Helmingur starfsfólks leikskóla ófaglært

Leikskólabörnum á Íslandi fækkaði á milli áranna 2014 og 2015. Yfir helmingur starfsmanna leikskóla eru ófaglærðir og menntuðum leiksskólakennurum hefur fækkað um 202 á tveimur árum. Útlenskum börnum hefur hins vegar fjölgað mikið.

Börn
Auglýsing

Leik­skól­um, leik­skóla­börnum og starfs­fólki sem starfar á leik­skólum fækkar á milli ára á Íslandi. Í des­em­ber síð­ast­liðnum sóttu alls 19.362 börn leik­skóla, eða 576 færri en á sama tíma árið áður. Fækk­unin stafar af fámenn­ari árgöng­um. Þetta kemur fram í nýrri frétt frá Hag­stofu Íslands. 

Leik­skólum fækk­aði um fjóra á milli ára og voru 251 í lok síð­asta árs. Flestir voru þeir 282 árið 2009 og hefur því fækkað um 31 síðan þá. Sveita­fé­lög reka 86 pró­sent allra leik­skóla á land­inu.

Yfir helm­ingur starfs­fólks ómennt­aður

Mennt­uðum leik­skóla­kenn­urum sem starfa á leik­skólum hefur fækkað nokkuð hratt á und­an­förnum árum, eða um 202 frá árinu 2013. Í des­em­ber í fyrra voru þeir 1.758 tals­ins eða um þriðj­ungur starfs­manna leik­skóla. Starf­andi leik­skóla­kenn­urum hefur fækkað um 202 frá árinu 2013 þegar þeir voru flest­ir. Starfs­mönnum sem lokið hafa annarri upp­eld­is­menntun hefur einnig fækkað mik­ið, eða um 97 frá árinu 2014. 

Auglýsing

Ófag­lærðum starfs­mönnum hefur á hinn bóg­inn fjölgað mikið og þewir eru nú rúm­lega helm­ingur (52,2 pró­sent) allra starfs­manna leiks­skóla lands­ins. Þeim hefur fjölgað árlega frá árinu 2011. Körlum sem starfa á leik­skólum fækk­aði á síð­asta ári um 34 og voru 350 tals­ins í des­em­ber 2015. Þá voru þeir 5,9 pró­sent allra starfs­manna leik­skóla lands­ins. 

Börnum sem njóta sér­staks stuðn­ings fjölg­aði á milli áranna 2014 og 2015 og eru drengir sem fyrr fleiri í þeim hópi en stúlk­ur. 

Við­vera barna á leik­skólum hefur hægt og bít­andi verið að lengj­ast und­an­farin ár. Í des­em­ber 2015 voru um 87 pró­sent barna lengur en átta tíma á dag á leik­skóla. Árið 1998 var það hlut­fall 40,3 pró­sent. Börnum sem dvelja ein­ungis hálfan dag­inn á leik­skóla hefur fækkað mik­ið.

Þús­und fleiri börn með erlent rík­is­fang en 2001

Fjöl­menn­ingin skilar sér einnig inn á leik­skól­anna. Árið 2001 var eitt pró­sent leik­skóla­barna með erlent rík­is­fang en í des­em­ber síð­ast­liðnum voru sex pró­sent þeirra með slíkt. Fjöldi barna með erlent rík­is­fang óx úr 159 árið 2001 í 1.165 í fyrra. Þeim fækk­aði þó á síð­asta ári um 69 og er það í fyrsta sinn sem börnum með erlent rík­is­fang fækkar á milli ára frá því að Hag­stofan hóf að taka saman upp­lýs­ingar um þau skömmu eftir síð­ustu ald­ar­mót. 

Börnum með erlent móð­ur­mál hefur fjölgað úr 755 árið 2001 og eru nú 2.435 tals­ins, eða 12,6 pró­sent allra leik­skóla­barna. Þeim fjölg­aði um 238 í fyrra. Í frétt Hag­stof­unnar segir að pólska sé algeng­asta erlenda tungu­mál leik­skóla­barna og að 935 börn hafi haft pólsku að móð­ur­máli í des­em­ber í fyrra. Næst flest börn eiga ensku að móð­ur­máli og því næst fil­ippseysk mál. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None