Ný þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands boðuð

Nicola Sturgeon
Auglýsing

Rík­is­stjórn Skotlands ætlar að leggja fram nýtt frum­varp um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði lands­ins í næstu viku. Nicola Stur­ge­on, fyrsti ráð­herra Skotlands og for­maður Skoska þjóð­ar­flokks­ins, greindi frá þessu í ræðu sem hún hélt á flokks­þingi hans í dag og The Guar­dian greinir frá.

Þar sagði Stur­geon að hún sé ákveðin í því að Skotland fái tæki­færi til að end­ur­meta spurn­ing­una um sjálf­stæði og og landar hennar eigi að fá tæki­færi til að gera það áður en að Bret­land yfir­gefur Evr­ópu­sam­band­ið, sé það nauð­syn­legt til að vernda hags­muni þjóð­ar­inn­ar. „Ég get því stað­fest hér í dag að frum­varp um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði verður lagt fram í næstu viku.“

Stur­geon sagði enn fremur að það liði ekki sá dagur sem að ein­hver kæmi ekki til hennar og við­hafði hvatn­ingu um að flýta nýrri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Það liði heldur ekki dagur sem að ein­hver kæmi upp að henni og hvatti hana til að hægja á því ferli. „Vel­komin í minn veru­leika. En ábyrgð leið­toga er að fram­kvæma með hags­muni lands­ins sem heildar að leið­ar­ljósi. Morg­unin eftir þjóð­ar­at­kvæðið um Evr­ópu­sam­bandið [Brex­it] sagði ég að ég myndi stýr­ast af mjög ein­faldri og skýrri spurn­ingu. Hvað er best fyrir íbúa Skotlands? Það er meg­in­reglan sem ég stjórn­ast enn að og ég veit að ég treyst á stuðn­ing ykkar við hvert ein­asta skref sem stigið verð­ur.“

Auglýsing

Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn kaus einnig Angus Robert­son sem vara­for­mann flokks­ins á flokks­þing­inu. Robert­son hefur komið til Íslands og lýst yfir miklum vilja til að auka sam­starf Skotlands við Ísland.

Brexit breytti öllu

Skotar kusu um sjálf­stæði frá Bretum árið 2014. Þá varð nið­ur­staðan sú að 55,3 pró­­sent Skota sögðu nei við sjálf­­stæði en 44,7 pró­­sent vildu sjálf­­stæði. Kjör­­sókn var 84,5 pró­­sent. Í aðdrag­anda kosn­ing­anna var afar mjótt á munum og talið er að á end­anum hafi lof­orð um aukin völd til skoska þings­ins ráðið úrslit­um. Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn, sem setti þjóð­ar­at­kvæði um sjálf­stæði á dag­skrá, vann síðan sann­kall­aðan stór­sigur í bresku þing­­kosn­­ing­unum í fyrra þegar hann fór úr því að hafa 6 af 59 þing­­sætum Skotlands í West­m­in­­ster og í það að hafa 56 af 59 sæt­­um.

Í sumar breytt­ist síðan allt í breskum stjórn­málum þegar Bretar kusu með því að yfir­­­gefa Evr­­ópu­­sam­­bandið í sög­u­­legri þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu um mál­ið, Úrslitin sýndu gríð­­ar­­lega skipt­ingu milli svæða í Bret­landi. Í öllu Skotlandi, á Norð­­ur­-Ír­landi og í höf­uð­­borg­inni London var yfir­­­gnæf­andi meiri­hluti kjós­­enda fylgj­andi því að halda áfram í ESB, en fyrir utan London var meiri­hluti fyrir útgöngu úr ESB víð­­ast hvar í Englandi. 62 pró­sen Skota vildu halda áfram í ESB, 55,8 pró­sent N-Íra og 59,9 pró­sent íbúa London. Ann­­ars staðar í Englandi vildur 57 pró­sent yfir­­­gefa ESB og 52,5 pró­sent íbúa í Wales. 

Á end­­anum voru þeir sem vildu áfram­hald­andi veru Bret­lands í ESB rétt undir 48 pró­sent og þeir sem vildu yfir­­­gefa ESB rétt undir 52 pró­sent.

Nicola Stur­­ge­on sagði strax dag­inn eftir Brex­it-­kosn­ing­arnar að hún teldi mjög lík­­­legt að þess verði kraf­ist að skoska þingið hafi mög­u­­leik­ann á því að boða til ann­­arrar þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu um sjálf­­stæði Skotlands. Það gæti gerst innan tveggja ára, á sama tíma­bili og samið verður um sam­­band Bret­lands við Evr­­ópu­­sam­­ban­d­ið. Hún sagði þó nauð­­syn­­legt að stíga var­­lega til jarð­­ar, hún ætl­­aði að byrja á því að ræða við Evr­­ópu­­sam­­bandið um alla mög­u­­leika á því að halda Skotlandi innan ESB. Það væri skýr vilji Skota að vera áfram í Evr­­ópu­­sam­­band­in­u. 

Nú hefur fyrsta skrefið í átt að slíkri atkvæða­greiðslu verið stig­ið, örfáum mán­uðum eftir Brex­it-­kosn­ing­arn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None