Sigmundur Davíð fékk senda tölvuveiru - Rannsókn á tölvuinnbroti hætt

Sigmundur
Auglýsing
Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur birt bréf frá Rík­is­lög­reglu­stjóra vegna skoð­unar á meintu inn­broti í tölvu hans þegar Sig­mundur Davíð gengi starfi for­sæt­is­ráð­herra. Þar kemur fram að hann hafi fengið senda þekkta tölvu­veiru í tölvu­pósti og að rík­is­lög­reglu­stjóri hafi kallað eftir gögnum um málið í kjöl­far umfjöll­unar fjöl­miðla. Rann­sókn emb­ættis hafi hins veg­ar, að höfðu sam­ráði við rík­is­sak­sókn­ara, verið hætt nokkrum dögum eftir að hún hófst. Það var gert eftir að upp­lýs­ingar bár­ust frá rekstr­ar­fé­lagi Stjórn­ar­ráðs Íslands sem hafði þegar skoðað hvort að tölva Sig­mundar Dav­íðs hefði orðið fyrir tölvu­inn­broti kom­ist að því að engin stað­fest merki væru um slíkt í tölvu for­sæt­is­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi.

Í stöðu­upp­færslu á Face­book vegna þessa segir Sig­mundur Davíð að frá því að hann „hóf þátt­töku í stjórn­málum hefur hópur fólks talið það hlut­verk sitt að reyna að gera flest það sem ég segi ótrú­verð­ugt, allt frá stórum til­lögum í efna­hags­málum að frá­sögn um hvers­dags­lega atburð­i. 

Á mið­stjórn­ar­fundi um dag­inn gerði ég grín að því að menn hefðu meira að segja talið það til marks um „para­noju“ að telja að menn myndu gera ýmis­legt til að verja hags­muni sem voru álíka miklir og verð­mæti allra mann­virkja í Reykja­vík og hring­inn í kringum land­ið. Það var því skondin kald­hæðni að fréttir af fund­inum næstu daga á eftir snér­ust aðal­lega um atriði sem ég hafði nefnt í fram­hjá­hlaupi, þ.e. að brot­ist hefði verið inn í tölv­una mína, og leit­ast við að gera það ótrú­verð­ugt. Einn fjöl­mið­ill fékk mann til að halda því fram að það að brot­ist hefði verið inn í tölv­una líkt­ist vís­inda­skáld­sög­u.“

Auglýsing

Í krafti upp­lýs­inga­laga fékk Sig­mundur Davíð  af­hent gögn sem varða málið frá Rík­is­lög­reglu­stjóra. „Þar birt­ast sam­skipti rík­is­lög­reglu­stjóra (RLS) og rekstr­ar­fé­lags Stjórn­ar­ráðs­ins (RFS) auk þess sem afrit voru í sumum til­vikum send til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og rík­is­sak­sókn­ara. 

Fram kemur að tölvu­póstur sem sendur var á mig og lát­inn líta út fyrir að hann hefði komið frá öðrum en þeim sem sendi hann hefði lík­lega inni­haldið þekkta tölvu­veiru að nafni „Poi­son Ivy back­door“. Um þá veiru segir í bréfi frá RFS: „Ein­kenni hennar eru þær að hún opnar bak­dyr inn á tölvu við­kom­andi fyrir aðgengi árás­ar­að­ila að tölv­unn­i“. Þótt veiran hafi ekki fund­ist í tölv­unni er tekið fram að „Al­gengt er með slíka veirur að árás­ar­að­il­inn hreinsar til eftir sjálfan sig að lok­inni aðgerð“. Atvikið var skráð sem örygg­is­at­vik hjá RFS.

Emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra fylgdi mál­inu svo eftir og hafði sam­ráð um það við rík­is­sak­sókn­ara. Ástæða er til að taka fram að ekki er annað að sjá en að RLS hafi staðið mjög fag­lega að með­ferð þessa máls og það er í sam­ræmi við reynslu mína af emb­ætt­inu sem for­sæt­is- og dóms­mála­ráð­herra. “Engin stað­fest ummerki um tölvu­inn­brot

Kjarn­inn greindi frá því 12. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að engin stað­­fest ummerki hefðu fund­ist um það að inn­­brot hafi átt sér stað í tölvu Sig­­mundar Dav­­íðs við ítar­­lega skoðun rekstr­­ar­­fé­lags stjórn­­­ar­ráðs­ins. 

Þetta kom fram í svari rekstr­­ar­­fé­lags­ins við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans, en Sig­­mundur Davíð hélt því fram í ræðu á mið­­stjórn­­­ar­fundi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins helg­ina áður að brot­ist hafi verið inn í tölv­una hans. „Ég veit að það var brot­ist inn í tölv­una hjá mér,“ sagði Sig­­­mundur Davíð í ræð­unni. Hann hafi látið yfir­­­fara hana hjá örygg­is­­­full­­­trúa í stjórn­­­­­ar­ráð­inu og þar hafi fund­ist merki um að reynt hafi verið að brjót­­­ast inn. Við eft­ir­grennslan Kjarn­ans um helg­ina stað­­­festi Sig­­­mundur Davíð það sem hann full­yrti í ræðu sinni um að reynt hafi verið að brjót­­­ast inn í tölv­una hans.

Sig­­mundur Davíð óskaði eftir því við rekstr­­ar­­fé­lag stjórn­­­ar­ráðs­ins þann 1. apríl síð­­ast­lið­inn að tölvan hans yrði skoðuð vegna „rök­studds gruns hans um mög­u­­legt inn­­brot“ í tölv­una. Þetta kemur fram í svari rekstr­­ar­­fé­lags­ins við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans. Það er nokkrum dögum áður en hann sagði af sér sem for­­sæt­is­ráð­herra, en það gerði hann þann 5. apr­íl. 

„Rekstr­­ar­­fé­lag Stjórn­­­ar­ráðs­ins sér um rekstur stað­­ar­­nets Stjórn­­­ar­ráðs­ins og þjón­ustar þær útstöðvar sem tengj­­ast því, tölva for­­sæt­is­ráð­herra er þar á með­­al. Rekstr­­ar­­fé­lagið sér einnig um tölvu­ör­ygg­is­­mál Stjórn­­­ar­ráðs­ins. Þann 1.apríl 2016 barst félag­inu beiðni frá for­­sæt­is­ráð­herra um að skoða tölvu ráð­herra vegna rök­studds gruns hans um mög­u­­legt inn­­brot. Við ítar­­lega leit fund­ust ekki stað­­fest ummerki að inn­­brot hafi átt sér stað,“ segir í svari Guð­­mundar Hall­­dórs Kjærne­­sted, fram­­kvæmda­­stjóra rekstr­­ar­­fé­lags­ins, við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans. 

Fyrr sama dag greindi Vísir frá því að inn­­brot í tölvu for­­sæt­is­ráð­herra hefði ekki verið til­­kynnt til rík­­is­lög­­reglu­­stjóra, sem fer með brot gegn stjórn­­­­­skipan rík­­­is­ins og æðstu stjórn­­­völdum þess. Rík­is­lög­reglu­stjóri tók hins vegar málið upp eftir umfjöllun fjöl­miðla, sam­kvæmt bréf­inu sem Sig­mundur Davíð birtir á Face­book síðu sinni. Í bréf­inu, sem er dag­sett 16. sept­em­ber, kemur einnig fram að rík­is­lög­reglu­stjóri hafi hætt rann­sókn á mál­inu eftir sam­ráð við rík­is­sak­sókn­ara.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None