Arion.banki_..Sm_.ra.tib_..jpg
Auglýsing

46 manns var sagt upp í Arion banka í dag. Um hóp­upp­sögn er að ræða sem þarf að til­kynna til Vinnu­mála­stofn­unar sem slíka. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans dreif­ist fjöld­inn á margar deildir innan bank­ans. Um er að ræða fjöl­menn­ustu hóp­upp­sögn sem átt hefur sér stað á árinu 2016. 

Alls hafa verið til­kynntar fimm hóp­upp­sagnir til Vinnu­mála­stofn­unar það sem af er ári. Sím­inn hefur tví­vegis til­kynnt slíka og sagt upp sam­tals 37 manns. Þá var 28 manns sem störf­uðu hjá fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki sagt upp í febr­úar og 38 manns í sama geira sagt upp í mars. Í ágúst síð­ast­liðnum var síðan til­kynnt um að öllu starfs­fólki Plain Vanilla, 36 manns, hefði verið sagt upp störfum og að fyr­ir­tæk­inu yrði lok­að.

Í til­kynn­ingu frá Arion banka segir að í hópi þeirra sem hafi verið til­kynnt um starfs­lok í dag hafi 27 starfað í höf­uð­stöðvum bank­ans en 19 í öðrum starfs­stöðv­um. Alls munu um 840 manns starfa hjá bank­anum eftir upp­sagn­irn­ar. Vinnu­mála­stofnun hefur verið greint frá þeim. 

Auglýsing

Þar segir enn frem­ur: „Ýmis­legt í umhverfi bank­ans kallar á breyt­ingar á starf­sem­inni. Veiga­mest er sú stað­reynd að fjár­mála­þjón­usta tekur umtals­verðum breyt­ingum um þessar mund­ir. Við­skipta­vinir kjósa í mun rík­ari mæli að nýta sér sjálfs­af­greiðslu­lausnir eins og banka­app, net­banka og hrað­banka í stað sam­svar­andi úti­búa­þjón­ustu. Notkun apps­ins og hrað­banka í úti­búum bank­ans hefur marg­fald­ast á und­an­förnum árum. Vegna þessa hefur spurn eftir afgreiðslu í úti­búum bank­ans dreg­ist saman um þriðj­ung á tveimur árum. Þessi þróun kallar á breyt­ingar og eru sam­hliða gerðar skipu­lags­breyt­ingar í úti­búum bank­ans, án þess þó að úti­búum fækki. 

Breyt­ing­arnar nú eru liður í víð­tæk­ari aðgerðum til hag­ræð­ingar í rekstri bank­ans. Þrátt fyrir umfangs­miklar hag­ræð­ing­ar­að­gerðir und­an­farin ár og end­ur­skipu­lagn­ingu starf­sem­innar hefur fjöldi starfs­manna hald­ist nokkuð stöð­ugur vegna yfir­töku á öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækjum og vegna auk­inna umsvifa. Fækkun starfs­fólks er þung­bært skref að stíga en nauð­syn­legt í ljósi breyttra áhersl­ana í starf­semi bank­ans og ytri aðstæðn­a.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None