Borgun styrkti Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um 250 þúsund

Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Greiðslu­korta­fyr­ir­tækið Borgun hf. styrkti bæði Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn um 250 þús­und krónur hvorn í fyrra. Þetta kemur fram í útdráttum af árs­reikn­ingum flokk­anna tveggja, sem skilað hefur verið inn til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Sam­fylk­ingin hefur einnig skilað inn árs­reikn­ingi sínum fyrir árið 2015 en flokk­ur­inn fékk ekki styrk frá Borg­un. Kjarn­inn mun fjalla nánar um árs­reikn­inga flokk­anna á næst­unn­i. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Borgun styrkti fyr­ir­tækið alla flokka sem sóttu um styrk í fyrra. 

Í lok árs­ins 2014, í nóv­­em­ber­mán­uði, seldi Lands­­bank­inn 31,2 pró­­sent hlut sinn í Borgun fyrir 2,2 millj­­arða króna til Eign­­ar­halds­­­fé­lags­ins Borg­unar slf., sem stofnað var skömmu fyrir kaupin á hlutn­­um. Salan á Borgun var umdeild en hlut­­ur­inn var ekki aug­lýstur til sölu, líkt og Kjarn­inn greindi fyrstur frá í lok nóv­em­ber 2014. 

Auglýsing

Bæði Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, gagn­rýndu söl­una opin­ber­lega eftir að greint var frá því hvernig að henni var stað­ið. Sig­mundur Davíð sagði málið klúður og undir það tók Bjarni, sem sagð­ist einnig styðja að rann­sókn færi fram á því hvernig að mál­inu var stað­ið. Fimm af sjö banka­ráðs­mönnum Lands­bank­ans sögðu af sér eftir gagn­rýn­ina, meðal ann­ars frá Banka­sýslu rík­is­ins. 

Íslenska ríkið er lang­­sam­­lega stærsti eig­andi Lands­­bank­ans með um 98 pró­­sent hlut. Tryggvi Páls­­son, for­­maður banka­ráðs Lands­­bank­ans, sagði í ræðu sinni á aðal­­fundi Lands­­bank­ans í fyrra að betra hefði verið að aug­lýsa hlut­inn til sölu, og selja hann þannig í opnu og gagn­­sæju ferli. Þá voru einnig sterkar vís­bend­ingar um það að verðið hefði verið í lægri kant­inum miðað við hefð­bundna mæli­kvarða verð­mata á sam­­bæri­­legum fyr­ir­tækj­­um. 

Hóp­ur­inn sem keypti hlut­inn hefur þegar hagn­ast á fjár­fest­ing­unni, en virði Borg­unar hefur hækkað og félagið hafið að greiða út arð. Stærsti ein­staki eig­and­inn í félag­inu sem keypti hlut­inn, eign­ar­halds­fé­lag­inu Borgun slf., er Stál­­skip ehf., þar sem Guð­rún Lár­us­dóttir hefur stýrt ferð­inni í ára­tugi, með 29,43 pró­­sent hlut. Þá á félagið P126 ehf. 19,71 pró­­sent hlut, en eig­andi þess er Einar Sveins­­son í gegnum móð­­ur­­fé­lagið Chara­m­ino Hold­ings Limited sem skráð er á Lúx­em­­borg. Þá á Pétur Stef­áns­­son ehf. 19,71 pró­­sent hlut, en for­svar­s­­maður þess var Sig­­valdi Stef­áns­­son á stofn­fundi. Sam­an­lagður eign­­ar­hlutur þess­­ara þriggja stærstu eig­enda nemur 68,85 pró­­sentum af B flokki stofn­fjár. 

Á eftir þessum stærstu eig­endum kemur félagið Vetr­­ar­gil ehf. með 5,14 pró­­sent hlut og TD á Íslandi ehf. 5,15 pró­­sent. Afgang­inn eiga AB 426 ehf (2,86%)., þar sem Sig­­ur­þór Stef­áns­­son er í for­svari, Egg­­son ehf. (0,86%), þar sem Anna Birgitta Geir­finns­dóttir er í for­svari, Bústoð ehf. (0,86%), þar sem Anna Birgitta er einnig í for­svari, Fram­­tíð­­ar­brautin ehf. (4,43%), þar sem B. Jak­obína Þrá­ins­dóttir er í for­svari, Iðu­­steinar ehf., þar sem Magnús Pálmi Örn­­ólfs­­son er í for­svari, Holt og hæðir ehf., þar sem Sig­ríður V. Hall­­dór­s­dóttir er í for­svari, Spect­­a­bilis ehf., þar sem Óskar V. Sig­­urðs­­son er í for­svari, og Mens Manus ehf., þar sem Hjalti Þ. Krist­jáns­­son er í for­svari.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None