Colin Powell kallar Trump „þjóðarskömm“ og „úrhrak“

Tölvupóstur Colin Powells var hakkaður og hafa fjölmargir póstar hans verið birtir á DCLeaks.com.

Colin Powell
Auglýsing

Colin Powell, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna og her­for­ingi, lýsir fram­bjóð­anda flokks­ins, Don­ald J. Trump, ­sem „þjóð­ar­skömm“ í tölvu­póstum sem hafa lekið út. Powell hefur stað­fest við NBC frétta­veit­una að tölvu­póst­arnir séu hans, og þetta sé lítið brot af því sem ­tölvu­hakk­ar­arnir komust yfir.

Póst­ur­inn þar sem fyrr­nefnd lýs­ing kemur fyrir var sendur 17. júní á þessu ári til blaða­manns­ins Em­ily Mill­er, sem áður var aðstoð­ar­maður hans.

Powell segir í póst­in­um, sem hafa verið birtir á vefnum DCLeaks: „Hann höfðar til verstu engl­anna í Re­públi­kana­­flokkn­um og fá­tæks hvíts fólks,“ skrif­að­i Powell. Hann lýsir Trump jafn­framt sem „úr­hraki“ á alþjóð­legum vett­vangi sem grafi undan til­trú fólks á Banda­rík­in.

Auglýsing

DCLeaks vef­ur­inn hefur að und­an­förnu birtar mikið af gögnum sem tölvu­hakk­arar hafa kom­ist yfir, meðal ann­ars gögn um við­skipta­veldi fjár­fest­is­ins George Soros.

Í tölvu­árásinni komust hakk­arar yfir um 30 þús­und tölvu­pósta Powells, og hafa þeir ekki allir verið birtir opin­ber­lega enn­þá. Búast má við því að póst­arnir muni valda titr­ingi á næst­unni, en fram hefur komið í fjöl­miðlum hér vestan hafs að Powell, sem var utan­rík­is­ráð­herra á árunum 2001 til 2005, hafi ráð­lagt Hill­ary Clinton um það hvernig best væri að halda ­sam­skiptum í tölvu­póstum per­sónu­leg­um.Kosið verður í Banda­ríkj­unum 8. nóv­em­ber og er ­kosn­inga­bar­áttan milli Hill­ary og Trump farin að harðna veru­lega. Hill­ary er nú að jafna sig af lungna­bólgu, en seg­ist ætla að koma tví­efld til leiks í loka­sprett­inn.

Hill­ary mælist nú í flestum könn­unum með meira fylgi en Trump, en hann ­seg­ist ætla að eyða miklum fjár­hæðum í aug­lýs­ingar á síð­ustu vik­unum til að efla sína bar­áttu sem mest. Hann hefur hvergi slegið af í órök­studdum yfir­lýs­ingum sín­um, og kall­aði meðal ann­ars Janet Yellen, seðla­banka­stjóra, „vit­leys­ing“ á dög­un­um, án þess að skýra það frekar með öðru en því, að hann væri ósam­mála vaxta­stefnu seðla­bank­ans.

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None