Eygló dró framboð sitt til baka

Tvær fylkingar hafa tekist á og þær eiga báðar að hafa fulltrúa í forystu flokksins, sagði Eygló er hún dró framboð sitt til varaformanns Framsóknarflokksins til baka. Hún styður Lilju Alfreðsdóttur í embættið.

Eygló Harðardóttir velferðarráðherra.
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra.
Auglýsing

Eygló Harð­ar­dóttir ákvað, eftir að ljóst var að Sig­urður Ingi Jóhanns­son yrði for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að hætta við fram­boð sitt í emb­ætti vara­for­manns flokks­ins. Áður en fram­boðs­ræður vara­for­manns­efna hófust til­kynnti hún þetta.

Eygló lýsti yfir stuðn­ingi við Lilju Alfreðs­dóttur í emb­ættið en þær tvær, auk Vil­helms Úlf­ars Vil­helms­son­ar, höfðu lýst yfir fram­boði til vara­for­manns. Eygló sagði að það hefði engum dulist að tvær fylk­ingar hefðu tek­ist á innan flokks­ins og að það hafi verið erfitt að starfa innan flokks­ins. Hún myndi stíga til hliðar því henni þætti eðli­legt að full­trúi hinnar fylk­ing­ar­inn­ar, þeirrar sem studdi Sig­mund Dav­íð, yrði vara­for­maður flokks­ins fyrst Sig­urður Ingi varð kjör­inn.

Kosn­ing til var­for­manns fer fram með sama hætti og kosn­ing til for­manns flokks­ins og má búast við úrslitum fyrir kvöld­mat.

Auglýsing

Sig­mundur er far­inn

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son yfir­gaf Háskóla­bíó þegar nið­ur­stöður úr for­manns­kjör­inu lágu fyr­ir. Blaða­maður mbl.is spurði hann áður en gat ekið af stað í bíl sínum hvað tæki nú við. „Við sjáum bara til,“ sagði Sig­mund­ur.

Sig­mundur Davíð skipar efsta sæti fram­boðs­lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Í það sæti fékk hann yfir­burða­kosn­ingu.

Kjarn­inn hefur ekki náð tali af Jóhann­esi Þór Skúla­syni, aðstoð­ar­mann Sig­mundar og fjöl­miðla­tengilið flokks­þings­ins, þrátt fyrir ítrek­aðar til­raun­ir.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None