Landsbankinn leiðréttir lán vegna mistaka Hagstofu

Kostnaður Landsbankans vegna mistaka í útreikningi Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs hleypur á tugum milljóna. Bankinn ætlar að leiðrétta lán um þúsund viðskiptavina.

Um þúsund viðskiptavinir Landsbankans geta átt von á leiðréttingu á höfuðstóli lána sinna vegna mistaka í útreikningi neysluvísitölu.
Um þúsund viðskiptavinir Landsbankans geta átt von á leiðréttingu á höfuðstóli lána sinna vegna mistaka í útreikningi neysluvísitölu.
Auglýsing

Lands­bank­inn ætlar að leið­rétta lán um þús­und við­skipta­vina sinna vegna mann­legra mis­taka í útreikn­ingi neyslu­vísi­tölu Hag­stofu Íslands. Frá þessu greinir bank­inn í frétta­til­kynn­ingu sem send var fjöl­miðlum í dag. Kostn­aður bank­ans vegna þessa nemur „nokkrum tugum millj­óna króna“.

Hag­stofan greindi frá því á fimmtu­dag að reiknuð húsa­leiga hefði verið van­metin við útreikn­ing vísi­tölu neyslu­verðs, sem mælir verð­bólgu. Þessi mis­tök hafa nú verið leið­rétt með þeim afleið­ingum að vísi­talan hækk­aði um tæp 0.5 pró­sent á milli mán­aða og langt umfram allar opin­berar verð­bólgu­spár. Þetta þýðir líka að 12 mán­aða verð­bólga hefur verið veru­lega van­metin und­an­farið hálft ár. Árs­verð­bólga, sem var 0,9 pró­sent í ágúst, mælist því 1,8 pró­sent í sept­em­ber.

Mis­­tök Hag­­stof­unnar hafa víð­tæk áhrif. Þeir sem tekið hafa ný verð­­tryggð hús­næð­is­lán á því tíma­bili sem þau ná yfir munu til að mynda þurfa að greiða upp­­safn­aðar verð­bætur af lánum sín­­um. Þeir sem tóku lán í sept­­em­ber­mán­uði munu auk sjá þau hækka hins vegar skarpar en ann­­ars hefði orð­ið. Þeir sem ætla sér að taka verð­­tryggð hús­næð­is­lán þessa dag­anna ættu að bíða fram í nóv­­em­ber hið minnsta svo þeir þurfi ekki að greiða upp­­safn­aðar verð­bætur tíma­bils sem þeir voru ekki með lán, vegna mis­­­taka Hag­­stof­unn­­ar. Þá mun húsa­­leiga þeirra sem er bundin við þróun vísi­­tölu neyslu­verðs hækka um kom­andi mán­að­a­­mót.

Auglýsing

Lands­bank­inn hefur ákveðið að koma til móts við við­skipta­vini sína og bera fjár­hags­legan kostnað vegna þess­ara mis­taka. „Þeir við­skipta­vinir Lands­bank­ans sem yrðu fyrir tjóni vegna þess­ara mis­taka þurfa ekki að hafa áhyggjur af hækkun á lánum sín­um,“ segir meðal ann­ars í til­kynn­ingu frá bank­an­um. Á næstu vikum verður mis­mun­ur­inn reikn­aður út og end­ur­greiddur inn á höf­uð­stól lán­anna sem um ræð­ir. Fyr­ir­séð er að ein­hvern tíma mun taka að fram­kvæma leið­rétt­ing­una en við­skipta­vinir munu fá til­kynn­ingu um inn­borg­un­ina þegar að henni kem­ur.

Í til­kynn­ing­unni frá bank­anum segir enn frem­ur: „Þrátt fyrir að Hag­stofan telji þessi mis­tök smá­vægi­leg þá er ljóst að þau munu valda tjóni hjá þeim sem tóku verð­tryggð neyt­enda­lán hjá Lands­bank­anum á því tíma­bili sem reikn­ings­skekkjan var til stað­ar. Mik­ill meiri­hluti þeirra eru fyrstu kaup­endur sem tóku sitt fyrsta íbúða­lán hjá bank­anum á þessu tíma­bil­i.“

„Um 1.000 við­skipta­vinir Lands­bank­ans tóku verð­tryggð neyt­enda­lán á tíma­bil­inu sem um ræð­ir, einkum verð­tryggð íbúða­lán. Van­mat á vísi­tölu neyslu­verðs, sem nú á að leið­rétta aftur í tím­ann, mun leiða það af sér að eft­ir­stöðvar verð­tryggðra lána sem tekin voru á tíma­bil­inu hækka vegna vísi­tölu­breyt­inga sem áttu sér stað fyrir lán­töku.“

Hjá Arion banka er verið að meta stöð­una og áhrifin af þessum mis­tökum hag­stof­unnar og hvernig er rétt að bregð­ast við því. Hjá Íslands­banka er ekki búið að taka end­an­lega ákvörðun um hvaða leiðir á að fara í þessum efn­um. Búist er við að ákvörðun muni liggja fyrir á næstu dög­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None