Colin Powell kallar Trump „þjóðarskömm“ og „úrhrak“

Tölvupóstur Colin Powells var hakkaður og hafa fjölmargir póstar hans verið birtir á DCLeaks.com.

Colin Powell
Auglýsing

Colin Powell, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna og her­for­ingi, lýsir fram­bjóð­anda flokks­ins, Don­ald J. Trump, ­sem „þjóð­ar­skömm“ í tölvu­póstum sem hafa lekið út. Powell hefur stað­fest við NBC frétta­veit­una að tölvu­póst­arnir séu hans, og þetta sé lítið brot af því sem ­tölvu­hakk­ar­arnir komust yfir.

Póst­ur­inn þar sem fyrr­nefnd lýs­ing kemur fyrir var sendur 17. júní á þessu ári til blaða­manns­ins Em­ily Mill­er, sem áður var aðstoð­ar­maður hans.

Powell segir í póst­in­um, sem hafa verið birtir á vefnum DCLeaks: „Hann höfðar til verstu engl­anna í Re­públi­kana­­flokkn­um og fá­tæks hvíts fólks,“ skrif­að­i Powell. Hann lýsir Trump jafn­framt sem „úr­hraki“ á alþjóð­legum vett­vangi sem grafi undan til­trú fólks á Banda­rík­in.

Auglýsing

DCLeaks vef­ur­inn hefur að und­an­förnu birtar mikið af gögnum sem tölvu­hakk­arar hafa kom­ist yfir, meðal ann­ars gögn um við­skipta­veldi fjár­fest­is­ins George Soros.

Í tölvu­árásinni komust hakk­arar yfir um 30 þús­und tölvu­pósta Powells, og hafa þeir ekki allir verið birtir opin­ber­lega enn­þá. Búast má við því að póst­arnir muni valda titr­ingi á næst­unni, en fram hefur komið í fjöl­miðlum hér vestan hafs að Powell, sem var utan­rík­is­ráð­herra á árunum 2001 til 2005, hafi ráð­lagt Hill­ary Clinton um það hvernig best væri að halda ­sam­skiptum í tölvu­póstum per­sónu­leg­um.Kosið verður í Banda­ríkj­unum 8. nóv­em­ber og er ­kosn­inga­bar­áttan milli Hill­ary og Trump farin að harðna veru­lega. Hill­ary er nú að jafna sig af lungna­bólgu, en seg­ist ætla að koma tví­efld til leiks í loka­sprett­inn.

Hill­ary mælist nú í flestum könn­unum með meira fylgi en Trump, en hann ­seg­ist ætla að eyða miklum fjár­hæðum í aug­lýs­ingar á síð­ustu vik­unum til að efla sína bar­áttu sem mest. Hann hefur hvergi slegið af í órök­studdum yfir­lýs­ingum sín­um, og kall­aði meðal ann­ars Janet Yellen, seðla­banka­stjóra, „vit­leys­ing“ á dög­un­um, án þess að skýra það frekar með öðru en því, að hann væri ósam­mála vaxta­stefnu seðla­bank­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
Kjarninn 5. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
Kjarninn 5. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
Kjarninn 5. apríl 2020
Einar Helgason
Gömlum frethólki svarað
Kjarninn 5. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
Kjarninn 5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
Kjarninn 5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None