Engin sátt um hver á að borga fyrir hafnargarða

Minjastofnun Íslands og framkvæmdaaðilarnir á Hafnartorgi funduðu í vikunni um lausn á deilunni um hafnargarðana sem voru skyndifriðaðir. Engin sátt er um kostnaðinn, en reyna á að finna leiðir til að gera þá sýnilega.

7DM_4515_raw_1661.JPG
Auglýsing

Minjastofnun Íslands og fulltrúar framkvæmdaaðilanna á Hafnartorgi funduðu á miðvikudag um lausn á deilunni um hafnargarðana á Hafnartorgi. 

Ekki náðist þó nein sátt um það á þessum fundi hver eigi að bera kostnaðinn sem hlotist hefur af málinu, segir Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður framkvæmdaaðilanna á torginu. 

Fyrir nokkrum vikum sendi hann kröfubréf á Minjastofnun fyrir hönd framkvæmdaaðilanna við Hafnartorg, þar sem þess var krafist að Minjastofnun myndi borga kostnaðinn sem hlotist hefur af friðun hafnargarðanna. 

Auglýsing

Hafnargarðarnir voru skyndifriðaðir fyrir tæpu ári síðan, þegar framkvæmdir á lóðinni voru þegar hafnar, og stöðv­uð­ust fram­kvæmd­irnar um stund. Fram­kvæmda­að­il­arnir sögðu strax þá að frið­lýs­ingin myndi valda þeim 2,2 millj­arða króna tjóni yrði hún stað­fest og það tjón yrði sótt úr hendi Minja­stofn­un­ar, og þar með rík­is­ins. Gerðar voru alvar­legar athuga­semdir við máls­með­ferð­ina

Svo fyrir skömmu var krafan send á Minjastofnun, en hún var tvíþætt, annars vegar vegna áorð­ins tjóns vegna breyt­inga á hönnun sem þurfti að ráð­ast í vegna kröf­unnar um verndun garðs­ins, sem og kostn­aðar vegna veru­legra verktafa. Þetta er metið upp á rúm­lega 600 millj­ónir króna. Hins vegar var boðuð krafa fyrir kostn­aði vegna rým­is­ins sem mun fara undir garð­ana, sem og kostn­aði við að setja þá upp og útbúa þá. 

Það er um þetta seinna atriði sem framkvæmdaaðilarnir vilja sérstaklega tala um við Minjastofnun, og Bjarki Þór segir við Kjarnann að ákveðið hafi verið á fyrsta fundi þeirra á miðvikudaginn að „hugsa sameiginlega um hagkvæmar og skemmtilegar útfærslur á því að reyna að gera garðana eða einhvern hluta þeirra sýnilegan.“ 

Hafn­ar­garð­ur­inn, sem var fluttur stein fyrir stein í burtu af svæð­inu, er nú í geymslu. Framkvæmdaaðilarnir telja ljóst að ef setja á hann upp aftur á lóð­inni þurfi ríkið að borga þann kostn­að, sem gæti hlaupið á millj­örð­um. 

Sagði garð­inn verða frið­aðan áður en ákvörðun var tekin

Þann 7. sept­­em­ber í fyrra ákvað Minja­­stofn­un að ­­skynd­i­friða hafn­­ar­­garða við Aust­­ur­höfn­ina í Reykja­vík. Frið­unin gilti í sex vikur og átti for­sæt­is­ráð­herra að taka ákvörðun um það hvort hún stæði áfram eða ekki. 

Í raun eru þetta nefni­lega tveir garð­ar, annar þeirra telst til forn­leifa þar sem hann er yfir 100 ára gam­all. Minja­stofnun hafði áður til­kynnt lóð­ar­höfum að sá garður ætti að standa en að það mætti hylja hann að fullu. Hinn garð­­ur­inn, sá nýrri, var reistur 1928 og er því ekki forn­minjar sam­­kvæmt 100 ára skil­­grein­ing­unni. Umræddur garður stóð auk þess í tíu ár eftir að hann var byggð­­ur. Þennan garð stóð til að fjar­lægja. Þrátt fyrir þetta til­­kynnti Minja­­stofnun um skynd­i­friðun alls garðs­ins án afmörk­unar 7. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn.

