Lilja Dögg kjörin varaformaður – Gunnar Bragi dró framboðið til baka

Lilja Dögg verður varaformaður Framsóknarflokksins. Gunnar Bragi vildi ekki ritarastólinn og Sigmundur Davíð tjáir sig ekki við fjölmiðla.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir var gerð að utanríkisráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Inga. Hún skipar efsta sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar 29. október.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir var gerð að utanríkisráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Inga. Hún skipar efsta sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar 29. október.
Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðs­dóttir var kjörin vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins á flokks­þing­inu í dag. Hún hlaut yfir­burða­kosn­ingu í emb­ættið með 95 pró­sent greiddra atkvæða. Einn annar var í kjöri, Vil­helm Úlfar Vil­helms­son.

Eygló Harð­ar­dóttir hafði áður dregið fram­boð sitt til baka eftir að ljóst var að Sig­urður Ingi Jóhanns­son hefði verið kjör­inn for­maður flokks­ins. Taldi hún mik­il­vægt að full­trúar beggja fylk­inga, sem barist hafa innan flokks­ins und­an­farna daga,  ættu full­trúa í for­ystu flokks­ins.

Gunnar Bragi Sveins­son dró fram­boð sitt til rit­ara flokks­ins einnig til baka eftir að ljóst var að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hefði tapað for­manns­kosn­ing­un­um. Hann hefur verið ein­dreg­inn stuðn­ings­maður Sig­mundar Dav­íðs og var eini ráð­herra flokks­ins sem lýsti yfir stuðn­ingi við hann í yfir­lits­ræðum ráð­herra á flokks­þing­inu í gær. Gunnar Bragi seg­ist nú ætla að ein­beita sér að kosn­inga­bar­átt­unni fyrir norðan þar sem hann skipar fyrsta sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Jón Björn Há­­kon­­ar­­son er því sjálf­kjör­inn rit­ari flokks­ins.

Auglýsing

Kjarn­inn náði tali af Jóhann­esi Þór Skúla­syni, aðstoð­ar­manni Sig­mundar Dav­íðs og fjöl­miðla­tengilið vegna flokks­þings­ins, fyrir stundu og óskaði eftir sam­tali við Sig­mund Dav­íð. Jóhannes sagð­ist ekki búast við því að Sig­mundur myndi tjá sig í dag.

Þegar Sig­mundur Davíð yfir­gaf flokks­þingið í dag, eftir að úrslitin voru ljós, sagði hann við fjöl­miðla að nið­ur­staðan væru von­brigði. Honum var svo ekið á brott.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None