Borgun styrkti Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um 250 þúsund

Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Greiðslu­korta­fyr­ir­tækið Borgun hf. styrkti bæði Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn um 250 þús­und krónur hvorn í fyrra. Þetta kemur fram í útdráttum af árs­reikn­ingum flokk­anna tveggja, sem skilað hefur verið inn til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Sam­fylk­ingin hefur einnig skilað inn árs­reikn­ingi sínum fyrir árið 2015 en flokk­ur­inn fékk ekki styrk frá Borg­un. Kjarn­inn mun fjalla nánar um árs­reikn­inga flokk­anna á næst­unn­i. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Borgun styrkti fyr­ir­tækið alla flokka sem sóttu um styrk í fyrra. 

Í lok árs­ins 2014, í nóv­­em­ber­mán­uði, seldi Lands­­bank­inn 31,2 pró­­sent hlut sinn í Borgun fyrir 2,2 millj­­arða króna til Eign­­ar­halds­­­fé­lags­ins Borg­unar slf., sem stofnað var skömmu fyrir kaupin á hlutn­­um. Salan á Borgun var umdeild en hlut­­ur­inn var ekki aug­lýstur til sölu, líkt og Kjarn­inn greindi fyrstur frá í lok nóv­em­ber 2014. 

Auglýsing

Bæði Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, gagn­rýndu söl­una opin­ber­lega eftir að greint var frá því hvernig að henni var stað­ið. Sig­mundur Davíð sagði málið klúður og undir það tók Bjarni, sem sagð­ist einnig styðja að rann­sókn færi fram á því hvernig að mál­inu var stað­ið. Fimm af sjö banka­ráðs­mönnum Lands­bank­ans sögðu af sér eftir gagn­rýn­ina, meðal ann­ars frá Banka­sýslu rík­is­ins. 

Íslenska ríkið er lang­­sam­­lega stærsti eig­andi Lands­­bank­ans með um 98 pró­­sent hlut. Tryggvi Páls­­son, for­­maður banka­ráðs Lands­­bank­ans, sagði í ræðu sinni á aðal­­fundi Lands­­bank­ans í fyrra að betra hefði verið að aug­lýsa hlut­inn til sölu, og selja hann þannig í opnu og gagn­­sæju ferli. Þá voru einnig sterkar vís­bend­ingar um það að verðið hefði verið í lægri kant­inum miðað við hefð­bundna mæli­kvarða verð­mata á sam­­bæri­­legum fyr­ir­tækj­­um. 

Hóp­ur­inn sem keypti hlut­inn hefur þegar hagn­ast á fjár­fest­ing­unni, en virði Borg­unar hefur hækkað og félagið hafið að greiða út arð. Stærsti ein­staki eig­and­inn í félag­inu sem keypti hlut­inn, eign­ar­halds­fé­lag­inu Borgun slf., er Stál­­skip ehf., þar sem Guð­rún Lár­us­dóttir hefur stýrt ferð­inni í ára­tugi, með 29,43 pró­­sent hlut. Þá á félagið P126 ehf. 19,71 pró­­sent hlut, en eig­andi þess er Einar Sveins­­son í gegnum móð­­ur­­fé­lagið Chara­m­ino Hold­ings Limited sem skráð er á Lúx­em­­borg. Þá á Pétur Stef­áns­­son ehf. 19,71 pró­­sent hlut, en for­svar­s­­maður þess var Sig­­valdi Stef­áns­­son á stofn­fundi. Sam­an­lagður eign­­ar­hlutur þess­­ara þriggja stærstu eig­enda nemur 68,85 pró­­sentum af B flokki stofn­fjár. 

Á eftir þessum stærstu eig­endum kemur félagið Vetr­­ar­gil ehf. með 5,14 pró­­sent hlut og TD á Íslandi ehf. 5,15 pró­­sent. Afgang­inn eiga AB 426 ehf (2,86%)., þar sem Sig­­ur­þór Stef­áns­­son er í for­svari, Egg­­son ehf. (0,86%), þar sem Anna Birgitta Geir­finns­dóttir er í for­svari, Bústoð ehf. (0,86%), þar sem Anna Birgitta er einnig í for­svari, Fram­­tíð­­ar­brautin ehf. (4,43%), þar sem B. Jak­obína Þrá­ins­dóttir er í for­svari, Iðu­­steinar ehf., þar sem Magnús Pálmi Örn­­ólfs­­son er í for­svari, Holt og hæðir ehf., þar sem Sig­ríður V. Hall­­dór­s­dóttir er í for­svari, Spect­­a­bilis ehf., þar sem Óskar V. Sig­­urðs­­son er í for­svari, og Mens Manus ehf., þar sem Hjalti Þ. Krist­jáns­­son er í for­svari.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None