Colin Powell kallar Trump „þjóðarskömm“ og „úrhrak“

Tölvupóstur Colin Powells var hakkaður og hafa fjölmargir póstar hans verið birtir á DCLeaks.com.

Colin Powell
Auglýsing

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og herforingi, lýsir frambjóðanda flokksins, Donald J. Trump, sem „þjóðarskömm“ í tölvupóstum sem hafa lekið út. Powell hefur staðfest við NBC fréttaveituna að tölvupóstarnir séu hans, og þetta sé lítið brot af því sem tölvuhakkararnir komust yfir.

Pósturinn þar sem fyrrnefnd lýsing kemur fyrir var sendur 17. júní á þessu ári til blaðamannsins Emily Miller, sem áður var aðstoðarmaður hans.

Powell segir í póstinum, sem hafa verið birtir á vefnum DCLeaks: „Hann höfðar til verstu engl­anna í Re­públi­kana­flokkn­um og fá­tæks hvíts fólks,“ skrifaði Powell. Hann lýsir Trump jafnframt sem „úrhraki“ á alþjóðlegum vettvangi sem grafi undan tiltrú fólks á Bandaríkin.

Auglýsing

DCLeaks vefurinn hefur að undanförnu birtar mikið af gögnum sem tölvuhakkarar hafa komist yfir, meðal annars gögn um viðskiptaveldi fjárfestisins George Soros.

Í tölvuárásinni komust hakkarar yfir um 30 þúsund tölvupósta Powells, og hafa þeir ekki allir verið birtir opinberlega ennþá. Búast má við því að póstarnir muni valda titringi á næstunni, en fram hefur komið í fjölmiðlum hér vestan hafs að Powell, sem var utanríkisráðherra á árunum 2001 til 2005, hafi ráðlagt Hillary Clinton um það hvernig best væri að halda samskiptum í tölvupóstum persónulegum.


Kosið verður í Bandaríkjunum 8. nóvember og er kosningabaráttan milli Hillary og Trump farin að harðna verulega. Hillary er nú að jafna sig af lungnabólgu, en segist ætla að koma tvíefld til leiks í lokasprettinn.

Hillary mælist nú í flestum könnunum með meira fylgi en Trump, en hann segist ætla að eyða miklum fjárhæðum í auglýsingar á síðustu vikunum til að efla sína baráttu sem mest. Hann hefur hvergi slegið af í órökstuddum yfirlýsingum sínum, og kallaði meðal annars Janet Yellen, seðlabankastjóra, „vitleysing“ á dögunum, án þess að skýra það frekar með öðru en því, að hann væri ósammála vaxtastefnu seðlabankans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None