Kaupþing borgar 30 manns 1,5 milljarð fyrir að gera störf sín óþörf

Kaupþing
Auglýsing

Til­gangur kaupauka­á­ætl­unar Kaup­þings er að hámarka virði eigna félags­ins til hags­bóta fyrir hlut­hafa þess, að halda mik­il­vægum starfs­mönnum eins lengi og þörf sé á og til að hvetja starfs­menn félags­ins til að vinna skil­virkt að því að gera störf sín óþörf. Fyrir þetta ætlar Kaup­þing, sem er eign­ar­halds­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir slita­bús Kaup­þings, að greiða um 30 manna hópi starfs­manna sinna allt að 9,3 millj­ónir punda, eða um 1,5 millj­arða íslenskra króna. Einu starfs­menn Kaup­þings sem falla ekki undir kaupauka­á­ætl­un­ina eru tveir æðstu stjórn­endur félags­ins. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Kaup­þing birti á heima­síðu sinni í dag Greint hefur verið frá því að hugs­an­lega verði komið upp sér­stöku kaupauka­kerfi fyrir helstu stjórn­endur og stjórn Kaup­þings til við­bótar við það sem gildir fyrir starfs­menn. 

Vænt­an­legar bón­us­greiðslur félaga sem halda utan um eft­ir­stand­andi eignir slita­búa föllnu bank­anna hafa vakið mikla reiði í sam­fé­lag­inu und­an­farna daga. Greint hefur verið frá því að félög sem halda utan um eft­ir­stand­andi eignir gamla Lands­bank­ans, Glitnis og Kaup­þings ætli öll að greiða starfs­mönnum sínum gríð­ar­lega háar upp­hæðir fyrir að koma eign­unum í verð.

Auglýsing

Bón­us­greiðslur til starfs­manna Kaup­þings eiga að greið­ast út ekki síðar en í lok apríl 2018. Stærsta eign félags­ins er 87 pró­sent hlutur í Arion banka, við­skipta­banka sem starfar aðal­lega á íslenskum mark­aði og er að mestu fjár­magn­aður með inn­lán­um. Aðrar eignir félags­ins eru að mestu erlendar og í til­kynn­ingu frá félag­inu er sér­stak­lega tekið fram að það eigi hvorki íslensk veð né íslenskar hús­næð­is­skuld­ir. Þá séu um 93 pró­sent hlut­hafa Kaup­þings, sem áður voru kröfu­hafar slita­bús bank­ans, erlend­ir. Þar sem Kaup­þing sé eign­ar­halds­fé­lag, ekki banki né ann­ars konar fjár­mála­fyr­ir­tæki, gilda reglur um kaupauka­kerfi fjár­mála­fyr­ir­tækja sem tak­marka slíka ekki um það.

Kaupauka­á­ætl­unin var sam­þykkt af hlut­höfum Kaup­þings á þriðju­dags­kvöld. Þar kusu 91 pró­sent hlut­hafa með henni en fyr­ir­svars­menn 88 pró­sent eign­ar­hlutar í félag­inu mætti á fund­inn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None