VG ætlar ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum

katajaknytt2-1.jpg
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, segir að flokk­ur­inn muni ekki mynda rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum að loknum kosn­ing­um, sem fram fara eftir viku. Hún segir að það myndi ganga gegn sam­þykktum flokks­þings Vinstri grænna að mynda slíka stjórn og fyrsti val­kostur flokks­ins sé alltaf að mynda rík­is­stjórn með öðrum stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær­kvöldi. 

Miklar umræður hafa verið um að Vinstri græn séu að halla sér að Sjálf­stæð­is­flokknum og séu opin fyrir þeim mögu­leika að mynda rík­is­stjórn með flokkn­um. Þær umræður fengu byr undir báða vængi þegar Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, sagði frá í stöðu­upp­færslu á Face­book í vik­unni að Stein­grímur J. Sig­fús­son, fyrr­ver­andi for­maður Vinstri grænna og odd­viti flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, hafi sagt á fram­boðs­fundi í Grímsey „að fyr­ir­hugað sé að mynda stjórn VG og Sjálf­stæð­is­flokks.“ Stein­grímur hefur sjálfur sagt að þetta sé þvætt­ingur og borið málið til baka.

Katrín til­kynnti í gær í stöðu­upp­færslu á Face­book að full­trúar núver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokka: Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Bjartrar fram­tíð­ar, ætli að hitt­ast á morg­un, sunnu­dag, til að „fara yfir for­gangs­mál og ræða sam­starfs­fleti í fram­haldi kosn­inga.“ Fund­ur­inn mun fara fram á Litlu Lækj­ar­brekku.

Auglýsing

Píratar héldu blaða­manna­fund fyrir sex dögum þar sem þeir til­kynntu um að þeir séu til­­­búnir að hefja strax for­m­­legar stjórn­­­ar­­mynd­un­­ar­við­ræður við aðra flokka út frá fimm megin áherslum Pírata til þess að geta lagt drög að stjórn­­­ar­sátt­­mála áður en íslensk þjóð gengur til þing­­kosn­­inga laug­­ar­dag­inn 29. októ­ber næst­kom­andi. Flokk­­ur­inn sagði að hann mun­i ekki taka þátt í rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfi með þeim flokkum sem ekki geta skuld­bundið sig til ákveð­inna verka fyrir kosn­­inga. Flokk­­arnir sem Píratar vildu hefja við­ræður við eru fjórir og for­­menn þeirra allra fengu sent bréf þess efn­­is. Þeir eru Katrín Jak­obs­dótt­ir, Ótt­­ar Proppé, for­­maður Bjartrar fram­­tíð­­ar, Oddný Harð­­ar­dótt­ir, for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, og Bene­dikt Jóhann­es­­son, for­­maður Við­reisn­­­ar. Píratar vildu ræða við for­­menn­ina í þess­ari röð.

Úr varð að ein­ungis Sam­fylk­ingin vildi hitta Pírata undir þessum for­merkjum og fór sá fundur fram í lið­inni viku. Katrín Jak­obs­dóttir vildi að stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir hitt­ust allir saman og það verður að veru­leika á morg­un. Bæði Björt fram­tíð og Við­reisn höfn­uðu gerð stjórn­ar­sátt­mála sam­kvæmt for­skrift Pírata. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None