Trump kann að hafa komist undan skattgreiðslum í 18 ár

Vondri viku í kosningabaráttu Donalds Trump lauk ekki vel því fjölmiðlar komust yfir skattaskýrslu hans frá árinu 1995.

Donald Trump tapaði næstum því einum milljarði bandaríkjadala árið 1995 og gæti þess vegna hafa komist hjá því að borga skatta fram til ársins 2013.
Donald Trump tapaði næstum því einum milljarði bandaríkjadala árið 1995 og gæti þess vegna hafa komist hjá því að borga skatta fram til ársins 2013.
Auglýsing

Lík­legt er talið að Don­ald Trump, auð­jöfur og for­seta­fram­bjóð­andi í Banda­ríkj­un­um, hafi kom­ist undan því að borga alrík­is­skatt í Banda­ríkj­unum í allt að 18 ár frá árinu 1995 til 2013. Trump hefur ekki gert skatt­skýrslur sínar opin­ber­ar, þvert á þá venju að for­seta­fram­bjóð­endur geri slíkt, og fer undan í flæm­ingi þegar hann er inntur eftir svör­um.

Ástæða þess að Trump er tal­inn hafa kom­ist undan því að greiða skatt er að hann lýsti 916 millj­óna doll­ara tapi á skatt­skýrslum fyr­ir­tækja sinna árið 1995. Banda­ríska dag­blaðið The New York Times seg­ist hafa skatt­skýrslur for­seta­fram­bjóð­and­ans frá 1995 undir hönd­um. Skatta­sér­fræð­ingar sem rýnt hafa í gögnin segja að í banda­rískum lögum sé gert ráð fyrir að ekki þurfi að borga skatta eftir risatap á borð við þetta.

Frétta­skýrendur vest­an­hafs segja þessar fregnir The New York Times setja upp­hrópun­ar­merki við eina verstu viku nokk­urs for­seta­fram­bjóð­enda í manna minn­um.

Auglýsing

Alrík­is­skatta­reglur í Banda­ríkj­unum hygla auð­ugum sér­stak­lega í þessu til­liti og þess vegna getur verið að Trump hafi notað þetta risatap til þess að núlla út allar skatt­greiðslur fram til árs­ins 2013. Áætlað er að það séu um það bil 50 millj­ónir doll­arar á ári sem hann hafi kom­ist undan að greiða.

Trump hefur borið það fyrir sig að hann sæti nú skatt­rann­sókn og þess vegna geti hann ekki gefið út skatt­skýrslur sín­ar. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að það sé rangt að skatt­rann­sóknir komi í veg fyrir að hann geti birt skýrsl­urn­ar. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur til að mynda lýst því opin­ber­lega að Trump hafi rangt fyrir sér.

Í yfir­lýs­ingu frá kosn­inga­stjórn Trump segir að hann sé „mjög fær kaup­sýslu­maður sem hafi fjár­sýslu­skyldur gagn­vart fyr­ir­tækjum sín­um, fjöl­skyldu sinni og starfs­fólki“. Þess vegna borgi hann alls ekki meira í skatta en hann lög­lega þarf.

Sam­kvæmt FiveT­hir­tyEight hefur Don­ald Trump dreg­ist aft­urúr und­an­farna viku, eftir kapp­ræður þeirra Trump og Hill­ary Clinton á mánu­dags­kvöld. Nú eru taldar 67,3 pró­sent líkur á því að Clinton verði næsti for­seti Banda­ríkj­anna en aðeins 32,7 pró­sent líkur á því að Trump taki við emb­ætt­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None