Sigurður Ingi skaut fast á Sigmund Davíð

Frambjóðendur til formanns Framsóknarflokksins fluttu framboðsræður sínar í Háskólabíó. Fulltrúar á flokksþinginu kjósa nú nýja forystu flokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son fluttu fram­boðs­ræður sínar á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins nú um klukkan 13 í dag. Um leið og ræð­unum sleppti hófst kosn­ing­in. For­maður kjör­stjórn­ar­innar sagð­ist ekki þora að meta hversu langan tíma kosn­ing­arnar muni taka.

Sig­urður Ingi tal­aði á undan og fjall­aði í meg­in­at­riðum um það sama og hann tal­aði um í gær; Ef flokknum ætti að vegna vel í kosn­ing­unum þyrfti fólk að kjósa flokk­inn. Hann vitn­aði í skoð­ana­kann­anir sem sýna að fleiri muni kjósa flokk­inn ef nýr for­maður verði kos­inn í flokk­in­um. Sig­urður Ingi skaut föstum skotum að Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni í ræð­unni og sagði það undir rós að for­mað­ur­inn hafi lent á vegg í bar­áttu sinni eftir að Panama­skjölin afhjúp­uðu eign­ar­hald hans í félagi í skatta­skjóli. 

„Sumir segja að allt sem sé ekki bannað sé leyfi­leg­t,“ sagði hann. „Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði mun breið­ari skís­kotun ef skipt verður um for­ystu. Ég hef aldrei litið svo á að þeir sem kjósa ekki Fram­sókn­ar­flokk­inn eru ekki óvinir flokks­ins,“ sagði Sig­urður Ing­i. 

Auglýsing

Sig­mundur Davíð tal­aði blað­laust í sinni fram­boðs­ræðu. Hann lagði áherslu á að Fram­sókn­ar­menn þyrftu að fylkja liði og standa saman í kosn­ing­unum til þess að ná árangri. Það yrði hans fyrsta verk ef hann hlýtur áfram­hald­andi umboð til þess að leiða flokk­inn að sam­eina hann og koma á sátt­um.

Jafn­framt seg­ist hann aldrei hafa fundið fyrir eins miklum stuðn­ingi og und­an­far­ið. Hann seg­ist heyra það ítrekað að fólk komi til hans og segi: „Ekki gef­ast upp. Þið gef­ist ekki upp núna fyrir lúa­legum brögð­um. Látið ekki fella ykkur á slík­u.“ Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sé auð­vitað prinsipp­flokkur og fólkið sem sé „að fara að kjósa okkur er fólkið sem telur að stjórn­mál eigi að snú­ast um prinsipp.“ Hann ætlar að reyna að bæta flokk­inn og sjálfan sig. Hann sé ekki galla­laus og að hann muni vinna að því á hverjum degi að bæta sig á þeim sviðum sem uppá vantar styrk.

Full­trúar á flokks­þing­inu ganga nú til kosn­inga. Ekki er ljóst hvenær nið­ur­stöður liggja fyrir en sam­kvæmt dag­skrá áttu fram­boðs­ræð­urnar að hefj­ast kl. 11: 30. Næsti liður á dag­skránni átti að hefj­ast kl. 12:30 svo gera má ráð fyrir að þetta ferli muni taka um tvær klukku­stund­ir. Til þess að ná kjöri þarf nýr for­maður að fá minnst helm­ing atkvæða í emb­ætt­ið. Þess vegna gæti farið að kjósa þurfi aftur þar til annar nýtur stuðn­ings meiri­hluta flokks­þings­full­trúa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None