Ísland í fararbroddi með fullgildingu Parísarsamkomulagsins

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

Par­ís­ar­sam­komu­lagið er tíma­móta­sam­komu­lag og mun með tím­anum geta haft ­mikil áhrif á líf okk­ar. Þetta sagði Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra, eft­ir að Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn um aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum var full­giltur á Al­þingi í gær. 

Samn­ing­ur­inn var sam­þykktur í des­em­ber á síð­asta ári, á vett­vangi Sam­ein­uð­u ­þjóð­anna í New York, en í honum er meðal ann­ars kveðið á um að ríki stefn­i að því ná 40 pró­sent sam­drætti í losun árið 2030 miðað við útblástur árið 1990. 

Und­ir­ritun samn­ings­ins fór fram í 22. apríl á þessu ári, og skrif­uðu þá full­trúar 160 ríkja undir hann, þar á meðal Sig­rún Magn­ús­dótt­ir. Alþingi hefur nú sam­þykkt að heim­ila full­gild­ingu samn­ings­ins.

Auglýsing

Kallar á marg­vís­legar aðgerðir

Ísland hefur for­skot á margar þjóðir í heim­in­um, þegar kemur að því upp­fylla ­meg­in­mark­mið­in, einkum og sér í lagi vegna þess að orku­nýt­ing okkar byggir á nýt­ingu end­ur­nýj­an­legrar orku vatns­afls og jarð­hita. En áskor­an­irnar eru eng­u að síður miklar, og ljóst að mik­illa aðgerða er þörf. Sig­rún hefur sjálf talað fyrir því að margt sé hægt að gera, til dæmis að raf­væða bíla- og skipa­flot­ann og auð­vitað margt fleira. En fólk verði sjálft að leggja mikið af mörkum með umhverf­is­vænum lífstíl.

Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn myndar ramma utan um skuld­bind­ingar sem ríkin hafa sjálf­viljug sett fram með það að mark­miði að halda hækkun hita­stigs jarðar undir 2°C miðað við með­al­hita­stig jarðar fyrir iðn­væð­ingu. Jafn­framt skuli leita leiða til þess að halda hækkun hita­stigs undir 1,5°C. Samn­ing­ur­inn mun hafa áhrif á mark­mið Íslands í lofts­lags­mál­um, en hefur ekki að geyma bein ákvæði um tölu­legar skuld­bind­ingar ein­stakra ríkja.  Ísland lagði fram áætlað fram­lag sitt í júní 2015 eftir sam­þykkt þess efnis í rík­is­stjórn, og hefur mál­inu verið fylgt eftir síð­an.

Sigrún Magnúsdóttir, undirritar Parísarsamninginn.

Ísland í far­ar­broddi

„Að auki tekur samn­ing­ur­inn meðal ann­ars til aðlög­unar að lofts­lags­breyt­ing­um, stuðn­ings þró­aðra ríkja við þró­un­ar­lönd, upp­töku og varð­veislu kolefnis í skógum og öðrum við­tökum og gegn­sæi. Hvert ríki skal halda traust bók­hald og gefa reglu­lega upp­lýs­ingar um losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Gert er ráð fyrir að lands­á­kvörðuð fram­lög séu upp­færð á fimm ára fresti þannig að þau verði sífellt metn­að­ar­fyllri og í sam­ræmi við nið­ur­stöður og leið­sögn vís­inda, í því skyni að ná mark­miðum um að halda hækkun hita­stigs innan til­tek­inna marka,“ segir í til­kynn­ingu frá umhverf­is­ráðu­neyt­in­u,.

Samn­ing­ur­inn tekur gildi þegar a.m.k. 55 ríki með 55 pró­sent af heimslosun hafa full­gilt hann. Nú hafa yfir 20 ríki full­gilt Par­ís­ar­samn­ing­inn, Ísland þar á með­al. Þessi ríki eru því í far­ar­broddi þeirra sem hafa skuld­bundið til að full­gilda samn­ing­inn.  Haft er eftir Lilju Alfreðs­dótt­ur, utan­rík­is­ráð­herra að full­gild­ing Alþingis sé ánægju­leg. „Það er ánægju­legt að Ísland skuli vera í hópi þeirra ríkja sem stað­festa full­gild­ingu sína á Alls­herj­ar­þingi SÞ nú í vik­unni og verði þannig í hópi þeirra 55 ríkja sem verða til þess að samn­ing­ur­inn taki gildi. Ég finn sterkt fyrir áhuga þjóða heims á Par­ís­ar­samn­ingnum og hvað loft­lags­málin eru mik­il­væg öllum þeim sem láta sig varða vel­ferð í heim­in­um.  Það er því sér­stakt ánægju­efni að Ísland hafi lagt sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar," segir Lilja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None