Colin Powell kallar Trump „þjóðarskömm“ og „úrhrak“

Tölvupóstur Colin Powells var hakkaður og hafa fjölmargir póstar hans verið birtir á DCLeaks.com.

Colin Powell
Auglýsing

Colin Powell, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna og her­for­ingi, lýsir fram­bjóð­anda flokks­ins, Don­ald J. Trump, ­sem „þjóð­ar­skömm“ í tölvu­póstum sem hafa lekið út. Powell hefur stað­fest við NBC frétta­veit­una að tölvu­póst­arnir séu hans, og þetta sé lítið brot af því sem ­tölvu­hakk­ar­arnir komust yfir.

Póst­ur­inn þar sem fyrr­nefnd lýs­ing kemur fyrir var sendur 17. júní á þessu ári til blaða­manns­ins Em­ily Mill­er, sem áður var aðstoð­ar­maður hans.

Powell segir í póst­in­um, sem hafa verið birtir á vefnum DCLeaks: „Hann höfðar til verstu engl­anna í Re­públi­kana­­flokkn­um og fá­tæks hvíts fólks,“ skrif­að­i Powell. Hann lýsir Trump jafn­framt sem „úr­hraki“ á alþjóð­legum vett­vangi sem grafi undan til­trú fólks á Banda­rík­in.

Auglýsing

DCLeaks vef­ur­inn hefur að und­an­förnu birtar mikið af gögnum sem tölvu­hakk­arar hafa kom­ist yfir, meðal ann­ars gögn um við­skipta­veldi fjár­fest­is­ins George Soros.

Í tölvu­árásinni komust hakk­arar yfir um 30 þús­und tölvu­pósta Powells, og hafa þeir ekki allir verið birtir opin­ber­lega enn­þá. Búast má við því að póst­arnir muni valda titr­ingi á næst­unni, en fram hefur komið í fjöl­miðlum hér vestan hafs að Powell, sem var utan­rík­is­ráð­herra á árunum 2001 til 2005, hafi ráð­lagt Hill­ary Clinton um það hvernig best væri að halda ­sam­skiptum í tölvu­póstum per­sónu­leg­um.Kosið verður í Banda­ríkj­unum 8. nóv­em­ber og er ­kosn­inga­bar­áttan milli Hill­ary og Trump farin að harðna veru­lega. Hill­ary er nú að jafna sig af lungna­bólgu, en seg­ist ætla að koma tví­efld til leiks í loka­sprett­inn.

Hill­ary mælist nú í flestum könn­unum með meira fylgi en Trump, en hann ­seg­ist ætla að eyða miklum fjár­hæðum í aug­lýs­ingar á síð­ustu vik­unum til að efla sína bar­áttu sem mest. Hann hefur hvergi slegið af í órök­studdum yfir­lýs­ingum sín­um, og kall­aði meðal ann­ars Janet Yellen, seðla­banka­stjóra, „vit­leys­ing“ á dög­un­um, án þess að skýra það frekar með öðru en því, að hann væri ósam­mála vaxta­stefnu seðla­bank­ans.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None