Reykja­vík­ur­borg dró ­stjórn­sýslu­legt hæfi Sig­mundar Dav­íðs í efa og krafð­ist þess að hann viki sæti í ákvörð­un­inni. Ástæðan var að hann hafð­i tjáð skoðun sína á mál­inu með afger­andi hætti og átt aðkomu að mál­inu á fyrri stig­um. Hann var meðal ann­ars búinn að skrifa grein á blogg­síðu sína þar sem hann tal­aði um ugg­væn­lega þróun í skipu­lags­málum og sagði bein­línis að hafn­ar­garð­ur­inn yrði frið­að­ur, löngu áður en Minja­stofnun tók svo ákvörðun um að skyndi­friða garð­inn. 

Það ­fór svo að Sig­rún Magn­ús­dóttir umhverf­is­ráð­herra var sett­ur ­for­sæt­is­ráð­herra í mál­inu og hún ákvað að stað­festa friðun á öllum garð­inum í heild. 

Í des­em­ber var gert sam­komu­lag þar sem ákveðið var að hafn­ar­garð­ur­inn yrði fluttur svo hægt væri að ráð­ast í fram­kvæmd­ir, en að honum yrði svo komið fyrir á sama stað. Land­eig­endur hafa alltaf sagt að sá kostn­aður myndi lenda á rík­inu. Í febr­úar sagði Sig­rún Magn­ús­dóttir hins vegar að ­ríkið myndi bara bera launa­kostnað vegna eft­ir­lits með­ fram­kvæmd­un­um. Því höfn­uðu fram­kvæmda­að­il­ar, líkt og alltaf, og sögð­ust mundu sækja bæt­urnar til rík­is­ins. 

Stærsta bygg­inga­verk­efni til þessa í hjarta Reykja­víkur

Bygg­ing­­ar­reit­­ur­inn að Aust­­ur­bakka 2 er um 55 þús­und fer­­metrar að stærð og liggur frá Ing­­ólfs­­garði, yfir Geir­s­­götu að Tryggva­­götu. Lóð­­ar­hafar eru Tón­list­­ar- og ráð­­stefn­u­hús ohf., Situs ehf., Kolu­­fell ehf., Lands­­bank­inn og Bíla­­stæða­­sjóður Reykja­vík­­­ur. Um er m.a. að ræða lóð­ina sem Harpa stendur á, lóð­ina sem lúx­us­hótel á að rísa á við hlið henn­­ar, lóð­ina sem Lands­­bank­inn hefur haft hug á að reisa sér höf­uð­­stöðvar og lóð­ina við hlið Toll­hús­s­ins.

Á lóð­inni er gert ráð fyrir bygg­ing­­ar­reit neð­an­jarð­­ar. Sá bygg­ing­­ar­reitur nær yfir alla lóð­ina. Um er að ræða kjall­­ara á tveimur hæðum með þjón­­ustu og bíla­­stæð­­um.

Allt í allt eru níu bygg­ing­­ar­reitir á Aust­­ur­bakka 2. Félagið Reykja­vík Develop­ment, sem áður hét Land­stólpar þró­un­­ar­­fé­lag ehf. á tvo þeirra. Í apríl 2015 var tekin fyrsta skóflustunga vegna upp­­hafs fram­­kvæmda á reit­un­­um. Í frétt á heima­­síðu Reykja­vík­­­ur­­borgar af því til­­efni seg­ir: „Fyr­ir­hug­aðar fram­­kvæmdir eru hluti af stærsta bygg­inga­verk­efni fram til þessa í hjarta Reykja­vík­­­ur. Sam­­kvæmt deiliskipu­lagi má byggja á reitum 1 og 2 við Aust­­ur­bakka,  21.400 m2  of­anjarð­­ar. Áætlað er að þar verði íbúðir og fjöl­breytt hús­næði fyrir ýmsa  atvinn­u­­starf­­semi, s.s. versl­an­ir, veit­inga­hús, skrif­­stofur og þjón­­ustu. Auk þess verður byggður bíla­kjall­­ari á reitnum sem verður sam­tengdur öðrum bíla­kjöll­­urum á lóð­inni, allt að Hörpu. Áætlað að sam­eig­in­­legur kjall­­ari rúmi um 1.000 bíla“.

Fram­­kvæmd­unum átti að ljúka árið 2018 sam­­kvæmt áætl­­un.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None