Þrír af hverjum fjórum vilja að stjórnvöld geri meira til að hjálpa flóttafólki

epaselect-germany-migrants_21031357606_o.jpg
Auglýsing

Tæp­lega 74% Íslend­inga eru þeirrar skoð­unar að íslensk stjórn­völd eigi að gera meira til að hjálpa fólki sem er á flótta undan stríði eða ofsókn­um. Konur eru miklu lík­legri til að vilja að stjórn­völd geri meira en karl­ar, 81,5% kvenna vilja að stjórn­völd geri meira, en 66,5% karla. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Mask­ína gerði fyrir Amnesty á Ísland­i. 

Þá er líka munur eftir aldri og búsetu svar­enda. 83,5 pró­sent þeirra sem eru yngri en 25 ára vilja sjá stjórn­völd gera meira, 75,3 pró­sent 25-34 ára og 82,7 pró­sent þeirra sem eru á aldr­inum 35-44 ára. 67,7 pró­sent þeirra sem eru 45-54 ára vilja gera meira og 66,1 pró­sent þeirra sem eru 55 ára og eldri. 

83,5 pró­sent íbúa í Reykja­vík vilja að stjórn­völd geri meira til þess að hjálpa flótta­mönn­um, en 71,3 pró­sent þeirra sem búa í nágranna­sveit­ar­fé­lögum borg­ar­inn­ar. 67,1 pró­sent íbúa á Suð­ur­landi og Reykja­nesi , 71,3 pró­sent þeirra sem búa á Vest­ur­landi og Vest­fjörð­um, 68,2 pró­sent á Norð­ur­landi og 72 pró­sent á Aust­ur­landi vilja að íslensk stjórn­völd geri meira til að hjálpa þeim sem eru á flótta. 

Auglýsing

Tæp 15% vilja ekki að flótta­menn komi til Íslands 

14,5 pró­sent aðspurðra vilja ekki að flótta­menn komi til Íslands. Hlut­fallið er 18,1 pró­sent meðal karla en 10,8 pró­sent meðal kvenna. Hlut­fall þeirra sem vilja ekki fá flótta­menn til Íslands hækkar með aldr­inu, er 12,6% hjá fólki yngra en 35 ára, 14,7% hjá 35-64 ára og 18,6% hjá þeim sem eru 65 ára og eldri. 12,9% íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vilja ekki fá flótta­menn til Íslands en 17,4% íbúa í öðrum sveit­ar­fé­lög­um. 

Mark­tækur munur er á skoð­unum fólks á komu flótta­manna eftir mennt­un. 20,5% þeirra sem hafa grunn­skóla­menntun vilja ekki fá flótta­menn til Íslands á meðan 9,2% þeirra sem hafa háskóla­próf vilja ekki fá flótta­menn. Hlut­fallið er 18,3% hjá þeim sem hafa fram­halds­skóla­próf eða iðn­mennt­un. 

Tæp­lega 13 pró­sent segj­ast til­búin að leyfa flótta­mönnum að búa á heim­ili sínu og ríflega helm­ingur þeirra sem svör­uðu könn­un­inni eru til­búnir að leyfa flótta­mönnum að búa í hverf­inu sínu. Til við­bótar segj­ast 9,1% til í leyfa flótta­mönnum að búa í borg­inni, bænum eða sveit­ar­fé­lag­inu sem þau búa í, 11,5% á Íslandi, og sem fyrr segir vilja 14,5% ekki að flótta­menn komi til Íslands. 

15 pró­sent fólks sem er yngra en 35 ára er reiðu­búið að hýsa flótta­menn á heim­ili sínu, 12,8 pró­sent fólks 36 til 64 ára en 5,9 pró­sent þeirra sem eru eldri en 65 ára. Þá vekur athygli að hæst hlut­fall fólks í lægsta tekju­hópnum er reiðu­búið að hýsa flótta­menn á heim­ili sínu. Einn af hverjum fimm, eða 21,7% þeirra sem hafa undir 400 þús­und krónur á mán­uði eru reiðu­búnir að hýsa flótta­menn á heim­ili sínu, en 9,2% þeirra sem hafa 550-799 þús­und á mán­uð­i. 

15% finnst ekki að flótta­menn eigi að geta leitað hælis í öðrum lönd­um 

Mik­ill meiri­hluti svar­enda í könn­un­inni eru einnig þeirrar skoð­unar að almennt eigi flótta­menn sem flýja stríð eða ofsóknir að geta leitað hælis í öðrum lönd­um. Þó eru 9,9% frekar ósam­mála og 5,5% mjög ósam­mála því. Konur eru mark­tækt meira sam­mála því að flótta­menn eigi að geta leitað hælis í öðrum lönd­um, 86,5% þeirra eru þeirrar skoð­unar en 82,8% karla. 

Svar­endur í könnun Mask­ínu voru 1.159 tals­ins, en könn­unin fór fram 22. júlí til 2. ágúst. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None