Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi hlaut 370 atkvæði gegn 329 atkvæðum Sigmundar Davíðs.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra var kjör­inn for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins á flokks­þingi í dag. Hann tekur við emb­ætt­inu af Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni og verður 17. for­maður flokks­ins í hund­rað ára sögu hans. Sig­mundur Davíð bauð sig einnig fram en laut í lægra haldi og tap­aði þess vegna for­manns­stóln­um.

Sig­urður Ingi hlaut 370 atkvæði gegn 329 atkvæðum Sig­mundar Dav­íðs. Þrjú atkvæði voru greidd fyrir Lilju Alfreðs­dóttur en hún býður sig fram sem vara­for­mann flokks­ins.

Mikil eft­ir­vænt­ing var vegna for­manns­kjörs­ins enda þótti mjótt á munum milli þeirra Sig­urðar og Sig­mund­ar. Mikil óánægja hafði ríkt um for­ystu flokks­ins fyrir flokks­þing­ið, eða síðan Sig­mundur Davíð neydd­ist til þess að segja af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í byrjun apríl á þessu ári. Þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði til að mynda ákveðið að setja Sig­mund Davíð af sem for­sæt­is­ráð­herra áður en ráð­herr­ann kom á fund þing­flokks­ins og bauðst sjálfur til þess að stíga til hlið­ar.

Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur und­an­farið mælst með um 11 pró­sent fylgi í Kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­son­ar. Stuðn­ingur við flokk­inn með Sig­mund Davíð í for­ystu eða ekki hefur einnig verið kann­að­ur. Í könnun Frétta­blaðs­ins sögð­ust aðspurðir vera frekar lík­legri til að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn með Sig­urð Inga í brúnn­i. 

Í könnun Gallup sem gerð var fyrir Við­skipta­blaðið og birt var 29. sept­em­ber kom hins vegar í ljós að Sig­mundur Davíð naut stuðn­ings meiri­hluta Fram­sókn­ar­manna. Sig­urður Ingi naut hins vegar yfir­burð­ar­stuðn­ings meðal stuðn­ings­manna allra flokka; 47 pró­sent vilja hann sem for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None