Sigurður Ingi skaut fast á Sigmund Davíð

Frambjóðendur til formanns Framsóknarflokksins fluttu framboðsræður sínar í Háskólabíó. Fulltrúar á flokksþinginu kjósa nú nýja forystu flokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son fluttu fram­boðs­ræður sínar á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins nú um klukkan 13 í dag. Um leið og ræð­unum sleppti hófst kosn­ing­in. For­maður kjör­stjórn­ar­innar sagð­ist ekki þora að meta hversu langan tíma kosn­ing­arnar muni taka.

Sig­urður Ingi tal­aði á undan og fjall­aði í meg­in­at­riðum um það sama og hann tal­aði um í gær; Ef flokknum ætti að vegna vel í kosn­ing­unum þyrfti fólk að kjósa flokk­inn. Hann vitn­aði í skoð­ana­kann­anir sem sýna að fleiri muni kjósa flokk­inn ef nýr for­maður verði kos­inn í flokk­in­um. Sig­urður Ingi skaut föstum skotum að Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni í ræð­unni og sagði það undir rós að for­mað­ur­inn hafi lent á vegg í bar­áttu sinni eftir að Panama­skjölin afhjúp­uðu eign­ar­hald hans í félagi í skatta­skjóli. 

„Sumir segja að allt sem sé ekki bannað sé leyfi­leg­t,“ sagði hann. „Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði mun breið­ari skís­kotun ef skipt verður um for­ystu. Ég hef aldrei litið svo á að þeir sem kjósa ekki Fram­sókn­ar­flokk­inn eru ekki óvinir flokks­ins,“ sagði Sig­urður Ing­i. 

Auglýsing

Sig­mundur Davíð tal­aði blað­laust í sinni fram­boðs­ræðu. Hann lagði áherslu á að Fram­sókn­ar­menn þyrftu að fylkja liði og standa saman í kosn­ing­unum til þess að ná árangri. Það yrði hans fyrsta verk ef hann hlýtur áfram­hald­andi umboð til þess að leiða flokk­inn að sam­eina hann og koma á sátt­um.

Jafn­framt seg­ist hann aldrei hafa fundið fyrir eins miklum stuðn­ingi og und­an­far­ið. Hann seg­ist heyra það ítrekað að fólk komi til hans og segi: „Ekki gef­ast upp. Þið gef­ist ekki upp núna fyrir lúa­legum brögð­um. Látið ekki fella ykkur á slík­u.“ Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sé auð­vitað prinsipp­flokkur og fólkið sem sé „að fara að kjósa okkur er fólkið sem telur að stjórn­mál eigi að snú­ast um prinsipp.“ Hann ætlar að reyna að bæta flokk­inn og sjálfan sig. Hann sé ekki galla­laus og að hann muni vinna að því á hverjum degi að bæta sig á þeim sviðum sem uppá vantar styrk.

Full­trúar á flokks­þing­inu ganga nú til kosn­inga. Ekki er ljóst hvenær nið­ur­stöður liggja fyrir en sam­kvæmt dag­skrá áttu fram­boðs­ræð­urnar að hefj­ast kl. 11: 30. Næsti liður á dag­skránni átti að hefj­ast kl. 12:30 svo gera má ráð fyrir að þetta ferli muni taka um tvær klukku­stund­ir. Til þess að ná kjöri þarf nýr for­maður að fá minnst helm­ing atkvæða í emb­ætt­ið. Þess vegna gæti farið að kjósa þurfi aftur þar til annar nýtur stuðn­ings meiri­hluta flokks­þings­full­trúa.

Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas Jóhannsson lögmann og fyrrverandi héraðsdómara hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
Kjarninn 17. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
Kjarninn 17. september 2019
Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara
Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. „Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum,“ segir formaður Eflingar.
Kjarninn 17. september 2019
Kvikan
Kvikan
Farsi í lögreglunni, doði í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None