Nova selt til bandarísks fyrirtækis

Novator hefur selt allt hlutafé sitt í Nova til bandarísks eignastýringafélags. Kaupverðið nemur yfir 15 milljörðum króna, samkvæmt heimildum Kjarnans.

Björgólfur Thor Björgólfsson, stofnandi Nova, Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova og Hugh S. Short, stofnandi og stjórnarformaður Pt Capital.
Björgólfur Thor Björgólfsson, stofnandi Nova, Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova og Hugh S. Short, stofnandi og stjórnarformaður Pt Capital.
Auglýsing

Novator, fjár­fest­inga­fé­lag Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­son­ar, hefur náð sam­komu­lagi við banda­ríska eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Pt Capi­tal Advis­ors, um kaup á íslenska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Nova. Þetta kemur fram í til­kynn­ing­u. 

Pt Capi­tal Advis­ors er dótt­ur­fé­lag Pt Capital, og er með aðsetur í Anchorage í Alaska. Félagið leggur meg­in­á­herslu á fjár­fest­ingar á norð­ur­slóð­um, en Nova er fyrsta fjár­fest­ing félags­ins hér á landi. Kaup­verðið á Nova er trún­að­ar­mál. 

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Björgólfi Thor að það sé sér­stak­lega ánægju­legt að erlendir fjár­festar með reynslu af far­síma­mark­aði telji það góðan kost að taka þátt í íslensku við­skipta­lífi. „Slík inn­spýt­ing í íslenskan efna­hag er afar mik­il­væg.“ Liv Berg­þórs­dótt­ir, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ist stolt af því að hafa byggt upp fyr­ir­tæki sem hafi náð góðum árangri á íslenskum fjar­skipta­mark­aði, og fjár­fest­ing Pt sé við­ur­kenn­ing á þeim árangri. 

Auglýsing

Nova er með mesta mark­aðs­hlut­deild á far­síma­mark­aði á Íslandi og yfir­burða­stöðu í gagna­magns­notkun á far­síma­neti. Greint var frá því í vor að Novator hefði sett fyr­ir­tækið í sölu­ferli með hjálp fyr­ir­tækja­ráð­gjafar Kviku banka. Þá sagði Ragn­hildur Sverr­is­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Novator, að heild­ar­virði fyr­ir­tæk­is­ins væri ekki undir 15 millj­örðum króna. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var kaup­verðið hærra en 15 millj­arðar króna. 

Novator átti 94% hlut í Nova en stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars Liv Berg­þórs­dóttir for­stjóri, sex pró­senta hlut. 

Nova er orðið það fjar­­­skipta­­­fyr­ir­tæki sem er með mest­a ­mark­aðs­hlut­­­deild á far­síma­­­mark­aði á Ísland­i. Þetta kemur fram í töl­fræð­i­­­skýrslu ­Póst- og fjar­­­skipta­­­stofn­unar um stöð­una á fjar­­­skipta­­­mark­að­i í lok árs 2015 sem birt var á þriðju­dag. Alls eru 34 pró­­­sent allra áskrifta á far­síma­­­neti hjá Nova en 33,8 pró­­­sent hjá Sím­an­­­um. Voda­­­fone er í þriðja sæti með­ 28,1 pró­­­sent og 365, sem boðið hefur upp á fjar­­­skipta­­­þjón­­­ustu með síma og inter­­­neti frá haustinu 2013, er með 3,4 pró­­­sent hlut­­­deild.

Staðan á þessum mark­aði hefur breyst hratt á und­an­­­förn­um ár­­­um. Um mitt ár 2008, hálfu ári eftir að Nova hóf starf­­semi, var Sím­inn með 56,6 pró­­­sent mark­aðs­hlut­­­deild á far­síma­­­mark­aði og Voda­­­fone með 36,4 pró­­­sent. Sam­an­lögð mark­aðs­hlut­­­deild ­fyr­ir­tækj­anna tveggja var því 93 pró­­­sent. Nú er hún um 62 pró­­­sent.

Með sterk­­ustu stöð­una í notkun gagna­­magns

Nova er með lang­­­sterk­­­ustu stöð­una þegar kemur að notkun gagna­­­magns á far­síma­­­net­i. ­Mark­aðs­hlut­­­deild fyr­ir­tæk­is­ins á þeim mark­aði er 64,6 pró­­­sent á meðan að Sím­inn er með 18,3 pró­­­sent og Voda­­­fone með 12,8 pró­­­sent. Ein­ungis 4,1 pró­­­sent af ­gagna­­­magns­­­notkun á far­síma­­­neti í fyrra var á meðal við­­­skipta­vina 365.

Þessi ­notkun segir þó ekki alla sög­una. Upp­­i­­­­staðan af gagna­­­magns­­­notkun Íslend­inga á sér­ ­stað á fasta­­­net­inu. Þ.e. Íslend­ingar reyna frekar að vera með snjall­tækin sín tengd fasta­­­neti heima hjá sér og á vinn­u­­­stöðum frekar en að not­­­ast við 3G eða 4G kerfin til að ná sér í gögn. Á fasta­­­net­inu er Sím­inn með mjög sterka stöð­u. Alls eru 48,8 pró­­­sent allra inter­­­netteng­inga á Íslandi hjá Sím­an­­­um.

Nova hefur ekki selt inter­­­net­­­þjón­­­ustu með öðrum hætti en í gegnum far­síma­­­kerfi á und­an­­­förnum árum. Á því varð breyt­ing í síð­­­asta mán­uði þegar að fyr­ir­tæk­ið til­­­kynnti að það ætl­­­aði að hefja ljós­­­leið­­­ara­­­þjón­ust­u.  Því mun sam­keppnin þar aukast til muna á næst­unni.

Aftur orð­inn á meðal rík­­­ustu manna heims

Björgólfur Thor er aftur orð­inn á meðal rík­­­­­­­ustu manna heims­, sam­­­­kvæmt lista For­bes, en auð­æfi hans eru metin á 1,6 millj­­­­arða Banda­­­­ríkja­dala, eða sem nemur 208 millj­­­­örðum króna. Björgólfur Thor er núm­er 1.121 á lista For­bes yfir rík­­­­asta fólk heims­ins. Hann fór hæst í 249. sæti árið 2007. Eignir Björg­­­­ólfs Thors eru meðal ann­­­­ars í fjar­­­­skipta­­­­fé­lög­unum Play í Pól­landi og WOM í Chile, auk þess að eiga eign­­­­ar­hluti í félög­unum Xantis Pharma og All­erg­an líkt og áður sagði.Björgólfur Thor var á barmi gjald­­­­þrots eftir hrun fjár­­­­­­­mála­­­­kerf­is­ins, og í per­­­­són­u­­­­legum ábyrgðum fyrir tug­millj­­­­arða­skuld­um, en tókst að semja við kröf­u­hafa sína, halda eign­­­­ar­hlutum í stórum fyr­ir­tækj­um, meðal ann­­­­ars Act­­­­a­vis, sem síðan hefur sam­ein­­­­ast öðrum félögum og stækk­­­­að, og þannig ná vopnum sínum á nýjan leik.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None