Sigurður Ingi sækist ekki eftir varaformannssæti

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­sæt­is­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætlar ekki að gefa kost á sér sem vara­for­maður flokks­ins á ný. Þetta til­kynnti Sig­urður Ingi Fram­sókn­ar­mönnum þegar hann kvaddi sér hljóðs á haust­fundi mið­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks­ins sem fram fór á Akur­eyri í dag, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Ástæð­una segir hann vera sam­skipta­örð­ug­leikar í for­ystu flokks­ins. Ekki var gert ráð fyrir því að for­sæt­is­ráð­herra myndi tala í dag­skrá fund­ar­ins. Frá þessu var einnig greint á RÚV.

Í kvöld­fréttum RÚV kom fram að á fund­inum hafi margir hvatt Sig­urð Inga til að gefa kost á sér sem for­maður flokks­ins á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokk­ins 1. októ­ber og fara gegn Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni sem hefur lýst því yfir að vilji áfram vera for­maður flokks­ins. Sig­urður Ingi til­kynnti hins vegar ekki um neitt slíkt en skaut föstum skotum að Sig­mundi Davíð og fleirum innan for­ystu flokks­ins.

Þegar Kjarn­inn óskaði eftir við­brögðum frá Sig­urði Inga feng­ust þau svör að á fund­inum hafi farið fram „[f]ínar og hrein­skiptar umræð­ur“. „Ráð­herra mun hins vegar ekki tjá sig um ein­stök atriði sem koma fram á lok­uðum fundum Fram­sókn­ar­flokks­ins.“

Auglýsing

Haust­fundi mið­stjórnar flokks­ins lauk laust fyrir klukkan 18. Sig­mundur Davíð setti fund­inn klukkan 13 og flutti rúm­lega klukku­stundar langt erindi þar sem hann fór um víðan völl; lýsti stjórn­mála­á­stand­inu í heim­inum í dag og árangri rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili.

Nafn Sig­urðar Inga hefur ítrekað komið upp þegar rætt erum hugs­an­lega for­manns­fram­bjóð­endur gegn Sig­mundi Davíð í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Einnig hefur Eygló Harð­ar­dóttir verið nefnd sem lík­legur fram­bjóð­andi. Sig­urður Ingi vildi ekki svara því í við­tali í kvöld­fréttum Stöðvar 2 hvort hann sæk­ist eftir for­manns­emb­ætt­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None