Helmingur starfsfólks leikskóla ófaglært

Leikskólabörnum á Íslandi fækkaði á milli áranna 2014 og 2015. Yfir helmingur starfsmanna leikskóla eru ófaglærðir og menntuðum leiksskólakennurum hefur fækkað um 202 á tveimur árum. Útlenskum börnum hefur hins vegar fjölgað mikið.

Börn
Auglýsing

Leik­skól­um, leik­skóla­börnum og starfs­fólki sem starfar á leik­skólum fækkar á milli ára á Íslandi. Í des­em­ber síð­ast­liðnum sóttu alls 19.362 börn leik­skóla, eða 576 færri en á sama tíma árið áður. Fækk­unin stafar af fámenn­ari árgöng­um. Þetta kemur fram í nýrri frétt frá Hag­stofu Íslands. 

Leik­skólum fækk­aði um fjóra á milli ára og voru 251 í lok síð­asta árs. Flestir voru þeir 282 árið 2009 og hefur því fækkað um 31 síðan þá. Sveita­fé­lög reka 86 pró­sent allra leik­skóla á land­inu.

Yfir helm­ingur starfs­fólks ómennt­aður

Mennt­uðum leik­skóla­kenn­urum sem starfa á leik­skólum hefur fækkað nokkuð hratt á und­an­förnum árum, eða um 202 frá árinu 2013. Í des­em­ber í fyrra voru þeir 1.758 tals­ins eða um þriðj­ungur starfs­manna leik­skóla. Starf­andi leik­skóla­kenn­urum hefur fækkað um 202 frá árinu 2013 þegar þeir voru flest­ir. Starfs­mönnum sem lokið hafa annarri upp­eld­is­menntun hefur einnig fækkað mik­ið, eða um 97 frá árinu 2014. 

Auglýsing

Ófag­lærðum starfs­mönnum hefur á hinn bóg­inn fjölgað mikið og þewir eru nú rúm­lega helm­ingur (52,2 pró­sent) allra starfs­manna leiks­skóla lands­ins. Þeim hefur fjölgað árlega frá árinu 2011. Körlum sem starfa á leik­skólum fækk­aði á síð­asta ári um 34 og voru 350 tals­ins í des­em­ber 2015. Þá voru þeir 5,9 pró­sent allra starfs­manna leik­skóla lands­ins. 

Börnum sem njóta sér­staks stuðn­ings fjölg­aði á milli áranna 2014 og 2015 og eru drengir sem fyrr fleiri í þeim hópi en stúlk­ur. 

Við­vera barna á leik­skólum hefur hægt og bít­andi verið að lengj­ast und­an­farin ár. Í des­em­ber 2015 voru um 87 pró­sent barna lengur en átta tíma á dag á leik­skóla. Árið 1998 var það hlut­fall 40,3 pró­sent. Börnum sem dvelja ein­ungis hálfan dag­inn á leik­skóla hefur fækkað mik­ið.

Þús­und fleiri börn með erlent rík­is­fang en 2001

Fjöl­menn­ingin skilar sér einnig inn á leik­skól­anna. Árið 2001 var eitt pró­sent leik­skóla­barna með erlent rík­is­fang en í des­em­ber síð­ast­liðnum voru sex pró­sent þeirra með slíkt. Fjöldi barna með erlent rík­is­fang óx úr 159 árið 2001 í 1.165 í fyrra. Þeim fækk­aði þó á síð­asta ári um 69 og er það í fyrsta sinn sem börnum með erlent rík­is­fang fækkar á milli ára frá því að Hag­stofan hóf að taka saman upp­lýs­ingar um þau skömmu eftir síð­ustu ald­ar­mót. 

Börnum með erlent móð­ur­mál hefur fjölgað úr 755 árið 2001 og eru nú 2.435 tals­ins, eða 12,6 pró­sent allra leik­skóla­barna. Þeim fjölg­aði um 238 í fyrra. Í frétt Hag­stof­unnar segir að pólska sé algeng­asta erlenda tungu­mál leik­skóla­barna og að 935 börn hafi haft pólsku að móð­ur­máli í des­em­ber í fyrra. Næst flest börn eiga ensku að móð­ur­máli og því næst fil­ippseysk mál. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Í örvæntingarfullri leit að upprunanum
Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?
Kjarninn 13. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 14. þáttur: Maðurinn sem breytti sér í múmíu
Kjarninn 13. ágúst 2020
Oddný G. Harðardóttir
Hækkum atvinnuleysisbætur!
Kjarninn 13. ágúst 2020
Útgáfufélag DV og tengdra miðla tapaði yfir 600 milljónum á 28 mánuðum
Frjáls fjölmiðlun tapaði 21,5 milljón króna á mánuði frá því að félagið keypti DV og tengda miðla og fram að síðustu áramótum. Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar fjármagnaði tapreksturinn með vaxtalausu láni.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Búið að ráða í stöðu framkvæmdastjóra eldvarnasviðs HMS á Sauðárkróki
Stefnt er að því að eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar taki til starfa á Sauðárkróki 1. október næstkomandi. Sjö nýir starfsmenn verða ráðnir auk framkvæmdastjóra en enginn af núverandi starfsmönnum HMS á sviðinu mun flytja norður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Fyrsta bakarí Brauð og Co. opnaði á Frakkastíg í mars 2016.
Skeljungur búinn að kaupa fjórðungshlut í bæði Gló og Brauð & Co
Greint er frá því í árshlutauppgjöri Skeljungs að fyrirtækið hafi fest kaup á 25 prósent hlut í bakarískeðjunni Brauð & Co og veitingastaðakeðjunni Gló á síðasta ársfjórðungi. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Herbert Herbertsson
Þeim er fórnandi, eða (ásættanleg áhætta)
Kjarninn 12. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None