Kaupþing borgar 30 manns 1,5 milljarð fyrir að gera störf sín óþörf

Kaupþing
Auglýsing

Til­gangur kaupauka­á­ætl­unar Kaup­þings er að hámarka virði eigna félags­ins til hags­bóta fyrir hlut­hafa þess, að halda mik­il­vægum starfs­mönnum eins lengi og þörf sé á og til að hvetja starfs­menn félags­ins til að vinna skil­virkt að því að gera störf sín óþörf. Fyrir þetta ætlar Kaup­þing, sem er eign­ar­halds­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir slita­bús Kaup­þings, að greiða um 30 manna hópi starfs­manna sinna allt að 9,3 millj­ónir punda, eða um 1,5 millj­arða íslenskra króna. Einu starfs­menn Kaup­þings sem falla ekki undir kaupauka­á­ætl­un­ina eru tveir æðstu stjórn­endur félags­ins. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Kaup­þing birti á heima­síðu sinni í dag Greint hefur verið frá því að hugs­an­lega verði komið upp sér­stöku kaupauka­kerfi fyrir helstu stjórn­endur og stjórn Kaup­þings til við­bótar við það sem gildir fyrir starfs­menn. 

Vænt­an­legar bón­us­greiðslur félaga sem halda utan um eft­ir­stand­andi eignir slita­búa föllnu bank­anna hafa vakið mikla reiði í sam­fé­lag­inu und­an­farna daga. Greint hefur verið frá því að félög sem halda utan um eft­ir­stand­andi eignir gamla Lands­bank­ans, Glitnis og Kaup­þings ætli öll að greiða starfs­mönnum sínum gríð­ar­lega háar upp­hæðir fyrir að koma eign­unum í verð.

Auglýsing

Bón­us­greiðslur til starfs­manna Kaup­þings eiga að greið­ast út ekki síðar en í lok apríl 2018. Stærsta eign félags­ins er 87 pró­sent hlutur í Arion banka, við­skipta­banka sem starfar aðal­lega á íslenskum mark­aði og er að mestu fjár­magn­aður með inn­lán­um. Aðrar eignir félags­ins eru að mestu erlendar og í til­kynn­ingu frá félag­inu er sér­stak­lega tekið fram að það eigi hvorki íslensk veð né íslenskar hús­næð­is­skuld­ir. Þá séu um 93 pró­sent hlut­hafa Kaup­þings, sem áður voru kröfu­hafar slita­bús bank­ans, erlend­ir. Þar sem Kaup­þing sé eign­ar­halds­fé­lag, ekki banki né ann­ars konar fjár­mála­fyr­ir­tæki, gilda reglur um kaupauka­kerfi fjár­mála­fyr­ir­tækja sem tak­marka slíka ekki um það.

Kaupauka­á­ætl­unin var sam­þykkt af hlut­höfum Kaup­þings á þriðju­dags­kvöld. Þar kusu 91 pró­sent hlut­hafa með henni en fyr­ir­svars­menn 88 pró­sent eign­ar­hlutar í félag­inu mætti á fund­inn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None