VG ætlar ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum

katajaknytt2-1.jpg
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, segir að flokk­ur­inn muni ekki mynda rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum að loknum kosn­ing­um, sem fram fara eftir viku. Hún segir að það myndi ganga gegn sam­þykktum flokks­þings Vinstri grænna að mynda slíka stjórn og fyrsti val­kostur flokks­ins sé alltaf að mynda rík­is­stjórn með öðrum stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær­kvöldi. 

Miklar umræður hafa verið um að Vinstri græn séu að halla sér að Sjálf­stæð­is­flokknum og séu opin fyrir þeim mögu­leika að mynda rík­is­stjórn með flokkn­um. Þær umræður fengu byr undir báða vængi þegar Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, sagði frá í stöðu­upp­færslu á Face­book í vik­unni að Stein­grímur J. Sig­fús­son, fyrr­ver­andi for­maður Vinstri grænna og odd­viti flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, hafi sagt á fram­boðs­fundi í Grímsey „að fyr­ir­hugað sé að mynda stjórn VG og Sjálf­stæð­is­flokks.“ Stein­grímur hefur sjálfur sagt að þetta sé þvætt­ingur og borið málið til baka.

Katrín til­kynnti í gær í stöðu­upp­færslu á Face­book að full­trúar núver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokka: Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Bjartrar fram­tíð­ar, ætli að hitt­ast á morg­un, sunnu­dag, til að „fara yfir for­gangs­mál og ræða sam­starfs­fleti í fram­haldi kosn­inga.“ Fund­ur­inn mun fara fram á Litlu Lækj­ar­brekku.

Auglýsing

Píratar héldu blaða­manna­fund fyrir sex dögum þar sem þeir til­kynntu um að þeir séu til­­­búnir að hefja strax for­m­­legar stjórn­­­ar­­mynd­un­­ar­við­ræður við aðra flokka út frá fimm megin áherslum Pírata til þess að geta lagt drög að stjórn­­­ar­sátt­­mála áður en íslensk þjóð gengur til þing­­kosn­­inga laug­­ar­dag­inn 29. októ­ber næst­kom­andi. Flokk­­ur­inn sagði að hann mun­i ekki taka þátt í rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfi með þeim flokkum sem ekki geta skuld­bundið sig til ákveð­inna verka fyrir kosn­­inga. Flokk­­arnir sem Píratar vildu hefja við­ræður við eru fjórir og for­­menn þeirra allra fengu sent bréf þess efn­­is. Þeir eru Katrín Jak­obs­dótt­ir, Ótt­­ar Proppé, for­­maður Bjartrar fram­­tíð­­ar, Oddný Harð­­ar­dótt­ir, for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, og Bene­dikt Jóhann­es­­son, for­­maður Við­reisn­­­ar. Píratar vildu ræða við for­­menn­ina í þess­ari röð.

Úr varð að ein­ungis Sam­fylk­ingin vildi hitta Pírata undir þessum for­merkjum og fór sá fundur fram í lið­inni viku. Katrín Jak­obs­dóttir vildi að stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir hitt­ust allir saman og það verður að veru­leika á morg­un. Bæði Björt fram­tíð og Við­reisn höfn­uðu gerð stjórn­ar­sátt­mála sam­kvæmt for­skrift Pírata. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None