Neyðarfundur hjá Demókrötum vegna veikinda Hillary Clinton

Hillary Clinton hefur verið greind með lungnabólgu og hvílist nú eftir að hafa þurft að yfirgefa 9/11 minningarstund í New York. Þekktur blaðamaður fullyrðir að Demókratar fundi vegna möguleikans á því að hún þurfi að draga sig úr forsetaslagnum.

Hillary Clinton
Auglýsing

For­seta­efni Demókrata í Banda­ríkj­un­um, Hill­ary Clint­on, hefur verið greind með lungna­bólgu og er sögð þurfa að taka því rólega næstu daga og vikur vegna lungna­bólgu og ofhitn­un­ar. Hún þurfti að yfir­gefa minn­ing­ar­stund í til­efni af því að fimmtán eru liðin frá árás­unum 11. sept­em­ber. Hún sást yfir­gefa minn­ing­ar­stund­ina í New York, og var þá ekki í jafn­vægi, sam­kvæmt mynd­skeiðum sem náð­ust af því þegar hún steig upp í bíl og var svo ekið á brott.Auglýsing

David Shuster, sem hlotið hefur Emmy verð­laun fyrir frétta­mennsku sína fyrir MSNBC, greindi frá því á Twitter svæði sínu að Demókratar væru nú að skipu­leggja neyð­ar­fund og ræða mögu­leik­ann á því að Hill­ary þurfi að draga fram­boð sitt til baka vegna veik­inda, en kosið verður í Banda­ríkj­unum 8. nóv­em­ber, eða innan við tvo mán­uð­i. 

Clint­on, sem er 68 ára göm­ul, hefur mælst með for­skot á keppi­naut sinn Don­ald J. Trump, sem er sjö­tug­ur, í skoð­ana­könn­unum að und­an­förnu, en sveifl­urnar hafa þó verið nokkrar, og hefur Trump verið að sækja í sig veðrið í sumum þeirra. 

Orðrómur um að Clinton sé að glíma við veik­indi hefur verið áber­andi í umfjöll­unum fjöl­miðla að und­an­förnu hér vestan hafs, einkum á vef­síð­um, en aldrei hefur þó verið að stað­fest að hún eigi við veik­indi að stríða fyrir nú. Í umfjöll­unum CNN í dag, kom fram að hún hefði farið í íbúð Chel­sea dóttur sinnar í New York eftir að hafa heim­sótt lækni, og átt þar rólegan dag. 

Hill­ary eða full­trúar fram­boðs hennar hafa ekki ennþá gefið út neinar opin­berar yfir­lýs­ingar vegna veik­inda hennar eða hvað þau þýðir fyrir fram­boð­ið, nema hvað lungna­bólga hennar hefur verið stað­fest.

Næstu átta vikur eru mik­il­vægar í kosn­inga­bar­átt­unni, og mun reyna mikið á fram­bjóð­end­ur, þar sem þeir ferð­ast vítt og breitt um land­ið. Í Wall Street Journal segir að ljóst sé að þessu nýj­ustu tíð­indi af Hill­ary hleypi mik­illi spennu í bar­átt­una, sem hefur verið að harðna veru­lega á und­an­förnum vik­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None