Virðing reynir að kaupa stóran hlut í Kviku

Hannes Frímann Hrólfsson er forstjóri Virðingar.
Hannes Frímann Hrólfsson er forstjóri Virðingar.
Auglýsing

Verð­bréfa­fyr­ir­tækið Virð­ing er að reyna að eign­ast stóran hlut í fjár­fest­inga­bank­anum Kviku. Hannes Frí­mann Hrólfs­son, for­stjóri Virð­ing­ar, og Ármann Þor­valds­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­ráð­gjafar og einn hlut­hafa félags­ins, hafa á und­an­förnum vikum fundað með nokkrum af stærri hlut­höfum Kviku og lýst yfir áhuga á að kaupa hlut þeirra í bank­an­um. Virð­ing hef­ur, með fyr­ir­vara um fjár­mögn­un, þegar sett fram kauptil­boð í bréf í Kviku. Frá þessu er greint í DV.

Þar segir einnig að skýr­ast muni á allra næstu vikum hvort kaupin gangi eft­ir. Þau gætu þá meðal ann­ars verið fjár­mögnuð með aðkomu nýrra einka­fjár­festa að Virð­ingu og leiða til yfir­töku á Kviku. Um haustið 2014 áttu sér síðan stað form­legar við­ræður milli Virð­ingar og MP banka um sam­ein­ingu sem runnu hins vegar út í sand­inn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ármann Þor­valds­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Kaup­þing Sin­ger&Fried­lander í Bret­landi, og aðilar í kringum hann er orð­aður við hlut í Kviku. Sum­arið 2014 var til alvar­legrar skoð­unar að sam­eina Straum fjár­­­fest­ing­­ar­­­banka og MP banka og jafn­­vel fleiri minni fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki, eins og Íslensk verð­bréf og Virð­ingu. Ármann sýndi þá áhuga á að kaupa hlut í MP banka en það gekk ekki eft­ir. Þess í stað sam­ein­uð­ust Straumur og MP banki form­lega fyrir um 15 mán­uðum síðan og úr varð Kvika. 

Auglýsing

Bók­fært eigið fé Kviku nam tæp­lega 6,2 millj­örðum króna í lok sept­em­ber á þessu ári.

Virð­ing sam­ein­að­ist Auði Capi­tal í byrjun árs 2014.

Hlut­hafar Virð­ingar eru félag í eigu Krist­ínar Pét­urs­dótt­ur, Líf­eyr­is­sjóður Versl­un­ar­manna, Sam­ein­aði líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, félag í eigu Guð­bjargar Eddu Egg­erts­dótt­ur, Stafir líf­eyr­is­sjóð­ir, félag í eigu Ármanns Þor­valds­sonar og með­fjár­festa, félag í eigu Vil­hjálms Þor­steins­sonar og félag í eigu Krist­ína Jóhann­es­dóttur og Ásu Karenar Ásgeirs­dótt­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None