Áforma að skrá Arion banka á markað í Svíþjóð

Arion.Banki_.4.jpg
Auglýsing

Kaup­þing áformar að selja stóran eign­ar­hlut í Arion banka í gegnum hluta­fjár­út­boð í Sví­þjóð. Bank­inn yrði þá tvö­falt skráð­ur, í Kaup­höll­ina í Stokk­hólmi og í Kaup­höll Íslands. Sam­kvæmt tíma­á­ætlun er gert ráð fyrir því að skrán­ingin fari fram á fyrri hluta næsta árs. Frá þessu er greint í DV í dag

Ekki liggur fyrir hversu stór hluti í Arion banka verður seldur þegar skrán­ingin mun eiga sér stað. Ef króna fæst fyrir krónu af eigin fé Arion banka er verð­mæti hlutar Kaup­þings í bank­anum - en Kaup­þing á 87 pró­sent og íslenska ríkið 13 pró­sent - um 168 millj­arðar króna. 

Í DV segir einnig að að stefnt sé að því að selja hlut í bank­anum í lok­uðu útboði til hóps íslenskra líf­eyr­is­sjóða og hlut­hafa Kaup­þingis - sem eru fyrrum kröfu­hafar bank­ans - fyrir árs­lok 2016. Blaðið greinir frá því að Paul Cop­ley, for­stjóri Kaup­þings, og John P. Madd­en, fram­kvæmda­stjóri hjá félag­inu, hafi átt síma­fund með hlut­höfum félags­ins á föstu­dag þar sem þeir hafi greint frá þessu.

Auglýsing

Við­ræður runnu út í sand­inn

Hópur stórra íslenskra líf­eyr­is­sjóða hafa lengi haft áhuga á að kaupa Arion banka og hafa ráðoð sér­staka ráð­gjafa til að vinna að því mark­miði fyrir sig. Í lok ágúst var greint frá því að við­ræður um kaup þeirra á 87 pró­sent hlut Arion banka hafa runnið út í sand­­inn. Þetta gerð­ist sam­hliða því að nýir stjórn­­endur hafa tekið við hjá Kaup­­þingi í kjöl­far þess að nauða­­samn­ingur bank­ans var klár­aður um síð­­­ustu ára­­mót og eign­­ar­halds­­­fé­lagið Kaup­­þing tók við eft­ir­stand­andi eignum hans. Engar við­ræður voru sagðar í far­vatn­in­u. 

Kaup­­þing þarf að selja hlut sinn í Arion banka fyrir árs­­lok 2018. Tak­ist það ekki mun rík­­is­­sjóður leysa bank­ann til sín. Þetta var hluti af því sam­komu­lagi sem kröf­u­hafar Kaup­­þings gerðu við ríkið þegar samið var um upp­­­gjör á slita­­búi bank­ans á síð­­asta ári. 

DV greindi frá því í byrjun sept­em­ber að Bene­dikt Gísla­son, sem var einn helsti ráð­gjafi íslenskra stjórn­valda við vinnu að áætlun um losun fjár­magns­hafta, hafi verið ráð­inn ráð­gjafi Kaup­þings vegna sölu á Arion banka. Hann er því far­inn að vinna fyrir fyrr­ver­andi mót­að­ila sína við samn­ings­borð­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None