Geir: Ábyrgðin var Seðlabankans

Geir H. Haarde
Auglýsing

Forsætisráðherra á ekki að þurfa að sæta því að embættismenn ríkisins hljóðriti samtöl við hann „án hans vitundar“. Þetta segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætsráðherra og nú sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, um þá frásögn starfsmanns Sturlu Pálssonar, starfsmanns Seðlabanka Íslands, að tilviljun hafi ekki ráðið því að Davíð Oddsson hljóðritaði samtal þeirra. Þá segir hann það alveg skýrt, að Seðlabankinn hafi borið ábyrgð á láninu, þó hann hafi talið það tilraunarinnar virði. Það séu vonbrigði að veð sem Seðlabankinn taldi trygg, skyldu ekki duga fyrir láninu.

Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV um símtal Geirs og Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns stjórnar Seðlabanka Íslands, 6. október 2008,  þegar ákveðið var að lána Kaupþingi 500 milljónir evra sama dag og neyðarlögum var beitt. Um 35 milljarðar króna af upphæðinni eru tapaðir.

Í skjali þar sem Geir svarar fyrirspurnum Kastljóss, vegna málsins, sem birt hefur verið á vef RÚV, kemur fram að Seðlabankinn hafi borið ábyrgð á lánveitingunni. „Þegar Seðlabankinn veitti Kaupþingi neyðarlánið lá fyrir að Kaupþing gat lagt fram veð sem var umfram lánsupphæðina- svokallað allsherjarveð sem náði þar með einnig til annarra skulda bankans við Seðlabankann. Þetta veð var FIH bankinn í Danmörku. Seðlabankinn kannaði það sérstaklega hjá Seðlabanka Danmerkur hvort þetta veð væri ekki örugglega traust og fékk skýr svör um að svo væri. Ítrekaði seðlabankastjóri það í samtalinu að lánið yrði aldrei veitt nema gegn öruggu veði. Það var Seðlabankinn sem veitti lánið til Kaupþings en það var gert að höfðu samráði við mig sem forsætisráðherra sem hafði hvorki þá né nú ákvörðunarvald yfir lánveitingum bankans,“ segir í Geir í svari sínu við fyrirspurn Kastljóss.

Auglýsing

Sturla Páls­son, fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta og fjár­stýr­ingar hjá Seðla­banka Íslands, við­ur­kenndi að hafa brotið trúnað þegar hann upp­lýsti eig­in­konu sína, sem þá var lög­maður sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, um aðgerðir bank­ans í aðdrag­anda setn­ingu neyð­ar­lag­anna. Þetta kemur fram í vitna­skýrslu sem tekin var af Sturlu af sér­stökum sak­sókn­ara árið 2012 og fjallað verður um í Kast­ljósi í kvöld. 

Við skýrslu­tök­una var­aði Sturla sjálfur við því að inn­herjar gætu nýtt sér það hversu seint neyð­ar­lögin voru sett. Stur­la, sem starfar enn í Seðla­bank­an­um, upp­lýsti bank­ann ekki um fram­burð sinn hjá sér­stökum sak­sókn­ara fyrr en eftir að Kast­ljós spurð­ist fyrir um málið hjá hon­um. Frá þessu er greint á vef RÚV.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None