Trump kann að hafa komist undan skattgreiðslum í 18 ár

Vondri viku í kosningabaráttu Donalds Trump lauk ekki vel því fjölmiðlar komust yfir skattaskýrslu hans frá árinu 1995.

Donald Trump tapaði næstum því einum milljarði bandaríkjadala árið 1995 og gæti þess vegna hafa komist hjá því að borga skatta fram til ársins 2013.
Donald Trump tapaði næstum því einum milljarði bandaríkjadala árið 1995 og gæti þess vegna hafa komist hjá því að borga skatta fram til ársins 2013.
Auglýsing

Lík­legt er talið að Don­ald Trump, auð­jöfur og for­seta­fram­bjóð­andi í Banda­ríkj­un­um, hafi kom­ist undan því að borga alrík­is­skatt í Banda­ríkj­unum í allt að 18 ár frá árinu 1995 til 2013. Trump hefur ekki gert skatt­skýrslur sínar opin­ber­ar, þvert á þá venju að for­seta­fram­bjóð­endur geri slíkt, og fer undan í flæm­ingi þegar hann er inntur eftir svör­um.

Ástæða þess að Trump er tal­inn hafa kom­ist undan því að greiða skatt er að hann lýsti 916 millj­óna doll­ara tapi á skatt­skýrslum fyr­ir­tækja sinna árið 1995. Banda­ríska dag­blaðið The New York Times seg­ist hafa skatt­skýrslur for­seta­fram­bjóð­and­ans frá 1995 undir hönd­um. Skatta­sér­fræð­ingar sem rýnt hafa í gögnin segja að í banda­rískum lögum sé gert ráð fyrir að ekki þurfi að borga skatta eftir risatap á borð við þetta.

Frétta­skýrendur vest­an­hafs segja þessar fregnir The New York Times setja upp­hrópun­ar­merki við eina verstu viku nokk­urs for­seta­fram­bjóð­enda í manna minn­um.

Auglýsing

Alrík­is­skatta­reglur í Banda­ríkj­unum hygla auð­ugum sér­stak­lega í þessu til­liti og þess vegna getur verið að Trump hafi notað þetta risatap til þess að núlla út allar skatt­greiðslur fram til árs­ins 2013. Áætlað er að það séu um það bil 50 millj­ónir doll­arar á ári sem hann hafi kom­ist undan að greiða.

Trump hefur borið það fyrir sig að hann sæti nú skatt­rann­sókn og þess vegna geti hann ekki gefið út skatt­skýrslur sín­ar. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að það sé rangt að skatt­rann­sóknir komi í veg fyrir að hann geti birt skýrsl­urn­ar. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur til að mynda lýst því opin­ber­lega að Trump hafi rangt fyrir sér.

Í yfir­lýs­ingu frá kosn­inga­stjórn Trump segir að hann sé „mjög fær kaup­sýslu­maður sem hafi fjár­sýslu­skyldur gagn­vart fyr­ir­tækjum sín­um, fjöl­skyldu sinni og starfs­fólki“. Þess vegna borgi hann alls ekki meira í skatta en hann lög­lega þarf.

Sam­kvæmt FiveT­hir­tyEight hefur Don­ald Trump dreg­ist aft­urúr und­an­farna viku, eftir kapp­ræður þeirra Trump og Hill­ary Clinton á mánu­dags­kvöld. Nú eru taldar 67,3 pró­sent líkur á því að Clinton verði næsti for­seti Banda­ríkj­anna en aðeins 32,7 pró­sent líkur á því að Trump taki við emb­ætt­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None