Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðfest að þau hafi sprengt kjarnorkusprengju í gær og að skotið hafi tekist vel. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC, en jarðskjálfti upp á 5,3 á Richter-kvarða fannst í grennd við sprengjusvæðið.
Þetta er í fimmta skipti sem Norður-Kórea er uppvís af kjarnorkutilraunum sem þessum en svo virðist sem sprengjan hafi aldrei áður verið jafn öflug í tilraunum þeirra.
Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu staðfesti sprengjuna skömmu eftir að jarðskjálftar mældust, og var sprengjan sögðu hafa heppnast vel.
Yfirvöld í Suður-Kóreu telja að þetta sé stærsta tilraunaskot Norður-Kóreu til þessa, og hafa fordæmt sprenginguna harðlega og sagt hana til marks um „brjálæði“ einræðisherrans Kim Jong-un. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar fordæmt spreninguna og sagt að hún geti haft alvarlega afleiðingar.
Í frétt BBC kemur fram, að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi rætt við yfirvöld í Japan og Suður-Kóreu, og fullvissað þau um skilyrðislausan stuðning vegna ógnarinnar frá Norður-Kóreu.
Samkvæmt frétt New York Times er þetta fimmta kjarnorkusprengingin í tilraunaskyni sem Norður-Kórea framkvæmir, og sú umfangsmesta til þessa.
Stjórnvöld í Suður-Kóreu lögðu áherslu á að óhjákvæmilegt væri, að alþjóðasamfélagið myndi fordæma aðgerðirnar og einangra Norður-Kóreu enn meira. Park Geun-Hye, forseti Suður-Kóreu, sagði ekki hægt að sitja aðgerðarlaus hjá í þetta skiptið.
Fréttin verður uppfærð.