Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi hlaut 370 atkvæði gegn 329 atkvæðum Sigmundar Davíðs.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra var kjör­inn for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins á flokks­þingi í dag. Hann tekur við emb­ætt­inu af Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni og verður 17. for­maður flokks­ins í hund­rað ára sögu hans. Sig­mundur Davíð bauð sig einnig fram en laut í lægra haldi og tap­aði þess vegna for­manns­stóln­um.

Sig­urður Ingi hlaut 370 atkvæði gegn 329 atkvæðum Sig­mundar Dav­íðs. Þrjú atkvæði voru greidd fyrir Lilju Alfreðs­dóttur en hún býður sig fram sem vara­for­mann flokks­ins.

Mikil eft­ir­vænt­ing var vegna for­manns­kjörs­ins enda þótti mjótt á munum milli þeirra Sig­urðar og Sig­mund­ar. Mikil óánægja hafði ríkt um for­ystu flokks­ins fyrir flokks­þing­ið, eða síðan Sig­mundur Davíð neydd­ist til þess að segja af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í byrjun apríl á þessu ári. Þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði til að mynda ákveðið að setja Sig­mund Davíð af sem for­sæt­is­ráð­herra áður en ráð­herr­ann kom á fund þing­flokks­ins og bauðst sjálfur til þess að stíga til hlið­ar.

Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur und­an­farið mælst með um 11 pró­sent fylgi í Kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­son­ar. Stuðn­ingur við flokk­inn með Sig­mund Davíð í for­ystu eða ekki hefur einnig verið kann­að­ur. Í könnun Frétta­blaðs­ins sögð­ust aðspurðir vera frekar lík­legri til að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn með Sig­urð Inga í brúnn­i. 

Í könnun Gallup sem gerð var fyrir Við­skipta­blaðið og birt var 29. sept­em­ber kom hins vegar í ljós að Sig­mundur Davíð naut stuðn­ings meiri­hluta Fram­sókn­ar­manna. Sig­urður Ingi naut hins vegar yfir­burð­ar­stuðn­ings meðal stuðn­ings­manna allra flokka; 47 pró­sent vilja hann sem for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None