Þrír af hverjum fjórum vilja að stjórnvöld geri meira til að hjálpa flóttafólki

epaselect-germany-migrants_21031357606_o.jpg
Auglýsing

Tæp­lega 74% Íslend­inga eru þeirrar skoð­unar að íslensk stjórn­völd eigi að gera meira til að hjálpa fólki sem er á flótta undan stríði eða ofsókn­um. Konur eru miklu lík­legri til að vilja að stjórn­völd geri meira en karl­ar, 81,5% kvenna vilja að stjórn­völd geri meira, en 66,5% karla. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Mask­ína gerði fyrir Amnesty á Ísland­i. 

Þá er líka munur eftir aldri og búsetu svar­enda. 83,5 pró­sent þeirra sem eru yngri en 25 ára vilja sjá stjórn­völd gera meira, 75,3 pró­sent 25-34 ára og 82,7 pró­sent þeirra sem eru á aldr­inum 35-44 ára. 67,7 pró­sent þeirra sem eru 45-54 ára vilja gera meira og 66,1 pró­sent þeirra sem eru 55 ára og eldri. 

83,5 pró­sent íbúa í Reykja­vík vilja að stjórn­völd geri meira til þess að hjálpa flótta­mönn­um, en 71,3 pró­sent þeirra sem búa í nágranna­sveit­ar­fé­lögum borg­ar­inn­ar. 67,1 pró­sent íbúa á Suð­ur­landi og Reykja­nesi , 71,3 pró­sent þeirra sem búa á Vest­ur­landi og Vest­fjörð­um, 68,2 pró­sent á Norð­ur­landi og 72 pró­sent á Aust­ur­landi vilja að íslensk stjórn­völd geri meira til að hjálpa þeim sem eru á flótta. 

Auglýsing

Tæp 15% vilja ekki að flótta­menn komi til Íslands 

14,5 pró­sent aðspurðra vilja ekki að flótta­menn komi til Íslands. Hlut­fallið er 18,1 pró­sent meðal karla en 10,8 pró­sent meðal kvenna. Hlut­fall þeirra sem vilja ekki fá flótta­menn til Íslands hækkar með aldr­inu, er 12,6% hjá fólki yngra en 35 ára, 14,7% hjá 35-64 ára og 18,6% hjá þeim sem eru 65 ára og eldri. 12,9% íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vilja ekki fá flótta­menn til Íslands en 17,4% íbúa í öðrum sveit­ar­fé­lög­um. 

Mark­tækur munur er á skoð­unum fólks á komu flótta­manna eftir mennt­un. 20,5% þeirra sem hafa grunn­skóla­menntun vilja ekki fá flótta­menn til Íslands á meðan 9,2% þeirra sem hafa háskóla­próf vilja ekki fá flótta­menn. Hlut­fallið er 18,3% hjá þeim sem hafa fram­halds­skóla­próf eða iðn­mennt­un. 

Tæp­lega 13 pró­sent segj­ast til­búin að leyfa flótta­mönnum að búa á heim­ili sínu og ríflega helm­ingur þeirra sem svör­uðu könn­un­inni eru til­búnir að leyfa flótta­mönnum að búa í hverf­inu sínu. Til við­bótar segj­ast 9,1% til í leyfa flótta­mönnum að búa í borg­inni, bænum eða sveit­ar­fé­lag­inu sem þau búa í, 11,5% á Íslandi, og sem fyrr segir vilja 14,5% ekki að flótta­menn komi til Íslands. 

15 pró­sent fólks sem er yngra en 35 ára er reiðu­búið að hýsa flótta­menn á heim­ili sínu, 12,8 pró­sent fólks 36 til 64 ára en 5,9 pró­sent þeirra sem eru eldri en 65 ára. Þá vekur athygli að hæst hlut­fall fólks í lægsta tekju­hópnum er reiðu­búið að hýsa flótta­menn á heim­ili sínu. Einn af hverjum fimm, eða 21,7% þeirra sem hafa undir 400 þús­und krónur á mán­uði eru reiðu­búnir að hýsa flótta­menn á heim­ili sínu, en 9,2% þeirra sem hafa 550-799 þús­und á mán­uð­i. 

15% finnst ekki að flótta­menn eigi að geta leitað hælis í öðrum lönd­um 

Mik­ill meiri­hluti svar­enda í könn­un­inni eru einnig þeirrar skoð­unar að almennt eigi flótta­menn sem flýja stríð eða ofsóknir að geta leitað hælis í öðrum lönd­um. Þó eru 9,9% frekar ósam­mála og 5,5% mjög ósam­mála því. Konur eru mark­tækt meira sam­mála því að flótta­menn eigi að geta leitað hælis í öðrum lönd­um, 86,5% þeirra eru þeirrar skoð­unar en 82,8% karla. 

Svar­endur í könnun Mask­ínu voru 1.159 tals­ins, en könn­unin fór fram 22. júlí til 2. ágúst. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None