Sigurður Ingi skaut fast á Sigmund Davíð

Frambjóðendur til formanns Framsóknarflokksins fluttu framboðsræður sínar í Háskólabíó. Fulltrúar á flokksþinginu kjósa nú nýja forystu flokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son fluttu fram­boðs­ræður sínar á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins nú um klukkan 13 í dag. Um leið og ræð­unum sleppti hófst kosn­ing­in. For­maður kjör­stjórn­ar­innar sagð­ist ekki þora að meta hversu langan tíma kosn­ing­arnar muni taka.

Sig­urður Ingi tal­aði á undan og fjall­aði í meg­in­at­riðum um það sama og hann tal­aði um í gær; Ef flokknum ætti að vegna vel í kosn­ing­unum þyrfti fólk að kjósa flokk­inn. Hann vitn­aði í skoð­ana­kann­anir sem sýna að fleiri muni kjósa flokk­inn ef nýr for­maður verði kos­inn í flokk­in­um. Sig­urður Ingi skaut föstum skotum að Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni í ræð­unni og sagði það undir rós að for­mað­ur­inn hafi lent á vegg í bar­áttu sinni eftir að Panama­skjölin afhjúp­uðu eign­ar­hald hans í félagi í skatta­skjóli. 

„Sumir segja að allt sem sé ekki bannað sé leyfi­leg­t,“ sagði hann. „Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði mun breið­ari skís­kotun ef skipt verður um for­ystu. Ég hef aldrei litið svo á að þeir sem kjósa ekki Fram­sókn­ar­flokk­inn eru ekki óvinir flokks­ins,“ sagði Sig­urður Ing­i. 

Auglýsing

Sig­mundur Davíð tal­aði blað­laust í sinni fram­boðs­ræðu. Hann lagði áherslu á að Fram­sókn­ar­menn þyrftu að fylkja liði og standa saman í kosn­ing­unum til þess að ná árangri. Það yrði hans fyrsta verk ef hann hlýtur áfram­hald­andi umboð til þess að leiða flokk­inn að sam­eina hann og koma á sátt­um.

Jafn­framt seg­ist hann aldrei hafa fundið fyrir eins miklum stuðn­ingi og und­an­far­ið. Hann seg­ist heyra það ítrekað að fólk komi til hans og segi: „Ekki gef­ast upp. Þið gef­ist ekki upp núna fyrir lúa­legum brögð­um. Látið ekki fella ykkur á slík­u.“ Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sé auð­vitað prinsipp­flokkur og fólkið sem sé „að fara að kjósa okkur er fólkið sem telur að stjórn­mál eigi að snú­ast um prinsipp.“ Hann ætlar að reyna að bæta flokk­inn og sjálfan sig. Hann sé ekki galla­laus og að hann muni vinna að því á hverjum degi að bæta sig á þeim sviðum sem uppá vantar styrk.

Full­trúar á flokks­þing­inu ganga nú til kosn­inga. Ekki er ljóst hvenær nið­ur­stöður liggja fyrir en sam­kvæmt dag­skrá áttu fram­boðs­ræð­urnar að hefj­ast kl. 11: 30. Næsti liður á dag­skránni átti að hefj­ast kl. 12:30 svo gera má ráð fyrir að þetta ferli muni taka um tvær klukku­stund­ir. Til þess að ná kjöri þarf nýr for­maður að fá minnst helm­ing atkvæða í emb­ætt­ið. Þess vegna gæti farið að kjósa þurfi aftur þar til annar nýtur stuðn­ings meiri­hluta flokks­þings­full­trúa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None