Geir: Ábyrgðin var Seðlabankans

Geir H. Haarde
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra á ekki að þurfa að sæta því að emb­ætt­is­menn rík­is­ins hljóð­riti sam­töl við hann „án hans vit­und­ar“. Þetta segir Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæts­ráð­herra og nú sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um, um þá frá­sögn starfs­manns Sturlu Páls­son­ar, starfs­manns Seðla­banka Íslands, að til­viljun hafi ekki ráðið því að Davíð Odds­son hljóð­rit­aði sam­tal þeirra. Þá segir hann það alveg skýrt, að Seðla­bank­inn hafi borið ábyrgð á lán­inu, þó hann hafi talið það til­raun­ar­innar virði. Það séu von­brigði að veð sem Seðla­bank­inn taldi trygg, skyldu ekki duga fyrir lán­inu.

Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV um sím­tal Geirs og Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi for­manns stjórnar Seðla­banka Íslands, 6. októ­ber 2008,  þegar ákveðið var að lána Kaup­þingi 500 millj­ónir evra sama dag og neyð­ar­lögum var beitt. Um 35 millj­arðar króna af upp­hæð­inni eru tap­að­ir.

Í skjali þar sem Geir svarar fyr­ir­spurnum Kast­ljóss, vegna máls­ins, sem birt hefur verið á vef RÚV, kemur fram að Seðla­bank­inn hafi borið ábyrgð á lán­veit­ing­unni. „Þegar Seðla­bank­inn veitti Kaup­þingi neyð­ar­lánið lá fyrir að Kaup­þing gat lagt fram veð sem var umfram láns­upp­hæð­ina- svo­kallað alls­herj­ar­veð ­sem náði þar með einnig til ann­arra skulda bank­ans við Seðla­bank­ann. Þetta veð var FIH bank­inn í Dan­mörku. Seðla­bank­inn kann­aði það ­sér­stak­lega hjá Seðla­banka Dan­merkur hvort þetta veð væri ekki ör­ugg­lega traust og fékk skýr svör um að svo væri. Ítrek­að­i ­seðla­banka­stjóri það í sam­tal­inu að lánið yrði aldrei veitt nema gegn ör­uggu veð­i. Það var Seðla­bank­inn sem veitti lánið til Kaup­þings en það var gert að höfðu sam­ráði við mig sem for­sæt­is­ráð­herra sem hafði hvorki þá né nú á­kvörð­un­ar­vald yfir lán­veit­ingum bank­ans,“ segir í Geir í svari sínu við fyr­ir­spurn Kast­ljóss.

Auglýsing

Sturla Páls­­son, fram­­kvæmda­­stjóri mark­aðsvið­­skipta og fjár­­­stýr­ingar hjá Seðla­­banka Íslands, við­­ur­­kenndi að hafa brotið trúnað þegar hann upp­­lýsti eig­in­­konu sína, sem þá var lög­­­maður sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja, um aðgerðir bank­ans í aðdrag­anda setn­ingu neyð­­ar­lag­anna. Þetta kemur fram í vitna­­skýrslu sem tekin var af Sturlu af sér­­­stökum sak­­sókn­­ara árið 2012 og fjallað verður um í Kast­­ljósi í kvöld. 

Við skýrslu­tök­una var­aði Sturla sjálfur við því að inn­­herjar gætu nýtt sér það hversu seint neyð­­ar­lögin voru sett. Stur­la, sem starfar enn í Seðla­­bank­an­um, upp­­lýsti bank­ann ekki um fram­­burð sinn hjá sér­­­stökum sak­­sókn­­ara fyrr en eftir að Kast­­ljós spurð­ist fyrir um málið hjá hon­­um. Frá þessu er greint á vef RÚV.

 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfstöðum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None