Samherji hagnaðist um 13,9 milljarða í fyrra

Afkoma Samherja hefur verið afar góð undanfarin ár. Heildartekjur í fyrra námu 84 milljörðum króna.

Samherji
Auglýsing

Hagn­aður Sam­herja rekstr­ar­árið 2015 var 13,9 millj­arðar króna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem birt hefur verið á vef Sam­herjaSam­tals greiddi Sam­herji 4,3 millj­arða króna til opin­berra aðila á Íslandi vegna rekst­urs árs­ins 2015. Tekju­skattur starfs­manna nam að auki 2,2 millj­örðum króna.

Heild­ar­tekjur í fyrra námu 84 millj­örðum króna, sem gerir fyr­ir­tækið að lang­sam­lega stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins. 

Rúmur helm­ingur af starf­semi Sam­herja sam­stæð­unnar er erlend­is. Sam­herji og dótt­ur­fé­lög eru með rekstur í 12 löndum og sam­stæðan er gerð upp í átta mynt­um, segir í til­kynn­ing­u. Skuld­bind­ingar vegna fjár­fest­inga sem stofnað var til árið 2015 nema um 30 millj­örð­um. „Rekstr­ar­tekjur sam­stæðu Sam­herja voru tæpir 84 millj­arðar króna árið 2015. Hagn­aður fyrir afskriftir og fjár­magnsliði nam 19,9 millj­örðum króna, sam­an­borið við 16,4 millj­arða árið á und­an. Afkoma af reglu­legri starf­semi árs­ins 2015 var betri en árið á undan sem skýrist af góðri afkomu erlendrar starf­semi. Tekjur juk­ust á flestum svið­um, nettó fjár­magns­gjöld án geng­is­munar voru mun lægri vegna minni skuld­setn­ingar en á móti kom að geng­is­munur var óhag­stæð­ari. Hagn­aður fyrir tekju­skatt nam 17,4 millj­örðum og að teknu til­liti til tekju­skatts var hagn­aður árs­ins,“ segir í til­kynn­ingu Sam­herj­a. 

Auglýsing

Samherji er með afar traustan efnahag. Eins og hér sést, er eiginfjárhlutfall fyrirtækisins tæpla 70 prósent, og eignir metnar 119 milljarðar króna.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og einn stærsti eig­andi, segir að rekst­ur­inn hafi gengið vel, og að efna­hag­ur­inn sé traust­ur. Hann segir að staðan sé mis­jöfn á helstu mörk­uð­u­m. „Fyr­ir­huguð útganga Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu mun hins vegar hafa nei­kvæð áhrif á afkomu okk­ar, að minnsta kosti til skamms tíma á meðan pundið er veikt. Stór hluti þorskaf­urða félags­ins er seldur í Bret­landi. Staða upp­sjáv­ar­mark­aða hefur verið mjög óviss vegna inn­flutn­ings­banns Rússa á íslenskar afurðir en einnig er ástandið ótraust bæði í Úkra­ínu og Níger­íu, sem eru mik­il­vægir mark­aðir okkar fyrir upp­sjáv­ar­af­urð­ir,“ segir Þor­steinn Már.

Lagt er til að hlut­hafar Sam­herja, þar sem stærstir eru frænd­urnir Þor­steinn Már Bald­vins­son og Krist­ján Vil­helms­son, fái 1,4 millj­arða arð­greiðslu vegna árs­ins í fyrra. Það nemur um tíu pró­sent af hagn­aði árs­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None