Ísland í fararbroddi með fullgildingu Parísarsamkomulagsins

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

Par­ís­ar­sam­komu­lagið er tíma­móta­sam­komu­lag og mun með tím­anum geta haft ­mikil áhrif á líf okk­ar. Þetta sagði Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra, eft­ir að Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn um aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum var full­giltur á Al­þingi í gær. 

Samn­ing­ur­inn var sam­þykktur í des­em­ber á síð­asta ári, á vett­vangi Sam­ein­uð­u ­þjóð­anna í New York, en í honum er meðal ann­ars kveðið á um að ríki stefn­i að því ná 40 pró­sent sam­drætti í losun árið 2030 miðað við útblástur árið 1990. 

Und­ir­ritun samn­ings­ins fór fram í 22. apríl á þessu ári, og skrif­uðu þá full­trúar 160 ríkja undir hann, þar á meðal Sig­rún Magn­ús­dótt­ir. Alþingi hefur nú sam­þykkt að heim­ila full­gild­ingu samn­ings­ins.

Auglýsing

Kallar á marg­vís­legar aðgerðir

Ísland hefur for­skot á margar þjóðir í heim­in­um, þegar kemur að því upp­fylla ­meg­in­mark­mið­in, einkum og sér í lagi vegna þess að orku­nýt­ing okkar byggir á nýt­ingu end­ur­nýj­an­legrar orku vatns­afls og jarð­hita. En áskor­an­irnar eru eng­u að síður miklar, og ljóst að mik­illa aðgerða er þörf. Sig­rún hefur sjálf talað fyrir því að margt sé hægt að gera, til dæmis að raf­væða bíla- og skipa­flot­ann og auð­vitað margt fleira. En fólk verði sjálft að leggja mikið af mörkum með umhverf­is­vænum lífstíl.

Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn myndar ramma utan um skuld­bind­ingar sem ríkin hafa sjálf­viljug sett fram með það að mark­miði að halda hækkun hita­stigs jarðar undir 2°C miðað við með­al­hita­stig jarðar fyrir iðn­væð­ingu. Jafn­framt skuli leita leiða til þess að halda hækkun hita­stigs undir 1,5°C. Samn­ing­ur­inn mun hafa áhrif á mark­mið Íslands í lofts­lags­mál­um, en hefur ekki að geyma bein ákvæði um tölu­legar skuld­bind­ingar ein­stakra ríkja.  Ísland lagði fram áætlað fram­lag sitt í júní 2015 eftir sam­þykkt þess efnis í rík­is­stjórn, og hefur mál­inu verið fylgt eftir síð­an.

Sigrún Magnúsdóttir, undirritar Parísarsamninginn.

Ísland í far­ar­broddi

„Að auki tekur samn­ing­ur­inn meðal ann­ars til aðlög­unar að lofts­lags­breyt­ing­um, stuðn­ings þró­aðra ríkja við þró­un­ar­lönd, upp­töku og varð­veislu kolefnis í skógum og öðrum við­tökum og gegn­sæi. Hvert ríki skal halda traust bók­hald og gefa reglu­lega upp­lýs­ingar um losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Gert er ráð fyrir að lands­á­kvörðuð fram­lög séu upp­færð á fimm ára fresti þannig að þau verði sífellt metn­að­ar­fyllri og í sam­ræmi við nið­ur­stöður og leið­sögn vís­inda, í því skyni að ná mark­miðum um að halda hækkun hita­stigs innan til­tek­inna marka,“ segir í til­kynn­ingu frá umhverf­is­ráðu­neyt­in­u,.

Samn­ing­ur­inn tekur gildi þegar a.m.k. 55 ríki með 55 pró­sent af heimslosun hafa full­gilt hann. Nú hafa yfir 20 ríki full­gilt Par­ís­ar­samn­ing­inn, Ísland þar á með­al. Þessi ríki eru því í far­ar­broddi þeirra sem hafa skuld­bundið til að full­gilda samn­ing­inn.  Haft er eftir Lilju Alfreðs­dótt­ur, utan­rík­is­ráð­herra að full­gild­ing Alþingis sé ánægju­leg. „Það er ánægju­legt að Ísland skuli vera í hópi þeirra ríkja sem stað­festa full­gild­ingu sína á Alls­herj­ar­þingi SÞ nú í vik­unni og verði þannig í hópi þeirra 55 ríkja sem verða til þess að samn­ing­ur­inn taki gildi. Ég finn sterkt fyrir áhuga þjóða heims á Par­ís­ar­samn­ingnum og hvað loft­lags­málin eru mik­il­væg öllum þeim sem láta sig varða vel­ferð í heim­in­um.  Það er því sér­stakt ánægju­efni að Ísland hafi lagt sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar," segir Lilja.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None