verið á vef Sam­herjaSam­tals greiddi Sam­herji 4,3 millj­arða króna til opin­berra aðila á Íslandi vegna rekst­urs árs­ins 2015. Tekju­skattur starfs­manna nam að auki 2,2 millj­örðum króna.

Heild­ar­tekjur í fyrra námu 84 millj­örðum króna, sem gerir fyr­ir­tækið að lang­sam­lega stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins. 

Rúmur helm­ingur af starf­semi Sam­herja sam­stæð­unnar er erlend­is. Sam­herji og dótt­ur­fé­lög eru með rekstur í 12 löndum og sam­stæðan er gerð upp í átta mynt­um, segir í til­kynn­ing­u. Skuld­bind­ingar vegna fjár­fest­inga sem stofnað var til árið 2015 nema um 30 millj­örð­um. „Rekstr­ar­tekjur sam­stæðu Sam­herja voru tæpir 84 millj­arðar króna árið 2015. Hagn­aður fyrir afskriftir og fjár­magnsliði nam 19,9 millj­örðum króna, sam­an­borið við 16,4 millj­arða árið á und­an. Afkoma af reglu­legri starf­semi árs­ins 2015 var betri en árið á undan sem skýrist af góðri afkomu erlendrar starf­semi. Tekjur juk­ust á flestum svið­um, nettó fjár­magns­gjöld án geng­is­munar voru mun lægri vegna minni skuld­setn­ingar en á móti kom að geng­is­munur var óhag­stæð­ari. Hagn­aður fyrir tekju­skatt nam 17,4 millj­örðum og að teknu til­liti til tekju­skatts var hagn­aður árs­ins,“ segir í til­kynn­ingu Sam­herj­a. 

Auglýsing

Samherji er með afar traustan efnahag. Eins og hér sést, er eiginfjárhlutfall fyrirtækisins tæpla 70 prósent, og eignir metnar 119 milljarðar króna.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og einn stærsti eig­andi, segir að rekst­ur­inn hafi gengið vel, og að efna­hag­ur­inn sé traust­ur. Hann segir að staðan sé mis­jöfn á helstu mörk­uð­u­m. „Fyr­ir­huguð útganga Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu mun hins vegar hafa nei­kvæð áhrif á afkomu okk­ar, að minnsta kosti til skamms tíma á meðan pundið er veikt. Stór hluti þorskaf­urða félags­ins er seldur í Bret­landi. Staða upp­sjáv­ar­mark­aða hefur verið mjög óviss vegna inn­flutn­ings­banns Rússa á íslenskar afurðir en einnig er ástandið ótraust bæði í Úkra­ínu og Níger­íu, sem eru mik­il­vægir mark­aðir okkar fyrir upp­sjáv­ar­af­urð­ir,“ segir Þor­steinn Már.

Lagt er til að hlut­hafar Sam­herja, þar sem stærstir eru frænd­urnir Þor­steinn Már Bald­vins­son og Krist­ján Vil­helms­son, fái 1,4 millj­arða arð­greiðslu vegna árs­ins í fyrra. Það nemur um tíu pró­sent af hagn­aði árs­ins.

Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None