Geir: Ábyrgðin var Seðlabankans

Geir H. Haarde
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra á ekki að þurfa að sæta því að emb­ætt­is­menn rík­is­ins hljóð­riti sam­töl við hann „án hans vit­und­ar“. Þetta segir Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæts­ráð­herra og nú sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um, um þá frá­sögn starfs­manns Sturlu Páls­son­ar, starfs­manns Seðla­banka Íslands, að til­viljun hafi ekki ráðið því að Davíð Odds­son hljóð­rit­aði sam­tal þeirra. Þá segir hann það alveg skýrt, að Seðla­bank­inn hafi borið ábyrgð á lán­inu, þó hann hafi talið það til­raun­ar­innar virði. Það séu von­brigði að veð sem Seðla­bank­inn taldi trygg, skyldu ekki duga fyrir lán­inu.

Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV um sím­tal Geirs og Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi for­manns stjórnar Seðla­banka Íslands, 6. októ­ber 2008,  þegar ákveðið var að lána Kaup­þingi 500 millj­ónir evra sama dag og neyð­ar­lögum var beitt. Um 35 millj­arðar króna af upp­hæð­inni eru tap­að­ir.

Í skjali þar sem Geir svarar fyr­ir­spurnum Kast­ljóss, vegna máls­ins, sem birt hefur verið á vef RÚV, kemur fram að Seðla­bank­inn hafi borið ábyrgð á lán­veit­ing­unni. „Þegar Seðla­bank­inn veitti Kaup­þingi neyð­ar­lánið lá fyrir að Kaup­þing gat lagt fram veð sem var umfram láns­upp­hæð­ina- svo­kallað alls­herj­ar­veð ­sem náði þar með einnig til ann­arra skulda bank­ans við Seðla­bank­ann. Þetta veð var FIH bank­inn í Dan­mörku. Seðla­bank­inn kann­aði það ­sér­stak­lega hjá Seðla­banka Dan­merkur hvort þetta veð væri ekki ör­ugg­lega traust og fékk skýr svör um að svo væri. Ítrek­að­i ­seðla­banka­stjóri það í sam­tal­inu að lánið yrði aldrei veitt nema gegn ör­uggu veð­i. Það var Seðla­bank­inn sem veitti lánið til Kaup­þings en það var gert að höfðu sam­ráði við mig sem for­sæt­is­ráð­herra sem hafði hvorki þá né nú á­kvörð­un­ar­vald yfir lán­veit­ingum bank­ans,“ segir í Geir í svari sínu við fyr­ir­spurn Kast­ljóss.

Auglýsing

Sturla Páls­­son, fram­­kvæmda­­stjóri mark­aðsvið­­skipta og fjár­­­stýr­ingar hjá Seðla­­banka Íslands, við­­ur­­kenndi að hafa brotið trúnað þegar hann upp­­lýsti eig­in­­konu sína, sem þá var lög­­­maður sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja, um aðgerðir bank­ans í aðdrag­anda setn­ingu neyð­­ar­lag­anna. Þetta kemur fram í vitna­­skýrslu sem tekin var af Sturlu af sér­­­stökum sak­­sókn­­ara árið 2012 og fjallað verður um í Kast­­ljósi í kvöld. 

Við skýrslu­tök­una var­aði Sturla sjálfur við því að inn­­herjar gætu nýtt sér það hversu seint neyð­­ar­lögin voru sett. Stur­la, sem starfar enn í Seðla­­bank­an­um, upp­­lýsti bank­ann ekki um fram­­burð sinn hjá sér­­­stökum sak­­sókn­­ara fyrr en eftir að Kast­­ljós spurð­ist fyrir um málið hjá hon­­um. Frá þessu er greint á vef RÚV.

 

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None