Bein útsending: Framsókn kýs forystu í dag – mjög mjótt á munum

Flokksþing Framsóknarflokksins kýs sér forystu í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sækjast eftir formannsembættinu.

Flokksþing framsóknarflokksins
Auglýsing

Flokks­þing Fram­sókna­flokks­ins kýs for­mann, vara­for­mann, rit­ara, laga­nefnd og siða­nefnd í Háskóla­bíó í dag. Fram­boðs­ræður þeirra sem hafa gefið kost á sér verða sýndar beint í streymi Fram­sókn­ar­flokks­ins og eiga að hefj­ast klukkan 11:30 sam­kvæmt dag­skrá. Ein­hverjar tafir hafa orðið á dag­skránni og enn er verið að greiða atkvæði um skýrslur mál­efna­hópa á flokks­þing­inu. Hægt er að horfa í spil­ar­anum hér að neð­an.

Bæði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, vara­for­maður flokks­ins og núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, gefa báðir kost á sér í emb­ætti for­manns flokks­ins. Í emb­ætti vara­for­manns hafa bæði Lilja Alfreðs­dótt­ir, utan­rík­is­ráð­herra, og Eygló Harð­ar­dótt­ir, vel­ferð­ar­ráð­herra, boðið sig fram.

Sam­kvæmt frá­sögnum fjöl­miðla af flokks­þing­inu virð­ist vera mjög erfitt að átta sig á hvort Sig­mundur Davíð eða Sig­urður Ingi njóti meiri stuðn­ings meðal flokks­þings­full­trúa. Það mun því að öllum lík­indum veðra mjög mótt á munum og við­búið að ef ein­ungis fáein atkvæði skilja á milli að talið verði tvisvar. Það verður eflaust ekki síður gert til þess að koma í veg fyrir atvik eins og þegar Sig­mundur Davíð var fyrst kjör­inn sem for­maður flokks­ins. Þá gerði kjör­stjórnin mis­tök og sagði Hösk­uld Þór­halls­son vera rétt­kjör­inn for­mann, en þurfti svo að slíta sig­ur­ræðu Hösk­uldar til að til­kynna að hann væri alls ekki for­mað­ur.

Auglýsing

Hömr­uðu á trausti inn­an­flokks og utan

Öll fluttu þau ræður á flokks­þing­inu í gær og gerðu grein fyrir starfi sínu sem ráð­herrar í rík­is­stjórn. Sig­mundur Davíð flutti sitt erindi sem for­maður flokks­ins á hund­rað ára afmæli hans. Þar tal­aði einnig Gunnar Bragi sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hann var eini ráð­herr­ann sem lýsti yfir stuðn­ingi við annan fram­bjóð­and­ann í for­manns­kjör­inu; Sig­mundur Davíð hlaut það lof. Í ræðum sínum í gær fjöll­uðu báðir um traust og sam­vinnu í ræðum sínum en nálg­uð­ust það frá mis­­mun­andi end­­um.

Sig­­mundur Davíð tal­aði sem for­­maður flokks­ins í nærri því klukku­­stund og fór vítt og breitt yfir áherslur flokks­ins, bæði sög­u­­legar áherslur og þau mál­efni sem flokk­­ur­inn hefur barist fyrir undir for­ystu hans. Hann vís­aði ítrekað í ræðu sem hann hélt á flokks­­þingi fyrir fimm árum og lagði áherslu á þá sam­­stöðu sem hann sagði ein­­kenna Fram­­sókn­­ar­­menn þegar þeir standa frammi fyrir stórum og erf­iðum verk­efn­­um.

Við hugs­an­­legar stjórn­­­ar­­mynd­­anir í kjöl­far kosn­­ing­anna í lok mán­að­­ar­ins sagði Sig­­mundur Davíð að Fram­­sókn vilji ekki bara fá að vera með, heldur taka þátt út frá styrk­­leika. Flokk­­ur­inn hefur verið að mæl­­ast með um og yfir 10 pró­­sent fylgi í Kosn­­inga­­spánni und­an­farnar vik­­ur. Í kosn­­ing­unum árið 2013 hlaut flokk­­ur­inn 24,4 pró­­sent fylgi og 19 þing­­menn og gat myndað rík­­is­­stjórn með Sjálf­­stæð­is­­flokkn­­um.

Sig­­urður Ingi fjall­aði um þann trausts­missi sem Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn og for­ysta flokks­ins hefur orðið fyrir í kjöl­far þess að upp komst um eignir Sig­­mundar Dav­­íðs í aflands­­fé­lagi. „Það hefur ýmis­­­legt gerst síðan við komum saman síð­­­ast á flokks­­þing­i,“ sagði hann og rak það hvernig hann hafi tekið það verk­efni að sér að halda rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starf­inu við Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn áfram eftir að Sig­­mundur Davíð sagði af sér.

Sig­­urður Ingi lagði áherslu á að til þess að geta haft áhrif á fram­vindu mála yrði flokk­­ur­inn að geta unnið með öðrum flokkum og aðrir flokkar að geta unnið með hon­­um. „Við verðum að vera í aðstöðu til þess að hafa áhrif á fram­vindu mála,“ sagði hann og spurði síð­­an: „Hver er staðan nú í þeim efn­um?“.

Drama

Beinni vefút­send­ingu Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem Kjarn­inn birti hér á vefnum í gær, lauk um leið og Sig­mundur Davíð lauk ræðu sinni. Inntur eftir svörum sagði Jóhannes Þór Skúla­son, aðstoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs og tengiliður fjöl­miðla vegna flokks­þings­ins, að þetta hefðu verið mis­tök og ekki sam­kvæmt þeim fyr­ir­mælum sem tækni­menn hefðu feng­ið. Tækni­menn­irnir eru þessu hins vegar ósam­mála og segja að farið hafi verið í einu og öllu eftir fyr­ir­mælum for­svars­manna flokks­þings­ins.

Ásmundur Einar Daða­son, þing­maður fokks­ins og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs, lét þung orð fallaá flokks­þing­inu í gær. Hann lýsti því hvernig Sig­mundur Davíð hafi yfir­gefið fund fram­kvæmda­stjórnar flokks­ins í fússi á föstu­dag og neitað að ræða dag­skrá flokks­þings­ins. Ekki hafði verið gert ráð fyrir erindi for­sæt­is­ráð­herra fyrr en eftir þennan fund fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar.

Í umfjöllun RÚV um málið segir að for­mað­ur­inn hafi yfir­gefið fund­inn þegar ræða átti dag­skrá flokks­þings­ins en Eygló Harð­ar­dóttir hafi gengið á eftir honum og spurt hvort það væri ekki hægt að líta á dag­skrá flokks­þings­ins. „Síðan hefðu nokkur vel valin orð verið látin falla og hurðum skellt. Ásmundur sagði orð eins og sátta­vilja og sam­starf ekki hafa komið upp í hug­ann heldur hroki og ein­ræð­i.“

Frá­sögn Ásmundar Ein­ars var svo hrakin af Sig­mundi Davíð sjálf­um, sem sagð­ist hafa orðið fyrir von­brigðum með ræð­una. Ásmundur Einar segir aðra sem voru á fund­inum geta stað­fest frá­sögn sína.

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None