Trump kann að hafa komist undan skattgreiðslum í 18 ár

Vondri viku í kosningabaráttu Donalds Trump lauk ekki vel því fjölmiðlar komust yfir skattaskýrslu hans frá árinu 1995.

Donald Trump tapaði næstum því einum milljarði bandaríkjadala árið 1995 og gæti þess vegna hafa komist hjá því að borga skatta fram til ársins 2013.
Donald Trump tapaði næstum því einum milljarði bandaríkjadala árið 1995 og gæti þess vegna hafa komist hjá því að borga skatta fram til ársins 2013.
Auglýsing

Lík­legt er talið að Don­ald Trump, auð­jöfur og for­seta­fram­bjóð­andi í Banda­ríkj­un­um, hafi kom­ist undan því að borga alrík­is­skatt í Banda­ríkj­unum í allt að 18 ár frá árinu 1995 til 2013. Trump hefur ekki gert skatt­skýrslur sínar opin­ber­ar, þvert á þá venju að for­seta­fram­bjóð­endur geri slíkt, og fer undan í flæm­ingi þegar hann er inntur eftir svör­um.

Ástæða þess að Trump er tal­inn hafa kom­ist undan því að greiða skatt er að hann lýsti 916 millj­óna doll­ara tapi á skatt­skýrslum fyr­ir­tækja sinna árið 1995. Banda­ríska dag­blaðið The New York Times seg­ist hafa skatt­skýrslur for­seta­fram­bjóð­and­ans frá 1995 undir hönd­um. Skatta­sér­fræð­ingar sem rýnt hafa í gögnin segja að í banda­rískum lögum sé gert ráð fyrir að ekki þurfi að borga skatta eftir risatap á borð við þetta.

Frétta­skýrendur vest­an­hafs segja þessar fregnir The New York Times setja upp­hrópun­ar­merki við eina verstu viku nokk­urs for­seta­fram­bjóð­enda í manna minn­um.

Auglýsing

Alrík­is­skatta­reglur í Banda­ríkj­unum hygla auð­ugum sér­stak­lega í þessu til­liti og þess vegna getur verið að Trump hafi notað þetta risatap til þess að núlla út allar skatt­greiðslur fram til árs­ins 2013. Áætlað er að það séu um það bil 50 millj­ónir doll­arar á ári sem hann hafi kom­ist undan að greiða.

Trump hefur borið það fyrir sig að hann sæti nú skatt­rann­sókn og þess vegna geti hann ekki gefið út skatt­skýrslur sín­ar. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að það sé rangt að skatt­rann­sóknir komi í veg fyrir að hann geti birt skýrsl­urn­ar. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur til að mynda lýst því opin­ber­lega að Trump hafi rangt fyrir sér.

Í yfir­lýs­ingu frá kosn­inga­stjórn Trump segir að hann sé „mjög fær kaup­sýslu­maður sem hafi fjár­sýslu­skyldur gagn­vart fyr­ir­tækjum sín­um, fjöl­skyldu sinni og starfs­fólki“. Þess vegna borgi hann alls ekki meira í skatta en hann lög­lega þarf.

Sam­kvæmt FiveT­hir­tyEight hefur Don­ald Trump dreg­ist aft­urúr und­an­farna viku, eftir kapp­ræður þeirra Trump og Hill­ary Clinton á mánu­dags­kvöld. Nú eru taldar 67,3 pró­sent líkur á því að Clinton verði næsti for­seti Banda­ríkj­anna en aðeins 32,7 pró­sent líkur á því að Trump taki við emb­ætt­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None