Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi hlaut 370 atkvæði gegn 329 atkvæðum Sigmundar Davíðs.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra var kjör­inn for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins á flokks­þingi í dag. Hann tekur við emb­ætt­inu af Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni og verður 17. for­maður flokks­ins í hund­rað ára sögu hans. Sig­mundur Davíð bauð sig einnig fram en laut í lægra haldi og tap­aði þess vegna for­manns­stóln­um.

Sig­urður Ingi hlaut 370 atkvæði gegn 329 atkvæðum Sig­mundar Dav­íðs. Þrjú atkvæði voru greidd fyrir Lilju Alfreðs­dóttur en hún býður sig fram sem vara­for­mann flokks­ins.

Mikil eft­ir­vænt­ing var vegna for­manns­kjörs­ins enda þótti mjótt á munum milli þeirra Sig­urðar og Sig­mund­ar. Mikil óánægja hafði ríkt um for­ystu flokks­ins fyrir flokks­þing­ið, eða síðan Sig­mundur Davíð neydd­ist til þess að segja af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í byrjun apríl á þessu ári. Þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði til að mynda ákveðið að setja Sig­mund Davíð af sem for­sæt­is­ráð­herra áður en ráð­herr­ann kom á fund þing­flokks­ins og bauðst sjálfur til þess að stíga til hlið­ar.

Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur und­an­farið mælst með um 11 pró­sent fylgi í Kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­son­ar. Stuðn­ingur við flokk­inn með Sig­mund Davíð í for­ystu eða ekki hefur einnig verið kann­að­ur. Í könnun Frétta­blaðs­ins sögð­ust aðspurðir vera frekar lík­legri til að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn með Sig­urð Inga í brúnn­i. 

Í könnun Gallup sem gerð var fyrir Við­skipta­blaðið og birt var 29. sept­em­ber kom hins vegar í ljós að Sig­mundur Davíð naut stuðn­ings meiri­hluta Fram­sókn­ar­manna. Sig­urður Ingi naut hins vegar yfir­burð­ar­stuðn­ings meðal stuðn­ings­manna allra flokka; 47 pró­sent vilja hann sem for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None