Ísland í fararbroddi með fullgildingu Parísarsamkomulagsins

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

Par­ís­ar­sam­komu­lagið er tíma­móta­sam­komu­lag og mun með tím­anum geta haft ­mikil áhrif á líf okk­ar. Þetta sagði Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra, eft­ir að Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn um aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum var full­giltur á Al­þingi í gær. 

Samn­ing­ur­inn var sam­þykktur í des­em­ber á síð­asta ári, á vett­vangi Sam­ein­uð­u ­þjóð­anna í New York, en í honum er meðal ann­ars kveðið á um að ríki stefn­i að því ná 40 pró­sent sam­drætti í losun árið 2030 miðað við útblástur árið 1990. 

Und­ir­ritun samn­ings­ins fór fram í 22. apríl á þessu ári, og skrif­uðu þá full­trúar 160 ríkja undir hann, þar á meðal Sig­rún Magn­ús­dótt­ir. Alþingi hefur nú sam­þykkt að heim­ila full­gild­ingu samn­ings­ins.

Auglýsing

Kallar á marg­vís­legar aðgerðir

Ísland hefur for­skot á margar þjóðir í heim­in­um, þegar kemur að því upp­fylla ­meg­in­mark­mið­in, einkum og sér í lagi vegna þess að orku­nýt­ing okkar byggir á nýt­ingu end­ur­nýj­an­legrar orku vatns­afls og jarð­hita. En áskor­an­irnar eru eng­u að síður miklar, og ljóst að mik­illa aðgerða er þörf. Sig­rún hefur sjálf talað fyrir því að margt sé hægt að gera, til dæmis að raf­væða bíla- og skipa­flot­ann og auð­vitað margt fleira. En fólk verði sjálft að leggja mikið af mörkum með umhverf­is­vænum lífstíl.

Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn myndar ramma utan um skuld­bind­ingar sem ríkin hafa sjálf­viljug sett fram með það að mark­miði að halda hækkun hita­stigs jarðar undir 2°C miðað við með­al­hita­stig jarðar fyrir iðn­væð­ingu. Jafn­framt skuli leita leiða til þess að halda hækkun hita­stigs undir 1,5°C. Samn­ing­ur­inn mun hafa áhrif á mark­mið Íslands í lofts­lags­mál­um, en hefur ekki að geyma bein ákvæði um tölu­legar skuld­bind­ingar ein­stakra ríkja.  Ísland lagði fram áætlað fram­lag sitt í júní 2015 eftir sam­þykkt þess efnis í rík­is­stjórn, og hefur mál­inu verið fylgt eftir síð­an.

Sigrún Magnúsdóttir, undirritar Parísarsamninginn.

Ísland í far­ar­broddi

„Að auki tekur samn­ing­ur­inn meðal ann­ars til aðlög­unar að lofts­lags­breyt­ing­um, stuðn­ings þró­aðra ríkja við þró­un­ar­lönd, upp­töku og varð­veislu kolefnis í skógum og öðrum við­tökum og gegn­sæi. Hvert ríki skal halda traust bók­hald og gefa reglu­lega upp­lýs­ingar um losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Gert er ráð fyrir að lands­á­kvörðuð fram­lög séu upp­færð á fimm ára fresti þannig að þau verði sífellt metn­að­ar­fyllri og í sam­ræmi við nið­ur­stöður og leið­sögn vís­inda, í því skyni að ná mark­miðum um að halda hækkun hita­stigs innan til­tek­inna marka,“ segir í til­kynn­ingu frá umhverf­is­ráðu­neyt­in­u,.

Samn­ing­ur­inn tekur gildi þegar a.m.k. 55 ríki með 55 pró­sent af heimslosun hafa full­gilt hann. Nú hafa yfir 20 ríki full­gilt Par­ís­ar­samn­ing­inn, Ísland þar á með­al. Þessi ríki eru því í far­ar­broddi þeirra sem hafa skuld­bundið til að full­gilda samn­ing­inn.  Haft er eftir Lilju Alfreðs­dótt­ur, utan­rík­is­ráð­herra að full­gild­ing Alþingis sé ánægju­leg. „Það er ánægju­legt að Ísland skuli vera í hópi þeirra ríkja sem stað­festa full­gild­ingu sína á Alls­herj­ar­þingi SÞ nú í vik­unni og verði þannig í hópi þeirra 55 ríkja sem verða til þess að samn­ing­ur­inn taki gildi. Ég finn sterkt fyrir áhuga þjóða heims á Par­ís­ar­samn­ingnum og hvað loft­lags­málin eru mik­il­væg öllum þeim sem láta sig varða vel­ferð í heim­in­um.  Það er því sér­stakt ánægju­efni að Ísland hafi lagt sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar," segir Lilja.

Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None