Kröfuhafavarðhundur varar Íslendinga við í auglýsingu í Fréttablaðinu

Hluti af auglýsingunni sem birtist í Fréttablaðinu í dag.
Hluti af auglýsingunni sem birtist í Fréttablaðinu í dag.
Auglýsing

„Við höfum séð þetta áður­. Þegar kæru­laus stjórn­völd fyr­ir­gera rétt­ar­rík­inu hverfur erlend fjár­fest­ing og lands­menn gjalda fyrir það. Á Íslandi mis­muna ný lög alþjóð­legum fjár­festum og neyða þá til að selja skulda­bréf sem ­tryggð eru í krónum með miklum afslætti, eða til að láta eignir sínar á reikn­inga sem ber­a enga vext­i. ­Tölum skýrt: Sví­virði­leg ný lög lands­ins mis­muna fjár­festum eftir þjóð­erni þeirra. Frekar en að halda áfram við­ræðum við alþjóð­lega fjár­festa sem reynt hafa að ná ­samn­ingum í góðri trú hefur Ísland stillt þeim upp við vegg.“ 

Svona hljómar byrjun texta aug­lýs­ingar sem birt­ist á síðu 9 í Frétta­blað­inu í dag. Þar er enn fremur settur fram hræðslu­á­róður um að meint mis­munun íslenskra stjórn­valda setji í hættu„efna­hags­legt öryggi íslenskra borg­ara.“ Aug­lýs­ingin hefur einnig verið birt á dönsku í dönskum fjöl­miðlum, m.a. við­skipta­blað­inu Bör­sen, og á ensku í banda­rískum fjöl­miðl­um.

Auglýsing


Sá sem ber ábyrgð á aug­lýs­ing­unni er verk­efnið „Iceland­Watch.org“ sem rekið er af hug­veit­unni Institute for Liber­ty. Í aug­lýs­ing­unni kemur sér­stak­lega fram að verk­efnið sé enn fremur fjár­magnað af hug­veit­unn­i. The New York Times fjall­aði um Institute for Liberty árið 2011 eftir að hug­veitan hafði beitt sér í Indónesíu. Þá snérist verk­efni hennar um að koma í veg fyrir að ákveðin papp­írs­fyr­ir­tæki þyrftu að greiða toll af vörum sínum í Banda­ríkj­un­um. Hug­veitan var stofnuð 2005 af manni sem heitir Jason Wright sem hefur m.a. barist gegn sjúkra­trygg­inga­lögum Barack Obama gegn hárri greiðslu.

Iceland­Watch.org verk­efnið vakti fyrst athygli hér­lendis þegar það keypti birt­ingar á Twitter til að koma boð­skap sínum á fram­færi. Aug­ljóst er að til­gang­ur­inn er að gæta hags­muna erlendra kröfu­hafa sem neit­uðu að taka þátt í aflandskrónu­upp­boði Seðla­banka Íslands í sumar sökum þess að þeim fannst gengið sem þar var í boði fyrir skulda­bréf þeirra ekki nógu hátt. Þess í stað voru eignir þeirra settar inn á vaxta­lausa reikn­inga. Það var hægt vegna sér­stakra laga sem Alþingi setti í aðdrag­anda útboð­anna. Laga­setn­ingin var rök­studd með því að aðgerð­irnar þættu nauð­syn­legar til að stuðla að greiðslu­jafn­vægi í íslenska efna­hags­kerf­inu og verja stöð­ug­leika lands­ins.

Tveir banda­rískir sjóð­ir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capi­­tal LP, sættu sig ekki við að eignir þeirra hafi verið settar inn á nær vaxta­­­­lausa reikn­inga í refs­ing­­­­ar­­­­skyni fyrir að taka ekki þátt í útboð­un­um. Þess í stað fólu sjóð­irnir lög­­­­­­­manni sínum að kanna grund­­­­völl fyrir mög­u­­­­legri máls­höfðun á hendur íslenska rík­­­­inu auk þess sem þeir hafa kvartað til Eft­ir­lits­­­­stofn­unar EFTA (ESA) vegna laga­­­­setn­ingar sem sam­­­­þykkt voru aðfara­nótt 23. maí síð­­­­ast­lið­ins, og þeir telja að feli í sér eign­­­­ar­­­­upp­­­­­­­töku og brot á jafn­­­­ræð­is­­­­reglu. Fyrsta skrefið í þeirri við­­leitni var að fara fram á það við hér­­aðs­­dóm Reykja­víkur að sér­­fræð­ingar verði skip­aðir til að fara yfir lög­­­mæti þeirra aðgerða sem fram­­kvæmdar voru gegn aflandskrón­u­eig­endum með lögum sem sam­­þykkt voru fyrr á þessu ári. 

Íslenska ríkið hefur reynt að koma í veg fyrir að hér­­aðs­­dómur Reykja­víkur skipi sér­­fræð­inga til að meta hvort ríkið hefði efna­hags­­legar for­­sendur fyrir því að neita að skipta aflandskrónum sjóð­anna tveggja á lægra verði en mark­aðs­verði, líkt og Kjarn­inn hefur greint frá

Mál­flutn­ingur Iceland­Watch.org er keim­líkur mál­flutn­ingi vog­un­ar­sjóð­anna tveggja. Í aug­lýs­ing­unni sem birt var í Frétta­blað­inu í dag er enn fremur lögð áhersla á að sýna fram á að í raun sé verið að hafa fé af almenn­ingi í Banda­ríkj­unum með aðgerðum Íslend­inga, ekki bara and­lits­lausum vog­un­ar­sjóðum í gróða­hug­leið­ing­um. Í síð­ari hluta hennar seg­ir: „Gjörðir Íslands munu skaða millj­ónir banda­rískra fjár­festa sem og stofn­anir og almenn­ing ­sem hafa sparifé í ein­stak­lings­bundnum sér­eigna­sparn­aði, líf­eyr­is­sjóðum og ­trygg­inga­sjóð­u­m. Þetta eru sömu fjár­festar og Seðla­banki Íslands leit­aði til árið 2008 og létu honum í té það fjár­magn sem þörf var á til að koma stöð­ug­leika á íslenskan efna­hag. Hag­vöxtur á Íslandi er nú 4,5%. Ferða­manna­iðn­að­ur­inn blómstr­ar. Atvinnu­leysi er bara 2,5% Mis­munun íslenskra stjórn­valda með þess­ari laga­setn­ingu setur í hættu allan þenn­an á­vinn­ing, sem og efna­hags­legt öryggi íslenskra borg­ara. Það er tími til kom­inn að Ísland hætti þess­ari mis­munun og komi jafnt fram við alla fjár­festa, sama hvar þeir kunna að búa.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None