Neyðarfundur hjá Demókrötum vegna veikinda Hillary Clinton

Hillary Clinton hefur verið greind með lungnabólgu og hvílist nú eftir að hafa þurft að yfirgefa 9/11 minningarstund í New York. Þekktur blaðamaður fullyrðir að Demókratar fundi vegna möguleikans á því að hún þurfi að draga sig úr forsetaslagnum.

Hillary Clinton
Auglýsing

For­seta­efni Demókrata í Banda­ríkj­un­um, Hill­ary Clint­on, hefur verið greind með lungna­bólgu og er sögð þurfa að taka því rólega næstu daga og vikur vegna lungna­bólgu og ofhitn­un­ar. Hún þurfti að yfir­gefa minn­ing­ar­stund í til­efni af því að fimmtán eru liðin frá árás­unum 11. sept­em­ber. Hún sást yfir­gefa minn­ing­ar­stund­ina í New York, og var þá ekki í jafn­vægi, sam­kvæmt mynd­skeiðum sem náð­ust af því þegar hún steig upp í bíl og var svo ekið á brott.Auglýsing

David Shuster, sem hlotið hefur Emmy verð­laun fyrir frétta­mennsku sína fyrir MSNBC, greindi frá því á Twitter svæði sínu að Demókratar væru nú að skipu­leggja neyð­ar­fund og ræða mögu­leik­ann á því að Hill­ary þurfi að draga fram­boð sitt til baka vegna veik­inda, en kosið verður í Banda­ríkj­unum 8. nóv­em­ber, eða innan við tvo mán­uð­i. 

Clint­on, sem er 68 ára göm­ul, hefur mælst með for­skot á keppi­naut sinn Don­ald J. Trump, sem er sjö­tug­ur, í skoð­ana­könn­unum að und­an­förnu, en sveifl­urnar hafa þó verið nokkrar, og hefur Trump verið að sækja í sig veðrið í sumum þeirra. 

Orðrómur um að Clinton sé að glíma við veik­indi hefur verið áber­andi í umfjöll­unum fjöl­miðla að und­an­förnu hér vestan hafs, einkum á vef­síð­um, en aldrei hefur þó verið að stað­fest að hún eigi við veik­indi að stríða fyrir nú. Í umfjöll­unum CNN í dag, kom fram að hún hefði farið í íbúð Chel­sea dóttur sinnar í New York eftir að hafa heim­sótt lækni, og átt þar rólegan dag. 

Hill­ary eða full­trúar fram­boðs hennar hafa ekki ennþá gefið út neinar opin­berar yfir­lýs­ingar vegna veik­inda hennar eða hvað þau þýðir fyrir fram­boð­ið, nema hvað lungna­bólga hennar hefur verið stað­fest.

Næstu átta vikur eru mik­il­vægar í kosn­inga­bar­átt­unni, og mun reyna mikið á fram­bjóð­end­ur, þar sem þeir ferð­ast vítt og breitt um land­ið. Í Wall Street Journal segir að ljóst sé að þessu nýj­ustu tíð­indi af Hill­ary hleypi mik­illi spennu í bar­átt­una, sem hefur verið að harðna veru­lega á und­an­förnum vik­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None