Vestmannaeyjar er draumasveitarfélagið

Sterk fjáhagsstaða Vestmannaeyja skilar þeim í efsta sætið í úttekt Vísbendingar á fjárhagslegum styrk sveitarfélaga í landinu.

Vestmannaeyjar-1.jpg
Auglýsing

Vest­manna­eyjar er drauma­sveit­ar­fé­lagið sam­kvæmt úttekt Vís­bend­ing­ar, en árlega hefur ritið metið fjár­hags­legan styrk sveit­ar­fé­laga og tekið heild­ar­nið­ur­stöð­urnar sam­an. Úttektin byggir á árs­reikn­ingum sveit­ar­fé­laga og er farið ræki­lega fyrir skuld­ir, tekj­ur, íbúa­fjölda, eignir og grunn­rekst­ur, bæði A-hluta og B-hluta í efna­hags­reikn­ingi þeirra. 

Eins og sést á þessari myndi þá eru sautján sveitarfélög í landinu, miðað við stöðu mála í lok árs í fyrra, með skuldahlutfall miðað við tekjur, yfir 100 prósent.Heild­ar­skuld­bind­ingar sveit­ar­fé­lag­anna í land­inu fóru úr 553 millj­örðum króna árið 2014 í um 579 millj­arða árið 2015 sem er raun­minnkun um tvö pró­sent, að því er segir í úttekt­inni. „Hlut­fall heild­ar­skulda (­með skuld­bind­ing­um) var um 171% af tekjum á ári hjá sveit­ar­fé­lög­unum í heild, en var 177% árið áður. Skuldir sveit­ar­fé­lag­anna juk­ust því minna en tekjur og stað­an batn­aði miðað við þennan mæli­kvarða. ­Lengi vel hefur mæli­kvarð­inn skuldir á í­búa verið tal­inn gefa góða vís­bend­ingu um fjár­hags­lega stöðu sveit­ar­fé­lags. Í árs­lok 2015 var þessi mæli­kvarði um 1.750 þús­und krón­ur á mann sem er 50 þús­und krónum hærra en árið áður. Að raun­gildi er það aukn­ing um rúm­lega 1 pró­sent," segir í umfjöll­un­inn­i. 

Nettóskuld­ir, það er skuld­ir að frá­dregnum veltu­fjár­mun­um, voru 490 millj­arðar króna í árs­lok en voru 480 millj­arð­ar­ króna árið áður. 

Auglýsing

Skuldug­asta sveit­ar­fé­lagið sam­kvæmt þessum mæli­kvarða (sjá töflu 2) er Reykja­nes­bær með 2,6 millj­ónir króna í skuld á íbúa og hefur auk­ist um 100 þús­und krónur frá fyrra ári. 

Vestmannaeyjar eru á toppnum, þegar allir þættir eru vegnir og metnir. Reykjavík kemst ekki inn á topp 20 listann.Grinda­vík er í öðru sæti á eftir Vest­manna­eyjum með ein­kun­ina 8,1 og Fjalla­byggð í því þriðja með 7,5. Þau sveit­ar­fé­lög ­sem lengst af hafa verið á toppnum í úttekt Vís­bend­ing­ar, Garða­bær (7,3) og Sel­tjarn­ar­nes (7,1) eru nú í 4. og 8. sæt­i. 

Sel­tjarn­ar­nes hefur ver­ið drauma­sveit­ar­fé­lagið und­an­farin tvö ár og ­Garða­bær var drauma­sveit­ar­fé­lagið fjögur ár í röð, 2010-2013. 

Nokkur sveit­ar­fé­lög fá yfir 7,0. Þau eru Horna­fjörð­ur, Snæ­fells­bær og Blá­skóga­byggð.

Á botn­inum eru Reykja­nes­bær (2,8), Fljóts­dals­hérað (2,7), Bol­ung­ar­vík (2,6) og Skaga­fjörður (2,4). Staða allra þess­ara sveit­ar­fé­laga er mjög þröng.

Úttekt Vís­bend­ing­ar.

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None